Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 7
Port Said til Singapore, en And- ers hafði ekki sagt henni frá öll- um smáatriðunum, til dæmis því, að hann hafði borgað fyrir hana farið, að hún hafði elt hann yfir á Tjaldane, og hvar hann kynnt- ist henni. Þessvegna var Jeff ekki afbrýðisamari út í Pat, en hver venjuleg, lagleg, ung stúlka er vegna annarar, laglegrar, ungrar stúlku. — Vertu ekki lengi, muldraði hún, ekki laus við ó- ánægju yfir því, að hann skyldi sóa þannig dýrmætri mínútu af tíma þeirra. Sæl, Pat, sagði Anders. -— Sæll, Andersson, sagði Pat. — Hvernig lýst þér á staðinn? spurði hann og velti því fyrir sér, hvað hann ætti að segja. Síð- an hann kynntist Jeff, hafði hann sleppt öllu sambandi við Pat. Nú skildi hann ekki, hvernig í ósköp- unum hann hefði nokkurn tíma geta haft nógu mikinn áhuga fyr- ir þessari stúlku, til þess að í- þyngja sjálfum sér með félags- skap hennar. — Mér virðist hann töluvert frábrugðinn, því sem þú sagðir mér, svaraði Pat, og reyndi ár- angurslaust að samræma þetta fjörlega, litríka og iðandi líf á hafnarbakkanum og myndina af sólheitri, svitastorkinni líflausri þreytu, sem hún hafði myndað sér af lýsingum Anders á lífinu á plantekrunni. — Mig langar að kveðja þig, Kisa, sagði Anders og rétti fram hönd sína. Allt í einu var hún kominn svo nærri honum, að augu hans urðu ógreinileg í aug- um hennar; hægra auga hans var örlítið minna en hið vinstra. — Það var gaman að kynnast þér. Ég vona, að þú komist heilu og höldnu heim til þín. — Þakka þér fyrir, Anders. Þú hefur hjálpað mér einstak- lega vel. — í Manilla ferðu yfir á Presi- dont Lincoln. Ég er búinn að panta fyrir þig farið, og Maveric lofaði að fylgja þér til skips og sjá um að vel færi um þig. Hann þekkir brytann. Lincoln er gott skip. Ég er viss um, að þér finnst gaman að ferðast með því. —- Áreiðanlega. — Get ég gert nokkuð fyrir þig, spurði hann. Ég meina. — Vantar þig peninga eða eitthvað svoleiðis. — Nei, þakka þér fyrir. — Þú myndir segja mér, ef svo væri? — Jú, Andeson, ég myndi segja þér það, en mér er einskis vant. — Jæja Kisa, vertu þá sæl. Gættu þín nú vel, vertu góða barnið og farðu varlega með vín, og skrifaðu mér, þegar þú kemst heim, svo ég hafi ekki áhyggjur af, að þú hafir týnzt á leiðinni. — Hafðu ekki áhyggjur. Pass- aðu heldur sjálfan þig í frum- skóginum. Malarían er landlæg hér. — Ég fæ hana ekki. Moskító- flugurnar vilja mig ekki. — Og mundu, hvað Lambton ofursti sagði, að gleyma því aldr- ei í hitabeltislöndunum, að vefja flanneldúk um magann á sér á næturnar. Henni var illt í munnvikunum af því að brosa svona lengi, og nú fann hún, sér til skelfingar, að þau voru farin að titra. Djöfull- inn sjálfur, hugsaði Pat. Það var fleira fólk á þilfarinu, en hún hafði nokkurn tíma séð um borð í Tjaldane, og hún gat ekki betur séð, en það væri allt saman að horfa á, hvernig hún færi að því að kveðja eina manninn sem hún hafði nokkru sinni elskað á allri sinni erilsömu ævi. Hún hélt titr- andi brosi sínu eina sekúndu í viðbót, eins og lyftingarmaður heldur á 300 punda þunga, þang- að til hann missir hann ofan á tærnar á sér. — Það var gaman að kynnast þér, reyndi hún að segja, og svo slöngvaði hún handleggjunum um háls Anders og kyssti hann heitt og innilega. Jeff komst ekki hjá því að sjá, hvað fram fór. Hún eldroðnaði og snéri sér undan. Við það stóð hún augliti til auglitis við föður sinn, sem brosti við henni, ekki laus við illgirni. — Brookhuis skipstjóri hefur pantað bíl fyrir okkur, sagði hann vingjarnlega. — Strax þeg- ar vegabréfin eru stimpluð, get- um við laumazt af stað. Jeff leit á föður sinn, eins og hún kæmi honum ekki fyrir sig. — Þú veizt, að ég ætla ekki að fara með þér, pabbi, sagði hún. — Mér datt í hug, að þá hefð- ir skipt um skoðun, sagði hann. —• Nei, það hef ég ekki. Og hversvegna ætti ég að hafa gert það? — Ef ekki af afbrýðisemi, þá af tillitsemi bæði við Anderson og mig. Hefur þér aldrei dottið í hug, að stúlka á borð við þessa Houston, muni hæfa Anderson miklu betur en þú? Ef þú býður plantekrustarfsmanni romm eða límonaði, hvort kýs hann frem- ur? Anderson er raunsæismaður. Gúmmírækt gerir mann að raun- sæismönnum -— og þú ert aðeins límonaði, mín litla meisje. Að líkindum væri miklu betra fyrir hann að eyða síðasta kvöldinu, áður en hann snýr aftur til plant- ekrunnar, í stuttu, spennandi, fullnægjandi ævintýri með ung- frú Houston, heldur en að horfa á tunglið með þér og fara með kvæði eftir Wordsworth eða Nic- olas Lyhne. — Þú ert ekkert skemmtileg- ur, þegar þú reynir að vera neyð- arlegur, vinur minn, sagði Jeff og augu hennar skutu gneistum. — Ég er ekki neyðarlegur. Ég er aðeins að reyna að forða þér frá þjáningu og vonbrigðum. Framhald á bls. 40. iiMMimilniiiii SEDRUS auglýsir Eins manns svefnsófi rne'ð bakpúðum, stækkanlegur í 185 cm. með ein- um púða — 205 cm. með tveirn púðum. Snyrtikommóður fyrir dömur með spegli og innbyggðu skrifborði. — Kommóður þriggja til sex skúffu, sófaborð, sjónvarpsborð, útvarps- borð og mikið úrval af stökum stólum. Athugið að flestar þær vörur sem við höfum fóst ekki annarsstaðar. Húsgagnaverzlunín Sedrus Hverfisgötu 50. — Sími 18830. Getum nú loksins útvegað hin margeftirspurðu sænsku tiöld FALUR H.F. Kópavogi — Sími 41430. VIKAN 17. tbl. y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.