Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 21
og svona hefði það verið í þeirra ungdæmi". Hagaskólapiltur 17 ára, vill ekki beinlínis kalla skoðanamismuninn þessu nafni: „Það er ekki gamaldags. Það lif- ir bara í sínum heimi og ég í mínum". Og annar Hagaskóla- piltur tekur málstað hinna full- orðnu: „Það erum við, sem stimplum þá eldri gamaldags af því við höfum ekki þolinmæði til að rökræða málin og taka for- tölum, sem oftast eru í beztu meiningu." Verknámspiltur, 16 ára, hefur af mikilli skarpskyggni skilgreint gagnrýnina á úngu kynslóðinni: „Þetta eilífa kjaftæði um spill- ingu æskunnar og unglinga á glapstigum, er auðvitað ekkert annað en löngun til að verða ungur aftur." Og væntanlega þá löngun til þess að komast á glap- stigu. Þeir sem farnir eru að nálg- ast tvítugsaldurinn, eru byrjað- ir að gera sér grein fyrir breyt- ingunni á viðhorfunum. „Líklega verður maður sjálfur við ná- kvæmlega sama heygarðshornið eftir nokkra áratugi", segir Verzl- unarskólastúlka og skólabróðir hennar bætir við: „Þegar ég verð gamall, ætla ég að predika fyrir barnabörnum mínum, að allt hafi verið yndislegt, þegar ég var ungur. Vöntun á eðlilegri útrás. Þeir sem tala hæst um spillingii æskunnar, benda jafnan á bítlaæðið svokallaða, sem fullgilda sönnun þess að unga fólkið sé raunverulega að fara i hundana. Ungling- ar á aldrinum 16—20 eru kannske ekki lengur þáttak- endur í óhljóðum og ólátum á bitlatónleikum, heldur vafa- laust fremur hin á aldrinum 12—16. En þau ættu samt að standa nógu nærri vandamál- inu, ef hægt er að kalla það því nafni, til þess að geta haft einhverjar skoðanir á orsökunum. Spurningin hljóðaði svo: Er bitlatízkan og bítilæðið tákn um: a) Þörf til að sleppa fram af sér beizlinu, b) múgsefjun, c) ófullnægða athafnaþörf, d) sjúkleika í þjóðfélaginu, e) ufirþyrmandi tónlistar- áhuga, f) eitlhvað annað, nefnið dæmi. Af þeim sextíu unglingum, sem svöruðu spurningunni, var 31 á þeirri skoðun, að þetta flokkaðist undir múgsefjun. 23 töldu það þörf til að sleppa fram af sér beizlinu. Flestir voru sem sagt á þeirri skoðun, að það væri ann- aðhvort þessara atriða eða hvort- tveggja, en nokkrir sögðu, að það væri jafnframt ófullnægð at- hafnaþörf (13) sjúkleiki í þjóðfé- laginu (6) yfirþyrmandi tónlist- aráhugi (4) og löngun til að apa eftir öðrum (5). Þau tala flest um bítlatízkuna í góðlátlegu gamni og gera grín að því fólki, sem fárist yfir þessu og tali um hana sem mjög alvar- legan hlut. Nítján ára gömul stúlka úr Verzlunarskólanum skilgreinir viðhorfið svona: „Skólinn er púkó, við viljum ekki kallast kúristar . og eigum engin heilbrigð hugðarefni. Þarna brýzt fram löngunin til að verða eitthvað, gera eitthvað, þó ekki sé nema til að vekja athygli á sér og ergja lýðinn." Borgarlæknir mældi hávaða á einum bítlatónleikum og komst að þeirri niðurstöðu, að mesti há- vaðinn gæti gert alla heyrnar- lausa á ótrúlega skömmum tíma. En ein sextán ára stúlka úr verk- náminu tekur ekki hávaðann nærri sér: „Ég slappa svo vel af með því að fara á bítlatónleika," „Tónlistin gerir hvern og einn alveg trylltan," segir sextán ára piltur úr verknáminu, „prófaðu bara sjáfur að fara á bítlatón- leika." „Maður mundi aldrei sleppa sér í stofunni heima hjá sér, svo þetta er ekkert annað en múgsefjun," segir sextán ára stúlka úr Hagaskólanum og bæt- ir við: „Þegar allir gera þetta, þá verð ég að gera það líka. En auðvitað finnst öllum betra að hlusta þegjandi og njóta þess sem fram fer." Ein árinu eldri úr sama skóla, segir að bítilæðið sé „þörf til að láta í ljós gleði sína og einskonar tryllingur. Mann vantar útrás". Einn verð- andi kennari, sem vafalaust verð- ur góður uppalandi lítur rólega á málið og mættu margir af hon- um læra: „Bítilæðið er að mínu áliti múgsefjun og kannske má segja að hún sé að einhverju leyti sjúkleg. En svona múgsefjun hef- ur átt sér stað frá alda öðli og er ekkert tímanna tákn." Er það úreít að hrífast? Einhvern veginn hefur mátt skilja það af ýmsu, að fátt væri eins hroðalega „ó- móðins" og