Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 48
SunfiesK
APPELSÍN
SÍTRÖN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
Helgi P. Briem
Framhald af bls. 8.
sem ég trúði ekki á sjálfur, svo
við höfum vist báðir verið jafn
undarlegir. í háttum út af þessu
öllu saman.
Mánuði eftir að þetta gerðist
í fyrsta sinn, vorum við aftur
komin lieim. Ég hafði mikið að
gera og leiddi ekki hugann að
neinu þessu lútandi, fyrr en um
kvöldið að ég settist við skrif-
borðið mitt, að því slær niður
i huga minn, að það sé fimmtu-
dagskvöld. Og í sama bili hefj-
ast þessir kippir i handleggn-
um og ég fer að skrifa af krafti.
Og þá segir hann: — I am so
glad, so glad, so glad! Hann var
svo æstur, að hann ruglaði stöf-
um, en í sama bili hringdi sím-
inn á skrifborðinu hjá mér — og
ég hef aldrei síðan skrifað ó-
sjálfráða skrift! Og hafði ekki
gert áður.
Skrifað til skólastúlkna
Framhald af bls. 47.
segja að hver lína væri lesin í
einu og þó öllu heldur að orð-
in séu út af íyrir sig ekki til í
lestri, heldur aðeins efnið. Það
er ekki gott að skýra þetta, en
reynið að finna út úr því, ef þið
komizt að þeirri niðurstöðu, að
lestrarhraði ykkar sé ekki nægi-
legur, en hann á að vera miklu
hraðari en þegar lesið er upphátt.
Við námslestur er mikilvægt að
geta greint aðalatriði frá auka-
atriðum og má þjálfa sig nokk-
uð í því með því að undirstrika
lykilorð og áríðandi setningar,
sömuleiðis með því að merkja
greinar og setningar eftir mikil-
vægi þeirra t.d. með A, B, C
o.s.frv. eða númera þær og fá
þannig glögga yfirsýn hvað
mestu máli skiptir. Líka má
skrifa niður aðalatriðin og ekki
er síður árangursríkt að kynna
sér meira um efnið, svo að betri
yfirsýn fáist. Oft er gott að end-
ursegja upphátt eitthvað af því,
sem lesið hefur verið og reyna
þá að raða efninu og draga það
saman. Þetta verður ekki síður
mikilvægt, þegar út í lífið er
komið. Nútíinirm krefst þess, að
fólk fylgist með ólíkustu efnum,
en það er ekki hægt ef lesa ætti
hvert orð, sem fyrir augun ber.
Þá þarf að læra að renna augun-
um yfir efnið og lesa aðeins það
sem athygli er vert. Það fólk,
sem kvartar yfir því, að það hafi
aldrei tíma til að lesa neitt —
ekki einu sinni blöðin, kann ekki
að lesa á þann hátt, sem hraði
nútímans krefst —- kann ekki að
velja og hafna og verður því fá-
frótt á almennan mælikvarða.
Viðvikjandi getunni að skrifa
má endurtaka margt af því, sem
sagt var hér að framan um mál
og lestur, sem sagt vita hvað er
7 daga
lagningarvökvinn
er nú kominn aftur
í sérverzlanir.
Hið margeftirsótta
STRAUP
heimapermanent
fyrirl iggjandi.
Nýtt De Luxe-hárlakk
með Luxe-ilmgæðum
framar öllu.
STRAUB
er merkið
Heildsölubirg'ðir:
Davíð S. Jénssoo & (o. b.f
Sími 24333.
upphaf, endir og þungamiðja
hvers máls og geta raðað efn-
inu í huga sér. Reyndar eru ótrú-
lega margir unglingar seinskrif-
andi og háir það þeim oft á
prófi. Ef vel ætti að vera, ætti
skriftin út af fyrir sig ekki að
valda erfiðleikum, það mætti
kannski taka svo til orða, að hug-
urinn ætti að bera pennann
áfram, en ekki handaflið. Það er
ekki hægt að læra að skrifa á
ný á stuttum tíma, til þess þarf
námskeið, og lítið þýðir að æfa
sig í hraða, ef staða handarinn-
ar og beiting pennans er röng.
En getið þið þá reiknað? Þar
þarf hugur og hönd að fylgjast
að. Það dugar ekki að hafa vitað
að á blaðinu stóð talan 3, en
skrifa svo 8 í ógáti. Það þýðir
heldur ekki að reyna endalaust
við dæmi, sem þið skiljið ekki.
Betra er að reyna að fletta upp
í gömlum reikningsbókum og sjá
hvernig svipuð dæmi hafa verið
reiknuð áður. Reyndar gildir það
sama um lestur margra annarra
námsgreina, gamlar stílabækur
geta verið lærdómsríkar. Það er
t.d. ágætt ef tíminn er naumur
við upplestur, að athuga allar
villurnar, sem gerðar hafa verið
um veturinn. Við sum reiknings-
dæmi er heppilegt að fara yfir
þau „afturábak" — byrja á end-
inum og halda fram úr, en það
fer auðvitað eftir því hvers eðlis
dæmin eru.
Svo er það að hlusta og taka
eftir. Þar gildir líka hæfnin við
að greina sundur aðalatriði og
aukaatriði, svipað og við lestur.
Langbeztur árangur næst, ef nem-
andinn þekkir efnið fyrirfram
og veit hverju hann er í raun-
inni 1 að hlusta eftir. f kennslu-
stundum getur það munað miklu,
að hafa lesið fyirr fram en
ekki aðeins þann litla kafla, sem
settur var fyrir. Þá þekkir nem-
andinn alltaf efnið, sem talað
er um og getur lagt á minnið þau
atriði, sem hann græðir eitthvað
á.
En ekki hefur enn verið
minnzt á eitt veigamesta atrið-
ið við nám, en það er minnið.
Hafið þið heyrnar-minni, sjón-
minni eða rökrétt minni? Flest-
ir hafa allt þetta, auðvitað, en
sum okkar einhver þessi ein-
kenni í óvenju rikum mæli. Mun-
ið þið nákvæmlega hvar á blað-
síðunni eitthvað stóð, eða heyr-
ið þið orðin aftur í huga ykkar
eins og vefið væri að sleppa orð-
inu? Eða getið þið rakið ykkur
fram að því, sem þið þurfið að
muna, með því að raða saman
þeim staðreyndum, sem fyrir
eru? Það getur auðveldað námið
mikið, að vita hvar maður stend-
ur í þeim efnum.
Staðfesta er nauðsynl4g við
allt nám, ekki sízt þegar til bess
kemur að neita að hitta kunn-
ingjana. Þar með er ekki sagt, að
það eigi að útiloka sig frá fé-
lagsskap jafnaldanna, aðeins að
VIKAN H. tbl.