Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 34
Eg ókvacS aS vera viÖstödd þá at- höfn. Þeir vöndu komur sínar mikið heim að bænum, ýmist til að kaupa miólk, fá að tala í síma eða eitthvað annað. Og mamma var aftur orðin sú glaðlynda kona, sem ég hafði alltaf dáð og tilbeðið. Hún eyddi öllum áhyggium með hlátrum sín- um og spaugsyrðum. Það var að- eins Ragnar, sem skemmdi ánægju mína að nokkru leyti. Hann var þungbúinn og hættur að sitja hjá og sagcSist (dvÍ micSur ekki geta far- ið, enda hefði hann sjálfur bíl ef því væri að skipta. „En hvað þú ert dónalegur", sagði mamma og brosti afsakandi til Rúnars „svona er hann alltaf", sagði hún „og þeim mun verri sem veðrið er betra". „Jæja", sagði Rúnar og virtist eki taka þetta neitt nærri sér, „þú kemur þá bara einsömul". Ragnar leit eitthvað skrýtilega á mömmu og ég bað þess í hljóði, ieggnum. „BÍess", sagési hún við okkur þar sem við stóðum. Ragnar var farinn eitthvað. Ég reisti Bróa á fætur og tosaði honum á eftir mér uppá hólinn neð- ar í túninu. Þaðan sá niður að sum- arhúsinu. En bílinn stanzaði ekki þar heldur þaut með ofsahraða eft- ir þjóðveginum og það stóð ryk- mökkurinn afturundan honum. Svo hvarf hann en rykið lá enn um stund í kyrru loftinu, svo smá eydd- ist það og hvarf. Ég settist niður Johnson o Kaaber kaffisrenNsia mömmu, þegar hún var í sólbaði; það hefur ef til vill stafað af því að svarthærði maðurinn var þar nú oftast. Hann var þarna nú aðeins til að fá brúnan lit á skrokkinn, sagði hann og hann hafði nógan tíma. Ragnar var alltaf að vinna og þær stundir, sem hann hafði áður haft aflögu, virtust nú ekki lengur til. Hann hét Rúnar þessi svarthærði maður og einn daginn kom hann á bílnum sínum heim á hlaðið. Þetta var stór glansandi bíll sem tók mjúkar dýfur í holunum á hlað- inu og við Brói fórum oð skoða hann. „Farið þið frá bílnum krakkar þið getið rispað lakkið", sagði mað- urinn höstugur og við fjarlægðum okkur frá þessum dýrindis grip. Hann var kominn til að bjóða okkur öllum í skógarferð. Ragnar glotti, þegar hann heyrði erindið að hún færi ekki;mér fannst ég eiga mikið undir því, að hún færi ekki í þessa ferð og Ragnar virtist hugsa það sama. Hún virtist fyrst á báð- um áttum, virti fyrir sér bilinn og eiganda hans og leit löngunaraug- um til fjallanna í fjarska sem voru móðu hulin í hitanum. „Ég hef ekkert farið síðan ég kom hérna", sagði hún fremur við sjálfa sig en mennina sem stóðu og biðu spennt- ir eftir ákvörðun hennar. „Ég get vel farið", sagði hún svo, „þótt þú farir ekki líka, félag- ar þínir koma auðvitað með okkur? Hún beindi spurningunni til Rún- ars. „Jú vitanlega", sagði hann og ég sá að hann lokaði öðru aug- anu um leið og hann brosti til mömmu. Hún þóttist ekki sjá það, en fór inn og kom út rétt strax aftur í Ijósum síðbuxum, fleginni peysu og hafði bastkörfu á hand- hjá Bróa; hann var að reita sund- ur fífla. Ég tók nokkra líka og bjó til stóra festi, sem ég ætlaði að gefa mömmu og aðra minni handa mér. Ragnar kallaði í okkur heim- an frá bænum,- hann var búinn að breiða dúk á grasflötina framan við húsið, undir stóra trénu