Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 50
"N Wellaform hárkrem heldur hárinu þétt og vel, og gef- ur b>ví ferskan og mjúkan blæ. Ákjósanlegt fyrir hverskyns hárlagningu. Engin feiti. Klístrar ekki. Mjög drjúgt. Wella fyrir alla fjölskylduna. HALLDÓR JÓNSSON H.F. Heildverzlun Hafnarstraeti 18 - Símar 23995 og 12586 Lambakjöt á nýjan hátt Þar sem lambakjöt er nœstum 0ina kjöttegundin, sem notuð er aö nokkru ráói hér á landi, þætti kannski einhverjum gaman aö fá uppskriftir aö dálítiö nýstárlegum réttum úr því og frábrugSnum þvi, sem venjulegast er hér. INDVERSKT LAMBAKARRY % kg. beínlaust lambakjöt, í% matsk. smjör eða smjörlíki, 1 sax- aöur laukur, % matsk. karry (indverskt), vatn eða vatn með súputening, 1 matsk. tómatpurré, 2 hvítlauksbitar, timian, 1 lár- viðarlauf, salt, hrísgrjón, arrowroot-mjöl eða maizena- eða kartöflu- mjöl. Skerið kjötið í fremur stóra Vita og brúnið það í vel heitu smjöri, bætið söxuðum lauknum í og stráið karrýi út á og haldið áfram að steikja við heldur lægri hita. Hellið svo vatninu eöa soðinu yfir, þannig að það rétt fljóti yfir. Bætið tómatmaukinu í og hvítlauknum svolitlu timian og lárviðarlaufinu og látið þetta malla þar til kjötið er meyrt. Hrærið mjöliö út meö köldu vatni og jafnið upp sósuna. Kryddið meira ef með þarf. Laussoðin hrísgrjón borin með. TYRKNESKIR KÁLBÖGGLAR IjOO gr. hakkað lambakjöt, ekki of magurt, 1 soðin, mörð kartafía, 1 egg 3 matsk. rjómi, 2 matsk. vatn, 1 matsk. fínsaxaður laukur, 1 tsk. piparmyntulauf, 1 tsk. rosmarin, salt, hvítur pipar, 1 'hvít- kálshöfuð, ca. 1 kg. 1 súputeningur, kúmen. S matsk. smjör eða smjörlíki til að steikja úr og kínversk soya og tomatpurré til að pensla með. 3 %—4 dl. kálsoö, 1 dl. rjómi, % matsk. hveiti. Blanáið saman farsinu Ckjötinu, kartóflunni, egginu, vatninu, rjóm- aw,um lauknum og kryddinu) og vandið ykkur með kryddið. Farsið má eki vera of þykkt, bætið meira vatni í ef með þarf. Leggið kál- höfuðið l sjóðandi vatn og þar í súputeninginn og dálítið kúmen og sjóðið í 8—10 min. Losið þá blöðin varlega af og setjið 2 matsk. af kínversku soyunni og tomatmaukinu. Hellið heitu kálsoðinu yfir, trépinnum. Brúnið smjörið á pönnu og setjið bögglana með sam- skeytín niður á pönnuna og brúnið. Penslið þá að ofan með blöndu af kínversku soyunni og tomatmaukinu. Hellið. heitu kálsoðinu yfir, setjið lok á pönnuna og látið bógglana sjóða við lágan hita ca. JfO min- Takið þá svo upp úr og jafnið soðið upp með hveitinu og rjóm- anum. Bógglarnir settir á volgt fat og svolítilli chilisósu hellt yfir. Nýsteiktu káli er raðað í kring og persilju stráð yfir. Soðnar kart- öflur bornar með og rjómasósan. HVlTLAUKSSTEIK 2 kg. læri, hvítlauksbitar til að „spekka" með. 1 hvítlauksbiti vel sax- aður, salt, hvitur pipar og paprika til að nudda kjötið með. 1 % matsk. smjör til að steikja ur og \—5 dl. kjötsoð (gjarnan af ten'ingum) til að ausa með. Stingið hvítlauknum inn með beininu og nuddið kjötið upp úr blöndunni af söxuðum hvítlauk og kryddinu og smjörinu og steikið i ofni. Hellið soðinu yfir og ausið því öðru hverju yfir steikina meðan hún fullsteikist. Soðið borið fram með kjötinu, brúnaðar kartöfl- ur, steiktir t&matar og hrátt sálat. GRILLSTEIKTIR BITAR Á fjóra teina þarf: 300 gr. lambakjöt, skorið í teninga. Sósu úr: 1 matsk. matarolía, saft úr einni sítrónu, salt, pipar, paprika, lauk- sneiðar, 2 lárviðarblöð. Með á teininum fer: 1 tómat skorinn l bita, 8 sneiðar bacon, rúllað saman, nokkrir stórir sveppir, 1 græn paprika, skorin í bita. Með þessu eru höfð hrísgrjón: 2 dl. hrísgrjón, 2 matsk. saxaður laukur, 2 matsk. smjör eða olía, lf dl. kjötsoð (úr teningum), salt, pipar. Hrærið saman ölíuna, sítrónusafann og kryddið og leggið kjötbit- ana þar og þekið með lauksneiðum og lárviðarlaufum. Látið liggja í ca. 4 klukkutíma. Steikið á teini og leggið ofan á heit hrísgrjón, sem eru gerð þannig: Bræðið smjór í potti með þykkum botni og látið laukinn og hrisgrjónin malla í því, þar til hrísgrjónin eru farin að hvítna. HelliO þá kjötsoðinu yfir, saltið og stráið pipar á. Látið suð- una koma upp, en þá er þétt lok sett á pottinn og soðið í 18 min. við mjög Utinn hita. Ef vill má bragðbæta hrisgrjónin með 1 matsk. tómatpurré og 2 matsk. rifnum osti. 50 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.