Vikan - 25.03.1965, Qupperneq 48
Sunfíesh
APPELSÍN
SÍTRÖN
LIME
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
Stwjfesk
Hvinur t,stráum | lljg
Framhald af bls. 45.
stór og falleg lítil stúlka. Guð-
mar hafði ekki látið mikið fyrir
sér fara eftir að hann kom á fæt-
ur en tveir vinnumannanna
höfðu borið hann upp i Suður-
húsið og lagt hann þar i auða
rúmið og þar hafði hann svo sof-
ið fram yfir hádegi þegar hann
staulaðist niður og fékk sér væn-
an kaffisopa en fór svo með stóra
ausu út i læk og drakk þar marg-
ar ausur af köldu vatni. Svo fór
hann inn og settist á rúm i Mið-
húsinu og beið eftir þvi að lækn-
irinn og yfirsetukonan færu út
úr Norðurhúsinu og þá flýtti
hann sér inn til frú Jónhildar
konu sinnar sem lá i rúminu
undir austari súðinni mið litla
kollinn sér við brjóst. Þegar
hann kom inn lokaði hún augun-
um og lézt ekki sjá hann en hann
horfði á barnið og hana og þegar
hún opnaði ekki augun hélt hann
að hún svæfi og laumaðist fram
aftur og ofan í búr þar sem yfir-
setukonan og læknirinn sátu og
drukku ilmandi kaffi. Guðmar
á Bakka sneri sér að læknin-
um og spurði: er ekki allt í lagi
þarna uppi í Norðurhúsinu?“
„Jú, sagði læknirinn. „Það er
allt i lagi með þær báðar tvær
en það var ekki yður að þakka
sem voruð að þvælast um draug-
fullur meðan konan yðar bíður í
barnsnauð. Réttast hefði verið
að ég hefði skilið yður eftir þar
sem þér voruð undir kvið á
hrossinu með lappirnar i istöð-
unum.“
„Jamm rétt er nú það,“ sagði
Guðmar og fékk sér vatn að
drekka úr fötunni. „Er annars
allt svona mannheilt i hérað-
inu?“
„Þessi maður er flón,“ sagði
læknirinn við yfirsetukonuna.
„Ég tala ekki meira við hann.
Þér skuluð fara að eins og ég
hef sagt og svo kem ég aftur eftir
þrjá daga.“ Svo snaraðist hann
snúðugt fram úr búrinu.
„Ósköp var að heyra þetta Guð-
mar hvernig þú lézt lækninn eiga
i basli með þig i nótt,“ sagði
yfirsetukonan um leið og hún
renndi rjúkandi kaffinu aftur í
bollann sinn.
„Og það hefur hver sinn Djöf-
ul að draga, sagði Guðmar og
fékk sér í nefið. Ég var annars
að heyra það að hann Hallur
þinn væri að verða heylaus. Það
verður ekki gott að segja hvern-
ig þetta fer.“
„Óskapar moðhaus er þetta á
þér maður að geta verið að tala
um heyið núna,“ sagði yfirsetu-
konan og rixaði dreissug fram
úr búrinu en Guðmar fékk sér
meira vatn úr fötunni.
Hafi hún frú Jónhildur verið
fálát við bónda sinn áður var
það hátíð hjá því hvað hún var
snefsin og afundin við hann þeg-
ar barnið kom í heiminn og þó
var þetta allra fallegasta hnáta
með brúnt hár sem var svolítið
skrýtið af því hún frú Jónhild-
ur var alveg ljóshærð en hann
Guðmar hárauðhærður. Þegar
hún frú Torfhildur var að hafa
orð á þessu við hann Guðmar
inni í Suðurhúsinu eitt kvöldið
svaraði Guðmar: „Og er það kyn
að barnið likist afa sinum eða
var ekki hann Sveinn á Skarði
svona jarpur um hausinn áð-
ur en hann varð sköllóttur?“
„Ég bara skal nú segja þér
það Guðmar minn að ég hef aldr-
ei vitað hann Svein á Skarði
taka ofan prjónakolluna svo min
vegna getur hann hafa verið
sköllóttur alla ævina en það er
skrýtið að ekkert af krökkunum
hans skuli þá hafa fengið svona
brúnan haus.“
„Og það þarf sosurn ekki að
vera furða,“ sagði Guðmar. „Hún
Snúinhyrna átti nú flekkóttan
hrút i fyrra og það undan hvit-
um lirút og ég vissi ekki annað
en allt væri hvitt þangað til ég
mundi eftir þvi að hrúturinn
sem hrúturinn var undan sem
hrúturinn okkar núna var und-
an var hvíti ómerkingurinn sem
ég keypti i réttunum haustið
sem liann pabbi gamli sálugi
hlúnkaðist ofan af honum Grána
og ég veit ekki um hvaðan þessi
ómerkingur var skroppinn."
