Vikan - 25.03.1965, Page 17
ýhhgc.
hildur væri ekki nýlögð af stað
þegar hann bar að á Blesa sin-
um. Og þó að hún segði aldrei
neitt i þá áttina, fannst honum
alltaf að hann yrði nú að bjóða
henni upp á lendina fyrir aftan
sig og svo kom hann sér ekki
heldur að þvi að tala neitt alvar-
lega við hana Siggu meðan hún
Jónhildur var nálægt þótt lcann-
ski hefði það verið réttast og
allt í lagi.
En svo bar það við á heim
leiðinni einu sinni í vor að það
var farið að skyggja. Hann gat
einlivern veginn aldrei gert sér
grein fyrir því, hvernig það bar
að nema að Jónhildur spurði
hann hvort liann hefði nokkurn
tíma komið að fossinum svona
í Ijósaskiftunum og séð hvernig
gljúfrið fylltist af myrkri og svo
flæddi myrkrið yfir barmana á
gljúfrinu og legðist yfir alla
sveitina. Hún sagði að allt myrk-
ur byrjaði í gljúfrinu neðan við
fossinn og það var hann ekki
viss um. Hann hélt að myrkrið
bara svona kæmi, en ekki frá
neinum sérstökum stað og væri
ekkert á borð við mjólkurfroðu
sem gæti flóð út úr skjólunni og
stafaði bara af þvi að það væri
ekkert ljós til. En samt beygði
hann út úr götunni og lét Blesa
tölta niður að fossinum. Það var
ekki komið myrkur í gljúfrið
þegar þau komu á barminn og
hún tók í hendina á honum og
leiddi hann ofan í Ærhvamminn
nokkru fyrir neðan fossinn og
bað hann um að bíða með sér
eftir því að myrkrið flæddi.
Og svo núna um daginn sendi
hún Gunnu litlu systur sína með
bréf til hans. Gunna litla var
ennþá ófermd og ein af fjölmörg-
um systkinum Jónhildar á
Skarði. Guðmar hafði stundum
öfundað Skarðskrakkana af því
hvað þau voru mörg og höfðu
marga til að leika sér við en
hann átti bara tvær systur og
þær voru miklu eldri og giftar
og fluttar að heiman og farnar
að búa. f bréfinu stóð:
„Kæri Guðmar.
Þú verður að koma að hitta
mig undir eins þegar dimmt er
orðið i kvöld bak við stóra
steininn norðan undir Hádegis-
hæðini og láttu engan vita hvað
þú ert að fara. Fyrirgefðu klórið
og brenndu þetta hrafnaspark
Þín Jónhildur."
„Áttirðu að taka svar?“ spurði
hann Gunnu litlu.
„Nei, Guðmar minn,“ svaraði
Gunna litla og kyssti Guðmar
vin sinn marga kossa beint á
munninn áður en hún skondraði
aftur heim að Skarði og maulaði
á kandísnum sínum sem frú
Torfhildur á Bakka móðir Guð-
mars gaf henni því hún var of
lítil til að þiggja kaffi.
Þegar Gunna var farin aftur
ranglaði Guðmar upp í bæjar-
sundið með bréfið og klóraði
sér í kollinum. Hvað gat Jón-
hildur viljað honum núna? Gat
hugsazt að hún ætlaði að biðja
liann að reiða sig fram að Skál-
um? Hann hafði hvekkzt dáldið
á því þarna um kvöldið þegar
þau fóru að skoða myrkrið því
allt í einu varð hvinur í stráum
og myrkrið komið og þau voru
jafn nær um hvaðan og hann
hafði verið feiminn við hana
siðan og ekki farið meira fram
að Skálum til að eiga ekki á
hættu að verða henni samferða.
Hann klöngraðist ofan úr bæj-
arsundinu fram á hlaðið og hysj-
aði upp um sig buxurnar. Hann
var að velta þvi fyrir sér hvern-
ig hann ætti að fara að því að
vakna um miðja nótt og laumast
fram úr Suðurhúsinu og upp á
Hádegishæð án þess að nokkur
vissi. Hún lilaut að eiga við miðja
nóttina þegar minnst bjart var
þvi um þetta leyti var aldrei
myrkur.
Hann ætlaði að fara að rangla
ofan á teiginn þangað sem vinnu-
mennirnir voru að slá þegar
frú Torfhildur móðir hans kom
fram í bæjardyrnar og sagði:
„Komdu aðeins inn Guðmar
minn áður en þú ferð ofan eftir
og fáðu þér volgan kafisopa. Ég
var að renna uppá könuna.“
Hann gekk á eftir henni inn
Framhald á bls. 43.