Vikan

Útgáva

Vikan - 18.03.1965, Síða 11

Vikan - 18.03.1965, Síða 11
0 J. B. Rhine frá Duke-háskóicinum gerir tilraunir me3 fjarhrif. Teningnum er kastaó á venjulegan hátt, en stúlk- an reynir að hafa áhrif með hugsanaflutningi, að ákveðin hiið komi upp. einn ákveðinn einstakling, en fari sá af staðnum leggjast reim- leikarnir niður meðan hann er fjarverandi. Ennfremur standa reimleik- arnir stutt yfir, daga, vikur, sjaldnar mánuði. Hér er heldur ekki um tilbreytingarlausa endurtekningu á sama fyrirbær- inu að ræða, heldur skiptast á högg, hreyfingar innanstokks- muna, grjótflug o. s. frv. Eigi ósjaldan er hlutum varp- að að fólki, en annaðhvort geiga skotin eða reynast svo aflvana, að líkamsmeiðingar liljótast ekki af. Reimleikar þessir eiga sér heldur ekkert fremur stað að næturlagi, eru jafnvel algengari að degi til. Hér virðast lika vitsmunum gædd öfl vera að verki, þvi að oft er hægt að kom- ast í samband við „drauginn". Séu t. d. í tilraunaskyni barin þrjú högg, þá svarar „draugur- inn“ með þrem höggum o. s. frv. Þó að athugun sem þessi, bendi til þeirrar fróðlegu niður- stöðu, að um reglubundin lög- mál sé að ræða, hvað birtingar- Innan tveggja stunda frá komu hans áttu tvö fyrirbrigði sér stað, en síðan kom langt hlé, og byrjuðu ekki fyrirbærin aftur þar til daginn eftir hrottför lians, 2. mars. — Rétt er að skjóta þvi hér inni, að yfirleitt falla reim- leikar niður, þegar ókunnugir koma á staðinn, en hefjast gjarn- an aftur, þegar aðkomufólkið er horfið á braut. — Hinn 7. marz kom Pratt aftur og i þetta skipti var með honum parasálfræðing- urinn W. G. Roll, en sá er ís- lendingum að góðu kunnur, þvi hann lieimsótti ísland tvisvar á árinu sem leið. Vísindamennirnir dvöldu þarna í tvo daga og áttu sér stað meðan á þessari dvöl þeirra stóð, þrjú fyrirbrigði. Alls gerðust 67 fyrirbrigði og voru eftirfarandi merkilegust: 1. 4 fyrirbæri, þar sem ein- hverjir af fjölskyldunni sáu liluti hreyfast til, án þess að hægt væri að sjá nokkurn möguleika til, að hreyfingin hefði verið framkölluð á einhvern skiljan- legan hátt. brigðið gerðist i viðurvist barn- anna tveggja, Lucille 13 ára og James 12 ára. Einnig varð sjón- arvottur fullorðin frænka þeirra. Sáu þau öll, livernig postulins- stytta, sem á borði einu stóð, tók að vagga og skipti það engum togum, styttan tókst á loft, þeytt- ist þvert yfir stofuna og skall með ótrúlega miklum hávaða niður á gólfteppið án þess þó að brotna. Annað atvik gerðist að morgni nokkru áður en siðastgreindur atburður átti sér stað. Sáu Jam- es og faðir hans, er þeir voru staddir i baðherberginu, flösku hreyfa sig til um það bil 33 cm eftir barmi handlaugarinnar og síðan falla ofan í hana. Um leið fór lítil glaskrús af stað í 90 gráðu stefnu við flöskuna og féll krúsin á gólfið. Það yrði of langt mál að greina liér frá öllum fyrirbærum þeim, er gerðust, og skulum við nú snúa okkur að þeirri spurningu, hvort fyrirbrigðin hafi ekki ver- ið framkölluð með einhvers- konar blekkingum likt og töfra- ER DRAUGAGANGUR ? háttu draugagangs varðar, gefur hún ekkert svar við þeirri spurn- ingu, hvort hér sé um raunveru- leg ytri fyrirbrigði að ræða, þvi vel væri hægt að gera sér i hug- arlund, að