að hrífast, eða að minnsta kosti að láta ekki nokkurn lifandi mann sjá merki um slíkar kenndir. Þetta á að vera vegna þess, að allir eru svo óskaplega lífsreyndir og sennilega þá um leið lifsþreyttir. Allir eru búnir að sjá allt, sem er ein- hvers virði. Þessi heimspeki mun eiga talsvert uppá pall- borðið í nágrannalöndum okkar og sérstaklega hefur ungu kynslóðinni verið kennt um að hafa tileinkað sér hana. En hún hefur ekki náð til ungu kynslóðarinnar hér á ísa köldu landi, ef marka má þessa skoðanakönnun. Unga fólkið kann að hrifast og því dettur ekki í hug að fara dult með hrifningu sína. Að þessu leyti er það víst mjög gamaldags. Spurningin, sem 60 unglingar svöruðu, hljóðaði svo: „Kemur það oft fyrir, að þú hrífist ákaf- lega af því sem þú heyrir eða sérð? Ferðu þá dult með hrifn- ingu þína og ef svo er, hvers- vegna þá? Niðurstaðan sýnir, að 55% hrífast mjög oft og 50% gera ekkert til að dylja hrifningu sína. 16 unglingar af 60 sögðust hríf- ast öðru hvoru og 11 sögðust stundum fara dult með hrifning- una, en það færi eftir því í hvers- konar félagsskap þau væru. 11 sögðust sjaldan hrífast, 2 sögð- ust alls ekki nokkurn tíma hríf- ast og 7 sögðiist alltaf fara dult með hrifningu sína. Mörg undirstrika það, að þau vilji eindregið fá einhvern eða einhverja til að hrífast með sér, en stundum er umhverfið þann- ig eða félagsskapurinn, að hætta er á, að hrifningin yrði ekki skil- in eða jafnvel gert grín að henni. Nítján ára Menntaskólanemandi segir: „Það kemur sjaldan fyrir að ég hrífist, því ég er ekki hrif- næmur. Ef það kemur fyrir, er mjög misjafnt, hversu dult ég fer með það. Stundum kemur engum það við". Nítján vetra karlmenni úr Kennaraskólanum segist reyna að stilla hughrif sín í kvikmyndahúsum, einkum þeg- ar sorgleg atriði eru í enda mynd- arinnar: „Ég hef engan áhuga á því að koma grátandi út", seg- ir hann. Og annar fremur dulur Menntaskólanemi, 21 árs, segir: „Ég dyl oft hrifningu mína vegna þess að það er lenzka að vera töff og sá sem er töff er ekki til- finningasamur. Sjálfsagt er þetta vegna þess að ég óttast að vera misskilinn". Aðeins örfáir kann- ast ekki við, að þeir hrífist nokk- urntíma: „Ég hef sjaldan eða aldrei hrifizt neitt af neinu. En ég held að ég færi ekki dult með það, ef það kæmi fyrir", segir sextán ára stúlka úr verknáminu. Skólabróðir hennar og jafnaldri hrífst sjaldan „nema þá helzt af kvenmanni og þá er ég ekkert að auglýsa það". í sama streng tekur 17 ára stúlka úr Hagaskóla: „Ég fer yfirleitt ekki dult með hrifningu mína nema það sé hitt kynið". Þriðjungurinn er aldrei ein- mana. Við lifum á öld einmana leikans eftir því sem sumir þjóðfélagsfræðingar segja og einmanaleiki nútímans er fylgifiskur vaxandi bargar- menningar og þeirrar stað- reyndar, að fjölskyldubönd og heimilislíf gegna minna hlutverki i lífi hvers manns en áður var. Sérstaklega er það viðurkennd staðreynd, að fólk er oft mjóg einmana í borgum: „The\ tonely crowd". Barþjónn i New York sagði nýlega í blaða- viðtali: „Það hefur orðið sú breyting á gestunum hér í seinni tið, að það er eins og allir séu aleinir í heiminum. Menn stara tómu augnaráði hver fram hjá öðrum og eng- inn segir orð." Kannske erum við ekki komin svona langt í menningunni. Að minnsta kosti segist þriðjungur unglinganna alls ekki þekkja þá tilfinningu að vera einmana, hvorki í fjölmenni né einir sér. Annar þriðjungur segir hinsveg- ar, að það komi fyrir, en sjald- an. Fjórtán segjast oft einmitt vera einmana í fjölmenni, sér- staklega ef þeir falli ekki inní félagsskapinn. En enginn kvart- ar yfir verulegum óþægindum af einmanakenndinni. „Ég hef ekkert af einmanakenndinni að segja, en hinsvegar finnst mér oft ágætt að vera einn", segir 16 ára piltur úr Verknáminu. Feimnin er alþekkt vandamál á þessum aldri og þeir fullorðnu fara raunar ekki varhluta af henni heldur. En það er oft feimnin, sem veldur einmana- kenndinni í fjölmenni. Sextán ára stúlka úr verknáminu segir: VIKAN 17. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.