Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 19
,í skugga sprengjunnar". Þeir elztu, sem þátt tóku i þessari skoðanakönnun, eru fœddir um líkt leyti og Hiro- shima var jöfnuð við jörðu. Þessi kynslóð er alin upp við lýsingar á hugsanlegum af- leiðingum kjarnorkustriðs og það hefur eftir því sem út- lendir sálfræðingar segja, mótað að einhverju leyti lífsskoðanir ungmenna í ððr- um löndum. Annars er það ef til vill líkt um þessa kyn- slóð, sem alin er upp „i skugga sprengjunnar" eins og eitthvert atómskáld komst að orði, og ýmsar gengnar kyn- 1965 ur?". En stundum eru sjónarmiS- in vægast sagt dálítiS undarleg. Ein 17 ára og vafalaust mjög góð- hjörtuð stúlka úr Hagaskólanum segir: „Ég tel mjög líklegt að kjarnorkustríð skelli á og veitir ekki af, því heimurinn má ekki fyllast". „Það er ekki hægt að auka frjálsræðið". Þar sem ríkjandi skoðanir um uppeldismál hafa að sjálf- sögðu mætt á þessari upp- vaxandi kynslóð, þá var ekki úr vegi að kanna hvernig unglingarnir sjálfir litu á sitt eigið uppeldi. Oft hafa ýms- meíra og minna skilningsleysi milli foreldra og barna. Ekki fannst Agli á Borg ríkja mikill skilningur hjá föður sínum, þeg- ar hann fékk ekki að fara í veizl- una forðum". Það er gamla sagan, að foreldr- ar eru oft öllu hræddari um, að dætrunum verði frekar fótaskort- ur á lífsleiðinni en sonunum, er það samkvæmt mannlegu eðli, að stíft aðhald getur verið vafa- samt. Nítján vetra kennaraefni lítur svo á það: „Sumir foreldrar reyna eins og mögulegt er að halda börnum sínum — og eink- um dætrum — heima. Þetta er skiljanlegt en endar oftast illa #; A 30 SPURNINGUM UM ÞAU SJÁLF, ELDRI KYNSLÓÐINA, SKÖLANA, TRÚNA Á ALMÆTTIÐ, LAND, VAL, ÁFENGISMAL, PENINGAMAL OG SITTHVAÐ FLEIRA. SÍÐARI HLUTI BIRTIST í NÆSTA BLAÐI. möguleikar væru betri annars- staðar, en 6 gátu ekki gert sér grein fyrir því. Þá gætti meðal þeirra sumra svartsýni. Einn 19 vetra úr Kennaraskólanum segir: „Framtíðarmöguleikar virðast því miður fremur litlir og mér finnst skattbyrðir fólks óhugnan- lega miklar". „Ég tel gæði lands- ins ekki vera síðri en ýmissa annara, sem hafa komið sér bet- ur áfram", segir hinsvegar ann- ar 17 ára úr sama skóla og bætir við: „Hvergi vildi ég heldur búa nema þá helzt á Nýja Sjálandi". Annar tvítugur og svartsýnn verðandi kennari segir: „Fram- tíðarmöguleikarnir eru því mið- ur ekki út um allt, en nóg er af stoltinu". Sumir svara spurning- unni með tilliti til hættu af hugs- anlegri styrjöld. „Ég veit ekki hvort það væri betra að vera nokkursstaðar annarsstaSar ef til stríðs kæmi"; segir einn úr Haga- skóla. Og skólasystir hans, 17 ára segir: „Ég er ættjarðarvinur en hef ekki vit á því hvernig landið er statt, en ég held að það eigi mikla framtíðarmöguleika". Önn- ur á sama aldri og alveg viss um möguleikana „sökum þess að þjóðin er lítil og landiS og stórt". Aðrir sjá ókosti fólksfæðarinnár. Tvítugur Verzlunarskólamaður undirstrikar það sérstaklega, að við séum alltof fá og síðan bæt- ir hann við: „fjármálaöngþveit- iS setur auðvitað alltaf í mann ugg og stjórnmálaspilling sýnist mér vera á háu stigi". En samt sem áður: „Landið er fagurt og loftsagið er heilnæmt. Ég tel okk- ur hafa betri framtíðarmöguleika en flestar aðrar þjóðir". slóðir sem aldar voru upp í stöðugum ótta við nálægan heimsendi: óttinn verður hluti af hversdagsleikanum og hættir smám saman að vera óttalegur. Samt ber að viður- kenna hættuna og hina hugs- anlegu möguleika. Spurning okkar hljóðaði svo: Stendur þér stuggur af hugsan- legu kjarnorkustríði og telur þú líklegt, að það geti komið? 