Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 9
Árni
Tryggva-
son
leikari
Það var um páskana árið 1947,
að ég hugðist gista þrjár nætur
hjá skyldfólki minu i Reykjavik,
og þar fékk ég að lúra í harmo-
nikkubedda á miðju gólfi i stofu,
þar sem auk min sváfu þrjú
börn og gamall maður.
Ég kom þangað laugardaginn
fyrir páska og við fórum frem-
ur seint að hátta; klukkan var
rúmlega eitt um nóttina. Svo
finnst mér, að ég hafi rétt verið
búinn að festa blundinn, þegar
ég hrökk upp við það að í kring
um mig hófst þessi voðalegi
darradans, svo allt ætlaði um
koll að keyra. Iielzt fannst mér
þetta vera hörkuslagsmál, og
þetta barst allt í kring um bedd-
ann minn. Mér kom ekki blundur
á brá alla nóttina fyrir þessum
ósköpum fyrr en einhverntíma
milli fimm og sex um morgun-
inn, heldur lá þarna eins glað-
vakandi og nokkur maður get-
ur verið. Hin sváfu öll, en þó
fannst mér þau verða eitthvað
vör við þetta líka, því þau uml-
uðu og byltu sér í svefninum.
Um morguninn þorði ég ekki
að segja uokkrurn manni frá
þessu, þri ég bjóst við að verða
álitinn bilaður. Ég hugsaði með
mér, að þetta væri bara ein-
hver vitleysa, taugaslappleiki
eða eitthvað þess liáttar; maður
var oft þreytt.ur á þessum árum;
ég var tiltölulega nýbyrjoður að
leika og vann með því fulla
vinnu. Svo ég hristi þetta af
mér og reyndi að gleyma því.
En næstu nótt á eftir fór allt
á sömu léíð. Ég var varla fyrr
sofnaður en ég glaðvaknaði við
þessi læti og þau stóðu fram
nndir morgun.
En eftir þessa nótt fann ég,
að ég gat ekki sofið þarna inni
lengur, svo ég sagði við hús-
móðúrina, að liarna gæti ég
eki sofið: annað hvort væri ég
eitthvað bilaður siálfur eða eitt-
hvað væri bilað í krinffum mig,
þvi ég gæti ekki sofið i þessu
herbergi. Hún sagði að þetta
væri tóm vitleysa í mér, og
barna væri ekkert óhreint. svo
hún vissi tii að minnsta kosti.
Éit sagði að liað væri nú sama.
I þesu herberei svæfi és ekki.
Ef ég ælti að reyna að vera
eina nótt enn í þessu húsi,
yrði ég bá inni hjá þeim lijón-
unum. Oð það varð úr, að ég
dró beddrn minn inn i hjóna-
herbergið um kvöldið og þar
svaf ég um nóttina — eins og
steinn — og varð einskis var
framar í þessu húsi.
Nokkrum árum seinna, þegar
þegar hjónin voru fhitt, harst
þetta einhverntíma til tals, og þá
sagði konan, að hún hefði aldrei
kunnað við sig i því, aldrei
liðið vel þar.
Skýringu hef ég aldrei fcngið
á þessu fyrirbæri, og rétt er að
hafa það hugfast, að ég sá aldrei
néitt. Aðeins fann. Og þessu
fylgdi einhver ónotakennd, ein-
hver vanlíðan. Ég lief ekki kynnt
mér dulræn mál neitt sem heit-
ið getur, en mér er sagt, að
vondar hugsánir fólks geti orðið
staðbundnar og haft ill áhrif,
og það þurfi ekki til, að fólkið
sé dáið. En mörgum árum áður
en þetta var, bjuggu í þessari
íbúð hjón, sem misstu barn sitt
á vofeiflegan hátt. Og sagan
segir, að eftir það hafi þau ekki
setið á sárs höfði, því hann
kenndi henni um, að lnin hefði
ekki gætt barnsins nógu vel, og
í þessari stofu voru næstum
eilif slagsmál.
Hvort þessi hjón voru lifs eða
liðin, þegar gauragangurinn
hélt fyrir mér vöku á páskunum
1947, veit ég ckki, og það skipt-
ir ekki máli.
B|5m
Pálsson
alþingismaðut*
Það var eitt sinn á Hólum
að ég varð var við högg, sem
ég vissi ekki, hvernig stóð á.
Ég var þá 10 ára gamall. Við
vorum með borðdans. Við höfð-
um miðla þarna. Það var sér-
staklega ein stúlka. Hún féll í
trans og sagði okkur fyrir um
hluti, sem komu farm siðar.
Við sváfum fimm strákar i
herbergi uppi á efsta lofti, sem
hét Valhoíl. f hliðarherbergi þar
var fullt af húsgögnum. Stólar,
borð og fleira. Þegar kom fram
á veturinn fórum við að heyra
högg í hliðarherberginu. Við
athuguðum hvað eftir annað,
hvort þetta gæti ekki verið mað-
ur. Við gengum alveg úr slcugga
um, að svo var ekki. Það var
liljóðbært og ógerlegt að fara um
ganginn án þess að við yrðum
þess varir. Enda fórum við oft
þegar í stað, er höggin heyrð-
ust, en sáum aldrei neitt.
Svo var það nótt eina að sum-
ir okkar vöktu. Lítil högg heyrð-
ust öðru hvoru. Við ræddum um
hvað þetta gæti verið. Sigurður
frá Kimbastöðum í Skagafirði
svaf við þilið sem sneri að
ganginum og þeim megin við
dyrnar sem fjær var. Ilann vakn-
aði þegar við vorum að tala
um hvað þetta gæti verið og fór
að hlægja og skrikja að vitleys-
unni i okkur. Þá voru barin þrjú
stór högg í þilið við rúm hans,
miklu meri liögg en við höfðum
áður heyrt. Sigurður hætti að
hlæja og sagði: „Eitthvað er
þetta nú.“
í gegnum miðil var okkur
sagt, að þetta væri framliðinn
mnður, sem eltki liði vel.
Við vorum að fikta við að láta
borð svara okkur með höggum.
Einu sinni kom þar aö strákur,
sem ég vil ekki segja nafn á.
Hann studdi gómunum á borðið.
Sagði að þetta væri allt tóm lýgi
og vitleysa. Manaði" hann með
ljótum orðum þann sem í borð-
inu væri að sýna hvað hann
gæti. Drengurinn hætti að ráða
við handlegginn á sér en borð-
ið fór upp undir loft. Ég varð
að lialda við handlegginn á Iion-
um þar til spennan minkaði.
Oft dreymir mig fyrir því,
sem siðar kemur fram, en það tel
ég frekar hægt að slcilja og
skýra. Það eru tiltölulega fá ár
síðan mig fór að dreyma
drauma, sem ég mundi og rætt-
ust. Ég trúði ekki á drauma.
Hélt að þeir væru vitleysa. Mér
hafa verið sögð fyrir í draumi
úrslit allra þingkosninga sem ég
lief tekið þátt í. Ef það er eitt-
hvað, sem varðar mig miklu,
dreymir mig vanalega fyrir því.
Er oft sagt það með berum orð-
um. Ég man marga drauma en
vil ekki segja þá. Þctta verður að
nægja.