sem var í fullum skrúða, og þar var fullur diskur af brauði og ávaxta- safi handa okkur Bróa. Hann tók Bróa á hné sér og þurrkaði fram- anúr honum mold og sitthvað fleira og fékk honum síðan glasið með ávaxtasafanum. Brói tók stóra sopa og það rann niður hökuna á hon- um og niður í hálsmálið. Hundur- inn kom og settist í hæfilegri fjar- lægð og dillaði rófunni í von um bita. Brói rétti honum kökuna sína og skríkti kátur, þegar hundurinn tók hana varlega milli tannana. Ég minntist ekkert á mömmu, Ragn- ar ekki heldur; hann lagðist endi- Íangur í grasið me& annan hand- legginn fyrir augunum, þegar hann hafði lokið við kaffið og ég fann það á mér að það lá illa á honum. Mér leiddist alltaf, ef mamma gerði honum eitthvað á móti skapi því hann var okkur svo góður. Samt vildi ég að við hefðum aldrei þurft að fara hingað. Dagurinn leið eins og aðrir dag- ar, allt gekk sinn vanagang eins og klukkan á veggnum sem tifaði alltaf og sló á vissum tímum. Ragn- ar vann það, sem gera þurfti úti gaf okkur síðan að borða og við hjálpuðumst að við að þvo upp eftir matinn. Ég háttaði Bróa og settist síðan við gluggann til að sjá, þegar mamma kæmi. Það var björt nótt og nú var náttfall á nýslegnu tún- inu sem var gulleitt ofan við rót- ina en grænni blettirnir, sem slegn- ir höfðu verið fyrst. Ragnar var úti. Niður árinnar heyrðist í kyrrðinni og mér fannst viðkunnanleg öll þessi hljóð næturinnar sem bárust að utan og mér voru orðin kunn og geðþekk. Klukkan var orðin tvö þegar mamma loks kom gangandi neðan túnið. Hún gerði slóð í döggina, hlykkjótta slóð og ég var viss um að hún væri blaut í fæturna. Hún kom inn og fór í inniskóna og spurði eftir Ragnari. „Ég veit ekki hvar hann er", sagði ég og mig langaði til að særa hana eins og hún hafði sært okkur. Hún sagði ekkert, fór að- eins fram í eldhúsið og fékk sér að borða. Svo fórum við í rúmið, hvor í sínu herbergi og biðum báðar eftir því að heyra Ragnar koma. Hann kom ekki. Ég heyrði í trakt- ornum í fjarska og vissi þá að hann var að slá engjablettinn neð- an við veginn. Svo var sumarið allt í einu búið og regn haustsins lamdi gluggana. Veiðimennirnir voru farnir úr kof- anum og mamma var aftur orðin eirðarlaus sem fyrr. Ég vissi vel, að að því kæmi að hún færi í bæ- inn og nú var ég viss um að Ragn- ar færi ekki til að sækja hana aft- ur. Hann var breyttur og talaði ekki við mömmu nema hann þyrfti þess; samt þótti honum vænt um hana sem fyrr, ég sá það á svip hans þegar hann horfði á hana og augum hans. Svo fór hún nokkrum sinnum í bæinn með áætlunarbílnum á morgnana og kom alltaf aftur á kvöldin og ég var hætt að hafa áhyggjur af því, að hún myndi yfirgefa okkur og Ragnar virtist líka ánægðari en fyrr. Þá var það að Rúnar kom í fal- lega bílnum einn gráan haustdag. Hann spurði mömmu hvort hún ætl- aði ekki að bjóða sér inn og ég heyrði að hún sagði, að Ragnár væri ekki heima. „Þeim mun betra", sagði hann og tróð sér framhjá henni í dyrun- um; „Ég ætla að tala við þig". Ég var á vakki framan við dyrnar og heyrði, að hann var að spyrja VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.