Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 24
Ungir menn á uppleið I GLIT | hópi hinna yngri listamanna okkar eru mjög fáir, sem algerlega hafa gengið listagyðjunni á hönd, heldur stunda þeir einhverja atvinnu hálfan eða allan daginn til þess að geta séð fyrir fjölskyldum sín- um eða lifað lífinu samkvæmt þeim kröfum, sem flestir gera nú á tímum. Hringur Jóhannesson, listmálari, er einn af þeim. Vikan hitti hann að máli þar sem hann sat við að skreyta skálar og vasa á vinnustofu Glits. Þær skreytingar eru talsvert ólíkar venjulegri málara- list því litirnir gerbreytast við brennsluna. Hann sagði: — Það er alltaf spennandi að sjá, hvernig liturinn er, þegar hann kemur úr ofninum. Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt. — Er þetta gott starf fyrir listmálara? — Það er betra en margt annað. Hér er um að ræða listræna sköpun. — ÞaS hafa verið myndskreyttir vasar eftir þig með VIÐTAL VIÐ HRINC JÓHANNSSON mótívum úr fornsögum. Ég man til dæmis ef tir viðureign Grettis og Gláms. — Já, bæði það og eins þjóðsagna- myndum. Núna höfum við meira farið út í aðra sálma. Það er notað mulið hraun saman við leirinn svo áferðin verður miklu grófari og þá skreyti ég í samræmi við það. En í þessu tilfelli verður skreytingin háðari efnisáferð- inni. — Og svo málarðu eftir vinnu og í frístundum yfirleitt. —Já, og kenni teikningu við Mynd- listarskólann í Ásmundarsal. — Er það þar sem maður borgar 25 krónur í hvert sinn og fær tilsögn í teikningu, án þess að vera innritaður. — Það er í hraðteikningu. Ég kenni hins vegar við kvölddeildir og þar eru fastir nemendur. — Hefurðu mikið fengizt við kennslu? — Ég kenndi við Handíðaskólann áður. Þar var ég reyndar nemandi sjálfur í þrjá vetur, en svo varð fimm ára hlé á öllum myndlistariðkunum vegna þess að það hljóp í mig einhver leiði í bili. Svo sótti ég í mig veðrið að nýju, þegar ég byrjaði að kenna og æfði mig reyndar sjálfur í teikningu því mér fannst það viðkunnan- legra að ég gæti eitthvað meira en nem- endurnir. — Sumir halda að það sé hættulegt fyrir myndlistarmenn að kenna. Framhald á bls. 40. lOO myndavélar lOO vinningar f nýrri vepölaunagefpaun, sem hefst í næsta blaoi Vikunnar. Fylgizt með ffrá byrjun

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.