Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 41
1 gleði. En hann leitaði beint til | Jeff með óbrigðulli ratyísi karl- dýrs í leit að maka sínum. — Jeff, heyrðirðu þetta! Við eigum eftir heila nótt! Þetta er eins og úr ævintýrum H. C. And- ersens. Ég sá þjóninn með bíl- inn minn niðri á hafnarbakkan- um, svo að ef þú ert tilbúin, getum við f arið undir eins.... Hann snöggþagnaði, þegar hann tók eftir svipnum á Jeff og föður hennar. Hann mundi aldrei eftir þessum hæverska, gamla manni, og það hvarflaði aldrei að honum, að hann gæti lagt stein í götu þeirra. — Ég vona, Halden, að þér haf- ið ekkert á móti því, að ég fari með Jeff í ökuferð, sagði hann « kurteislega. — Ég var sjálfur að reyna að mæla mér mót við þessa ungu stúlku, sagði Halden hikandi. — En mér skilst að hún afgreiði pantanir í þeirri röð, sem þær berast, og að þér hafið orðið á undan. Ég þarf hvort sem er að hitta nokkra gamla kunningja. Ég sting upp á því að við hitt- umst klukkan níu — mundi það henta yður? Eigum við þá að hittast við portúgölsku bryggj- una, rétt hjá gömlu fallbyssunni. Ef ég man rétt, var það afskap- lega vinsæll staður, og mörgum plantekrustarfsmönnunum hefur fundizt viðeigandi að eiga þar rómantíska fundi. Samþykkt? Jæja þá, au revoir — eða eins og þeir segja hérna: Slamat djal- an. Þetta var í fyrsta sinni, sem Anders heyrði þennan gamla mann segja svona mörg orð, og andlit hans stirðnaði af undrun. Það var einmitt það, sem Halden vonaðist til, og hann endurgalt undrunarsvip Anders með góð- látlegu brosi. Jeff leit frá einum á annan og rak upp hlátur. Þetta var eins og sitja á fyrsta bekk og horfa á gamanleik. Slamat — Slamat tinggal svar- aði Anders ósjálfrátt, Jeff þreif í handlegg hans og dró hann burt. —• Ég vissi ekki, að faðir þinn skildi malajisku. Hverníg stend- ur á því, að hann þekkir þennan stað hérna svona vel? Hefur hann verið í Indíum áður? heyrði Halden hann hvísla, um leið og þau héldu í átt að landganginum. Hann horfði á eftir þeim bros- andi, en þrýsti hendinni að hjartastað, eins og hann var van- ur. Þegar þau komu að land- ganginum, snérist Jeff allt í einu á hæl, yfirgaf Anderson og hélt til föður síns. — Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir, elsku pabbi, hvíslaði hún. Og sér til undrunar fann Halden koss á kinn sér, léttan eins og fiðrildisvæng. Atlot voru sjald- gæf milli þeirra feðgininna, og hann tók þennan koss sem ótví- rætt virðingarmerki. — Hvað ætlarðu að gera með- an við erúm í burtu, spurði hún. — Þú ert of forvitin, sagði hann. — Það hlýtur að vera ætt- gegnt, svaraði hún, og var þar með þotin. Halden fylgdi þess- um tveim hávöxnu ungmennum með augunum niður landgang- inn og í gegnum þvöguna á hafn- arbakkanum. Nú gengu þau með- fram verzlunum hinna innfæddu, sem stilltu vörum sínum á kassa og sýndu þær í daufu skini lítilla gaslampa. Nú var þeim heilsað á malaiskan hátt, af litlum dreng í hvítum klæðum. Eitt andartak í viðbót gnæfði blái túrbaninn hennar Jeff upp úr þvögunni, en síðan hvarf hún inn í þrönga götu, sem — minntist Halden skyndilega um leið og flóð gam- alla, ljúfsárra minninga skall yf- ir hann — lá í áttina að fiski- höfn hinna innfæddu. — Myndarlegur strákur, var sagt við hlið hans. — Hvað? Hver? spurði Halden Vandengraf, sem allt í einu hafði holdgazt við hlið honum. — Ungfrú Pat Houston var rétt í þessu að segja mér, að Anders Anderson væri myndar- legur strákur, sagði huglesarinn. — Það getur verið, að þú sam- þykkir það ekki, en ég geri það. Halden fannst þetta ekki svars virði. — Hvað gengur á þarna niðri, spurði hann þess í stað. — Hversvegna setja þeir ekki kúlíana í land? — Það er mér sérstakur heið- ur, að þú skulir snúa þér til mín til þess að fá upplýsingar, sagði Vandengraf og hneigði sig hæðnislega. — En það stendur þannig á, að vörubílarnir frá plantekrunni urðu fyrir töfum. Þú virðist hafa gleymt hinu þunna blóði, lága blóðþrýstingi og þar af leiðandi seinagangi hitabeltisins. Pan, Pan, rólega, er kjörorð þeirra. Vörubílarnir komast hingaS, ef guðirnir vilja. Á meðan hefur Grader næði til þess að framkvæma læknisskoð- un sína. Maverick fylkti kúlíunum upp á neðra þilfarinu og smalaði þeim fram hjá Grader, sem var fulltrúi stjórnarinnar. Hann skoðaði þá alla til málamynda, taldi æða- slög þeirra og rannsakaði hvít- una í augunum á þeim og leyfði þeim svo að fara. Tveir Hollend- ingar voru komnir frá Lombok til þess að taka á móti kúlíunum, en þeir forðuðu sér frá stybbunni af líkömum þessa óttaslegna fólks, svefnmottum og farangri, nestiskörfum og kjúklingabúrum. Hollendingarnir settust að uppi á þilfari með nokkrar bjórflösk- ur, meðan hinir fjórir kínversku mandoers eða verkstjórar, sem fylgdu Hollendingunum skipu- lögðu landgöngu kúlíanna. Kín- verjarnir og Fong ræddust stutt- lega við á kínversku, sem engir aðrir skildu, og síðan voru kúlí- arnir reknir frá borði með hróp- NILFISK verndargólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburSa teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvcl þykkustu gólf- teppi fullkomlega, þ.e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öSrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt i teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- uiiiini, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins. meS rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. ASrir NILFISK kostir: * Stillanlegt sogafl * Hljóður gangur * Tvöfalt fleiri (10) og bctri sogstykki. áhaldahilla og hjólagrind með gúmmöijólum fylgja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. NILFISK bónvélar eins og NILFISK ryksugur: Afburdci verkfæri í sérflokki. * 100% hreinleg og auffveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum, tvo hreinlegustu ryk- geyma, sem þekkjast í ryksugum, málmfötu eða pappírspoka. * Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaSar hér- lendis jafn lengi og rafmagniS, og eru flestar i notkun enn, þótt ótrúlegt sé. * Fullkomna varahluta- og viS- gerðaþjónustu önnumst viS. * Hagstætt verS. * GéSir greiðsluskilmálar. * Sendum um allt land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar, frystikistur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld- húsviftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivindur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, ÚSarar, snúru- haldarar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauS- og áleggssneiS- arar — HraSsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, baSvogir o.fl. SÍMI 1-26-06 SUÐURGATA 10 REYKJAVÍK *SSm SvW-i O.KOI — Klippið hér Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, verð og greiösluskllmála) um: Nafn .. Heimiji Til FÖNIX s.f., Suðurgötu fb, Reykjairfk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.