Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 5
leyti finnst mér óviðkunnanlegt
að segja börnunum, að þau fari
bara beint í gröfina, ef þau deyi.
Hvort er rétt?
Með kærri kveðju og fyrirfram
þakklæti,
Fjóla.
Grunur þinn er á rökum reist-
ur, Fjóla. Það er ekki einungis
óviðkunnanlegt að segja börnum
að þau fari bara beint í gröfina
og þar með punktur og basta,
heldur beinlínis hættulegt fyrir
andlega lieilsu þeirra. Það er
sama hvort þú trúir sjálf eða
ekki, þú mátt ekki svipta þau
barnatrúnni. Hvort hún er blekk-
ing eða ekki, skiptir ekki máli,
hún er nauðsyn. Yinkona þin er
grunnhyggin í meira lagi. Það
gerist aldrei neitt slíkt, að barna-
trúin hrynji eins og spilaborg
og eftir standi unglingurinn ráð-
þrota með tilgangsleysi lifsins
eitt uppá vasann. Aðrar trúar-
skoðanir kunna að leysa barna-
trúnna af hólmi, en það gerist
á löngum tíma jafnframt aldri
og þroska og þá er barniö komið
yfir það viðkvæma skeið, þegar
þvi er beinlínis nauðsyn að hafa
fullvissu um guð og himnariki.
Kenndu barninu þinu að biðja
bænirnar sinar og segöu því sög-
ur af Jesúbarninu eins og góð
ar mæður liafa gert í ótaldar kyn-
slóðir.
HVERS Á ÉG AÐ GJALDA?
Kæri Póstur!
Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt
að lesa og skrifa skammabréf,
en nú get ég ekki orða bund-
izt.
Um daginn fór ég inn í sjopp-
una í... og keypti mér kók
og sígarettu, eins og ég hef oft
gert þarna áður. Þegar ég hef
nýkveikt í rettunni, fræðir af-
greiðslustúlkan mig á því að það
megi ekki reykja þarna. Ég tek
það fram að u.þ.b. tíu krakkar
á aldri við mig, 16 ára, reyktu
þarna). Ég hélt áfram með síga-
rettuna, hélt að frökenin væri
að gera að gamni sínu. Þá vippaði
kerlingarboran sér fram, fyrir
borð, og sagði að annað hvort
dræpi ég í sígarettunni eða færi
út. Ég tók auðvitað seinni kost-
inn. Nú spyr ég: Er leyfilegt að
selja sígarettur í lausu, stilla
öskubökkum um allt, og banna
manni svo að reykja. Ég veit um
marga sem hafa svipaða sögu að
segja af þessari búllu. Yarla býzt
afgreiðslustúlkan við því að aldr-
að fólk hangi þarna við reyk-
ingar.
Ein spæld.
Hvenær ætlið þið að láta hann
Baltasar teikna John Lennon,
George Harrison og Paul Mac-
artney á forsíðuna?
Sú sama.
Þar sem þú nefnir ekki hvar
þetta er, þá er erfitt fyrir Yik-
una að spyrjast fyrir. Líkiegasta
skýringin er sú, að sjoppufólkið
kæri sig ekki um að hafa sex-
tán ára unglinga reykjandi þar
inni, enda þótt það láti ekki hjá
líða að selja þeim stakar siga-
rettur. Bezt væri ef það vildi
taka fyrir hvorttveggja.
Og hvað siðari spurningunni
viðvíkur, þá þykir okkur alveg
nóg að hafa birt forsíðumynd af
Ringó.
ÞAÐ Á AÐ NEYÐA HANA í HERINN.
Póstinum hefur borizt bréf frá
örvæntingarfullri, ungri stúlku, í
kaupstað úti á landi, sem segir
sínar farir ekki sléttar. Hún spyr,
hvort hægt sé að neyða sig 15
ára gamla stúlku, til að ganga í
sértrúarflokk. Foreldrarnir eru
í Hjálpræðishernum þar í pláss-
inu og nú stendur til að stúlkan
verði sett í Herinn og það er á
bréfinu að skilja, að hún eigi að
vinna þar einhver ósköp kaup-
laust. Hún spyr, hvort hún geti
leitað tii hins opinbera í þessu
máli og hvort hún geti þá ekki
kvatt kóng og prest, þegar hún
verður 16 ára. Hana dreymir um
að verða flugfreyja og fara i
skóla, en nú stendur til að láta
hana þess í stað feta hinn þrönga,
en dyggðum prýdda stíg Hjálp-
ræðishersins.
Vikan sneri sér til Dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins með úr-
skurð í þessu máli. Ráðuncytið
taldi, að jafnvcl þótt stúlkan
hefði ekki náð 16 ára aldri, hefðu
foreidrarnir ekki vald til að
beita siíkum þvingunum. Ef þeir
hinsvegar væru á annarri skoðun,
þá getur stúlkan snúið sér til
yfirvalda þar á staðnum og þau
mundu koma í veg fyrir, að þess-
ari þvingunarráðstöfun yrði
framfylgt.
JANUS
HELANCA
STRETSCH-
BUXUR
HÝJASTA
TÍZKA
Framleiðandi:
L. H. MULLER - FATAGERÐ
Langholtsveg 82.
fillskonar
Karlmanna-
fatnaður
EINUNGIS
ÚRVALSVÖRUR.
Vesturveri og Lækjartorgi.
VIKAN 17. tbl. g