Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 6
/ ULTRfl+LfiiSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJÚK AUGNAHAR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Ailt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*X*ASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er íyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. alltaf þaS hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: Kynnið yður hinar vinsælu Brother saumavélar Verð kr. 4.890.00 og kr. 6.012.00. Baldur Jónsson s.f. Hverfisgötu 37. — Slmi 18994. Brother saumavélar Það sem áður er komið: Skipið TJALDANE, eign SBM skipafélagsins, kemur í höfn í Sebang. Um borð eru þau Myn- heer van Halden, forstjóri skipa- félagsins og aðaleigandi hlutafé- lagsins sem rekur gúmmíplant- ekruna á eynni, dóttir hans Josephine, einn eftirlitsmann- anna á plantekrunni, Andy, leigudansmærin Pat, sem Andy fann á dansstað í Port Said, og skipslæknirinn dr. Maverick. Pat er ástfangin af Andy, en Andy og Josephine (Jeff) hneigja hugi saman en Andy vill ekki leggja það á Jeff að hún setjist að á út- úrboru á borð við þessa litlu eyju, en plantekran á Andy all- an — svo þau verða að skilja, þegar skipið fer aftur frá eynni þá sömu nótt. Meðan skipið stendur við, fara farþegarnir í land, nema ein hjón ... Ritters- hjónin. Rittershjónin voru tilbúin að fara í land eins og þau voru í hverri höfn. Og í hverri höfn neituðu yfirvöldin þeim um land- gönguleyfi og héldu þeim föng- um í þessu skipi, sem þau voru farin að hata. — Jæja, þið eruð tilbúin að fara, sagði frú Gould og öskraði á þau eins og þau væru heyrnar- laus. Frú Ritter brosti dapurlega og herra Ritter hneigði sig í lend- unum og kyssti harða, vinnulúna hönd frú Gould. — Við ætlum að spyrja skipstjórann, sagði hann á þýzkublandinni ensku, og hafði nærri notað allan orðaforða sinn á því máli. Frú Gould klapp- aði einnig á hans öxl. Hún vissi af reynslu, að þetta róaði bæði skepnur og fólk, þegar allt ann- að brást. — Það er skömm, að ég skuli ekki kunna þýzku, sagði hún góðlátlega. — í Utah kenna þeir manni japönsku og kín- verzku og öll önnur heiðin tungu- mál, en ég hef einhvernveginn misst af þýzkutímunum. — Við ætlum að spyrja skip- stjórann, endurtók herra Ritter skilningssljór, og frú Gould hróp- aði, að hún óskaði að þeim yrði leyft að fara í land að þessu sinni. Brookhuis skipstjóri var kom- inn niður á þilfar, til þess að taka á móti embættismönnum hafnarinnar. Hann þurrkaði svit- ann af enni sér, og það leyndi sér ekki, að honum leið ekki vel. Hann átti að sjá um að ekki fréttist um Mynheer Van Halden, hinn veikbyggða eiganda S.B.M. skipafélagsins, og þessi ábyrgð fannst honum jafn þung og ó- bærileg og hvítur fíll. Hann heilsaði köllum með handabandi, en gaut um leið hornauga til æðsta yfirmanns síns, sem virt- ist hafa gaman að ábyrgðartil- finningu skipstjórans. Anders Andersson mundi ekki eftir Pat Houston, fyrr en hún hallaði sér upp að borðstokkn- um við hliðina á honum. fast við olnboga hans. Þrátt fyrir, að hún stóð þarna við hliðina á honum í mannfjöldanum, var hún eins og smáeyja í miðju reginhafi ein- manaleikans. Hún brosti við hon- um og lét skína í allar tennurn- ar, eins og henni hafði verið kennt að brosa í þúsund við- bjóðslegum og lélegum sýning- aratriðum. — Afsakaðu, aðeins, sagði Anders við Jeff Halden. —- Ég þarf að kveðja ungfrú Houston. Jeff vissi, að hann hafði verið ungfrú Houston samskipa frá g VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.