53% unglinganna viðurkenndu að þeim stæði vissulega stuggur af þessari hættu. Þriðjungur svar- aði því algerlega neitandi og nokkrir voru ekki vissir. Svo voru það líkurnar fyrir því að kjarnorkustríð dyndi yfir. Ná- kvæmlega fjórðungur taldi lík- legt, að einn góðan veðurdag mættum viS eiga von á kjarn- orkustyrjöld en þriðjungur taldi það af og frá að menn legðu nokkurn tíma út í svoleiðis ævin- týri. Sumir sögðust sem minnst vilja um þetta hugsa: „Ég hugsa aldrei um kjarnorkustríð því að mér finnst það of fjarlægt", seg- ir ein 17 ára úr Hagaskólanum. „Mér stendur mestur stuggur af gulu risunum", segir jafngamall Kennaraskólamaður. Sumir eru bjartsýnir á framgang hermál- anna: „Kjarnorkustríð mun án efa ekki verða. Þótt menn séu Rússar eða Kínverjar meta þeir tilgang lífsins meira en svo að þeir fari að útrýma öllu mann- kyninu", segir einn úr Mennta- skólanum, sem verður stúdent í vor. Og Verzlunarskólastúlka segist stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn og hugsa: „Af hverju er heimurinn svona vond- fr gegnir menn bent á það í ræðu og riti, að börn og unglingar búi við agaleysi og litið sem ekki neitt að- hald. Mundu nú ekki ungl- ingarnir sjálfir fagna þvílíku frelsi? Ekki eftir því sem fram kemur hér. Spurningin hljóðaði þannig: „Mundi aukiö' frjálsræði ungl- inga á þiuum aldri vera gott upp- eldisatriði, eða mundi það leiða til ills?" Niðurstaðan varð sú, að 40 af 60, sem svöruðu þessari spurn- ingu, voru á einu máli um það, að aukið frjálsræði mundi leiða til ills eins. 10% tóku svo djúpt í árinni að segja, að ekki sé hægt að auka við frjálsræði unglinga, því það sé algert. Aðeins 5 af 60 svöruðu því til, að þau teldu aukið frelsi g°tt uppeldisatriði og nokkrir voru óákveðnir. Það kemur skírt og greinilega í ljós, að mörg mundu beinlínis kjósa aukið aðhald á ýmsum sviðum, en þó benda þau á hætturnar samfara mikilli ögun: „Það má ekki banna okkur allt, því þá byrjum við að stelast út og fara á bak við foreldra okkar og byrj- um til dæmis aS reykja og drekka og kannski eitthvað enn- þá verra", segir 16 ára piltur úr verknáminu. Ein sem telur það haldbetra að hafa þó nokkuð frjálst, rökstyður það og segir: „Við eigum að fá að vera frjáls og geta treyst foreldrum okkar fyrir gleði okkar og sorgum og þá yrði okkur líka treyst". Einn verðandi uppalandi og kennara- efni lítur á málið með stóiskri ró: „Hefur ekki alla tíð ríkt ef of langt er gengið". „Góð heimili og skilningsríkir foreldr- ar eru bezta uppeldistækið og unglingarnir þurfa alltaf að- hald", segir 19 ára Kennaraskóla- stúlka. Of stíft taumhald kynni líka að gera blessaða unglingana að hálfgerðum heimalingum. Önnur jafn gömul Kennaraskóla- stúlka bendir á að „noti ungl- ingarnir frjálsræði sitt á skyn- samlegan hátt, mun það hafa mjög þroskandi og holl áhrif á hann og hann mundi verða á- kveðnari og stefnufastari en sá, sem alltaf hefur látið aðra ráða fyrir sig". Ein óvenju þroskuð Verzlunarskólastúlka, sem skrif- ar fallegri hönd en flestir hinna, svarar með annari spurningu: „Hvernig ættu unglingar í dag að geta öðlazt meira frjálsræði, án þess að það yrði til ills? Ungl- ingar á fslandi hafa flest, pen- inga, frjálsræði og ótakmarkað athafnafrelsi. Alltaf verSur að miða við hinn venjulega ungling, VIKAN 17. tW. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.