hér væri um einlivers- konar frumgervisskynvillu að- ræða, sem upptök sín ætti i hóp- dulvitund þeirri, sem sálfræðing- urinn C.G. Jung stakk upp á til skýringar frumgervistákna (Archetypen) þeirra, sem liann rakst á i draumum og listaverk- um manna að fornu og nýju. Við skulum því snúa okkur að þvi, livernig hægt væri að rannsaka reimleika visindalega, og skulum við taka eitt drauga- tilfelli af mörgum til athugunar. Tilfelli þetta er valið hér, þvi það gefur Ijósa mynd af því, hvernig starfsaðferðir visinda- manna á þessu sviði eru: Seint i febrúarmánuði 1958 var Parasálfræðirannsóknarstofunni við Duke-háskólann i Norður- Karólinahéraði i Bandaríkjunum tilkynnt að óskiljanleg hreyfing- arfyrirbæri gerðust um þær mundir lijá fjölskyldu einni í bænum Seaford á Long Island skanunt frá New York. Para- sálfræðingurinn J. G. Pratt fór þegar á staðinn og dvaldi þar til að byrja með fjóra og hálfan dag. 2. 13 fyrirbæri, þar sem eng- inn var nógu nálægur, til þess að hafa getað sett fyrirbrigðið ú svið, né heldur voru ummerki útbúnaðar að l'inna, sem hægt hefði verið að framkalla þau með úr fjarlægð. 3. 5 fyrirbæri, sem úttu sér stað, meðan annaðhvor eða báð- ir vísindamannanna voru í hús- inu. Tvö jiessara fyrirbæra til- heyrðu tegund nr. 2. í annað skiptið var bókahillu velt um koll í svcfnlierbergi uppi á lofti, meðan fjölskyldan var saman- komin í eldhúsinu og Pratt á- samt lögrcgluþjóni nokkrum var við athuganir í kjallara. í liitt skiptið var allt heimilis- fólkið saman komið uppi á lofti og voru þeir þar einnig Pratt og Roll. Heyrðist skyndilega liá- vaði frá kjallaranum, og er vis- indamennirnir komu á staðinn kom i ljós, að tappi hafði þeytzt af klórvatnsflösku og hluti af innihaldinu með. Tekinn var timinn, sem klórvatnið var að gufa upp, og stóð það lieima, að þetta hafði gerzt um sama bil og hávaðinn heyrðist, svo að sú tilgáta, að þetta hafi verið sett á svið fyrirfram og hávað- inn svo framkallaður eftir á, fær varla staðizt. Eitt atliyglisverðasta fyrir- menn beita við listir sínar. Fyrirbrigðin gerðust aðallega umhverfis James, en það er ein- mitt mjög algengt, að einstakl- ingur sá, sem fyrirbrigðin virð- ast standa í nánu sambandi við, sé barn eða unglingur, en einnig hefur sýnt sig, þegar sumir „reimleikar“ hafa verið rannsak- aðir, að þar liafa hrein strákapör verið á ferðinni og hefur það verið ýmsum kærkomin ástæða, til þess að afskrifa öll slík fyrir- brigði, sem kænlega framkvæmd prakkarastrik. Ef við athugum þennan mögu- leika, kemur i ljós i þessu tilfelli, að um 17 tilfelli er að ræða, þar sem hvorki James né Lucille hefðu getað sett fyrirbrigðin á svið, þar eð aðrir voru viðstadd- ir er þau gerðust. Góð dæmi er að finna að ofan. í þessum tveim tilfellum er einnig erfitt að koma auga á, hvernig krakkarnir hefðu getað framkallað þau með ein- hverskonar tækniútbúnaði, án þess að eftir þeim liefði verið tekið. Eini hugsanlegi möguleikinn, til þess að skýra þetta sem pretti, er að gera ráð fyrir, að öll fjöl- skyldan og nokkrir ættingjar liafi verið með í ráðum og sett þetta sameiginlega á svið; en Framhald á bls. 41. VIKAN 11. tbl. 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.