Og svo mátti hann til að fá
sér aftur i bollann af því hann
var óvanur að halda svona láng-
ar ræður og svo var þetta svo
dæmalaust gott kaffi bara úr
baunum og ekkert export.
Svo var það einn daginn um
sumarið að Guðmar ætlaði að
skreppa inn og fá sér neðan í
kaffibolla úr þvi hann átti leið
um hlaðið en þegar hann kom
að búrdyrunum heyrði hann að
það var gestur hjá frú Jónhildi
og sagði: „Það er eitthvað talið
skrýtið með barnið sem hún
var að eiga hún Sigga litla okkar
hérna frá Skálum sem giftist
honum Gúðmúnd i búðinni i
kaupstaðnum hérna á útmánuð-
um í vetur. Nú er hún orðin
léttari eftir bara fimm mánuði
svo það hefur verið eitthvað
gaman hjá þeim Gúðmúnd um
réttarleytið he he. Og stráknóran
er þá svona skelfilega rauður um
kollinn og Gúðmúnd segir að það
sé þá bara helber óþverralýgi
sem fólkið sagði um hana ömmu
hans að hún væri ekki rétt feðr^
uð því sá sem var skrifaður fað-
ir hennar var svona líka þetta
litla rauðhærður en fólkið pískr-
aði að sá rétti hefði ekki verið
neinn annar en hann Björn okk-
ar hérna í Hlið, sjálfur hrepp-
stjórinn sem einu sinni var. En
nú kemur þessi drenghnokki og
rekur lýgina ofan í fólk. Já, þvi
segi ég það maður ætti aldrei
að segja neitt sem maður er ekki
alveg viss um blessuð mín,“
sagði Einar í Nesi og saug upp
i nefið.
Guðmar flýtti sér aftur út og
hætti alveg við að fá sér kaffi-
sopa núna hann laugaði ekki til
að hitta Einar i Nesi.
5. KAFLI.
Dregur til tíðinda á
Bakka
Þegar hann var kominn upp
í Norðurhúsið um kvöldið og
var að hátta. sig sagði frú Jón-
hildur. „Það er merkilegt hvað
illt er i ætt allra gjarnast að nú
skuli hún Sigga vinkona okkar
frá Skálum vera búin að eignast
rauðhærðan strák og það er
ekkert rauðhært nema langafi
hans Gúðmúnds.“
„Ojá það er eins og mórauði
kollurinn á henni Sveinbjörgu
okkar,“ sagði hann þvi litla telp-
an hafði verið látin heita Svein-
björg i höfuðin á móðurforeldr-
um sinum sem hétu Sveinn og
Björg.
„Ég vænti þú hafir ekki farið
fram að Skálum einhverntímann
i haust eftir að við vorum trú-
lofuð,“ sagði frú Jónhildur og
reyndi að vera létt i máli. „Þú
lézt ekki svolítið með hana Siggu
hér í eina tíð?‘
„Og ég man ekki betur en
þú hafir setið fyrir aftan mig
þegar ég kom siðast heim frá
Skálum,“ sagði Guðmar og nugg-
aði bakinu upp að dyrastafnum
til þess að lækna kláðann milli
herðablaðanna.
„Já ég þarf að heimsækja hana
Siggu mína og sjá krakkan
hennar hún á það skilið af mér,“
sagði frú Jónhildur og lét ekki á
neinu bera. „Það er bezt að ég
geri það um leið og ég fer til
læknisins núna á fimmtudaginn
til að láta skoða mig.“
„Ég fer nú að halda að sá
maður aflagi fleira en hann
læknar. Nú er konukindin hans
dauð og siðan hann komst í
þig hefurðu einlægt verið eitt-
hvað kraunk. Maður skyldi ekki
halda að það væri einfalt mál að
eiga börn heldur eitthvað ný-
móðins sem er búið að finna
upp. En þetta sjálfsagt strekkir
eitthvað á,“ bætti hann svo við
þegar hann sá svipinn á konu
sinni en hún var deirrauð af
skapvonzku.
„Ætli ykkur karltuskunum
yrði ekki eitthvað fyrir því lika
og mér finndist þú bara meiga
þakka fyrir að einhver læknir
skuli vera nærtækur til að laga
konukindina sem þú hefur fært
alla úr lagi. Það er eftir ykkur
karlmönnunum að vera svona
kvikindislegir."
„Og ég er svo sem ekkert kvik-
indislegur held ég,“ sagði Guð-
mar hógværlega. „Það er bara
það að læknirinn hefur ekki að
kalla komið hingað á Bakka fyrr
en núna i vor að heita má að
hann hafi verið hér á næstum
hverjum degi og þetta er úr-
dragssamt i meðölum og svo
VIKAN 12. tbL