Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 16
FRAMHAIDS SAGAEFTIR IANFLEMING Elj^KARÉTTUR Á ÍSLANDI: VIKAf^ pensilinn aftur í naglalakksglasið ó borðinu við hliðina. Nokkra þuml-' unga fyrir framan augu hennar var sterklegur siónauki ó þrífæti og nið- ur úr sjónaukanum hékk hljóðnemi, en úr honum lógu vírar í kassa, sem var ó stærð við ferðagrammó- fón, undir borðinu. Fró kassanum lágu aðrar leiðslur að gljáfægðu innanhússloftnet á hliðarborði uppi við vegginn. Buxurnar strengdust um hana, þegar hún hallaði sér aftur áfram og beindi augunum að sjónaukan- um. — Dró drottningu og kóng. Flef- ur fengið kanöstu í droftningum. Getur gert aðra með kóngum ef hann notar jóker. Kastar sjöi. FHún slökkti á hljóðnemanum. Meðan hún horfði og talaði, gekk Bond hljóðlega yfir gólfið þar til hann var beint fyrir aftan hana. Þar var stóll. Hann steig varlega upp á hann og bað þess, að það brakaði ekki í honum. Nú var hann kominn nógu hátt til að ná öllu í eina mynd. Hann lagði augað að leitaranum. Já, það var í beinni röð, höfuð stúlkunnar, útlínur sjón- aukans, hljóðneminn, og tuttugu — Ég ætla ekkert að gera hér. Það getur verið, að ég stríði Gold- finger lítið eitt. Vertu nú góða stúlkan og færðu þig og leyfðu mér að sjá. Hann settist í sæti stúlkunnar og leit í sjónaukann. Spilið hélt áfram eins og venjulega. Goldfinger lét ekki á sér sjá nein merki þess, að sambandið hefði rofnað. — Verður hann áhyggjufullur ef hann fær engar fréttir? Heldurðu að hann hætti að spila? Hún sagði 'hikandi: — Það hefur komið fyrir áður, þegar öryggi hef- ur bilað eða eitthvað svoleiðis. Hann bíður bara eftir því, að ég komi því í lag aftur. Bond brosti við henni: — Jæja, við skulum steikja hann svolítið. Fáðu þér sígarettu og slappaðu af. Hann rétti fram pakka af Chester- field sígarettum. Hún þáði. — Þar að auki er kominn tími til að þú lakkir neglurnar á hægri hendinni. Dauft bros færðist um varir hennar. — Hve lengi varstu búinn að vera þarna? Mér dauðbrá. — Það var ekki lengi, en mér Nýir lesendur geta byrjað hér: Bond var staddur á Miami, á leið heim eftir að hafa lokið heldur hvimleiðu starfi vestan hafs við að uppræta eiturlyfjahring, sem teygt hafði klær sínar til Englands. Flug- vél hans frá Miami til New York seinkar um hálfan sólahring, og þá gefur sig á tal við hann maður að nafni Du Pont, sem hafði setið við hlið hans er hann sprengdi spila- víti í Frakklandi, og býður honum að kosta dvöl hans í Miami. Bond tekur boðinu og þegar þeir eru setztir við borð í veitingahúsi, seg- ir Du Pont honum frá því, að hann hafi á viku tapað 25 þúsund doll- urum í tveggja manna canasta — á dularfullan hátt. Það verður úr, að Bond tekur að sér að koma upp um spilasvindl Goldfingers, en sér þegar í stað að hann notar engar venjulegar aðferðir. En þegar hon- um verður Ijóst að Goldfinger snýr alltaf að hótelinu, leggur hann sam- an tvo og tvo og fær út fjóra. Þegar lyftan var farin upp aftur gekk hann að stiganum og gekk rólega upp á aðra hæð. Innrétting ánnarrai- hæðar var nákvæmlega eins og á tólftu hæð. (búð 200 var þar sem hann hafði gert ráð fyrir henni. Þarna var engan að sjá. Hann tók upp allsherjarlykilinn og Jg VIKAN 17. tbl, opnaði dyrnar hljóðlaust og lokaði þeim á eftir sér. I litlu forstofunni héngu regnkápa, Ijós kamelullar- frakki og fölgrár, linur hattur á snaga. Bond tók öruggu taki um myndavélina í hægri hendi, hélt henni fast upp að andlitinu og reyndi varlega á dyrnar á setu- stofunni. Þær voru ekki læstar. Bond opnaði þær ofurvarlega. Jafnvel áður en hann sá það sem hann bjóst við að sjá, heyrði hann röddina. Það var lág, aðlað- andi stúlkurödd; ensk rödd. Hún sagði: — Dró fimm og fjarka, hef- ur fengið heila kanöstu í fimmum og tveimur tvistum, ætlar að kasta fjarka. Hefur þar að auki tvennd af kóngum, gosum, níum og sjöum. Bond renndi sér inn í herbergið. Stúlkan sat á tveimur sessum upp á borði, sem hafði verið dregið næstum upp að opnum svalardyr- unum. Hún þurfti á sessunum að halda til að vera nægilega hátt. Það var nú eins heitt og það gat orðið þennan daginn, og hún var allsnakin nema hvað hún var í svörtum brjóstahaldara og litlum, svörtum silkibuxum. Hún sveiflaði fótunum eins og henni leiddist. Hún hafði rétt lokið við að lakka neglurnar á vinstri hendi. Nú teygði hún úr hendinni framfyrir sig til að athuga árangurinn. Hún rétti hægri höndina til hliðar og setti metrum framar, mennirnir tveir við borðið og spil Du Ponts fyrir fram- an hann. Bond sá hvaða spil voru rauð og hvaða spil voru svört. Hann smellti af. Stúlkan rak upp lágt óp. Hún sneri sér snöggt við. Bond steig niður af stólnum. — Góðan dag. — Hver ert þú? Hvað vilt þú? Stúlkan greip um munninn. Augu hennar æptu á hann. — Ég hef fengið það, sem ég vildi. Hafðu ekki áhyggjur. Það er allt búið. Ég heiti Bond. James Bond. Bond lagði myndavélina varlega frá sér á stólinn og gekk inn í ilm- hring stúlkunnar. Hún var mjög fögur. Hún hafði Ijósguliið hár. Það féll í þykkum bylgjum niður um axlir hennar, síðara en tízkan sam- þykkti. Augu hennar voru djúpblá og fóru vel við örlítið sólbrennt hörundið, munnur hennar var frekjulegur og örlátur og myndi verða fallegur í brosi. Hún stóð upp og tók höndina frá munninum. Hún var há, sennilega 175—178, og fætur hennar og hand- leggir voru sterklegir, eins og hún væri sundkona. Brjóst hennar þrýst- ust út í svart silki brjóstahaldar- ans. Nokkur hluti óttans var horfinn úr augum hennar. Hún sagði lágri röddú: — Hvað ætlarðu að gera? þykir leitt að ég skyldi gera þér bilt við. En Goldfinger hefur verið að gera vesalings Du Pont lífið leitt í heila viku. — Já, sagði hún og dró það við sig. — Ég býst við að þetta sé frem- ur kvikindislegt, en er hann ekki ógurlega ríkur? — Þú skalt ekki hafa miklar áhyggjur af Du Pont, en það gæti verið, að Goldfinger veldi einhvern, sem ekki hefur efni á því, og hann er margmilljóneri sjálfur. Hvers- vegna er hann að þessu? Hann getur ekki snúið sér við fyrir pen- ingum. Það færðist líf í andlit hennar. — Ég skil það bara alls ekki. Þetta er einskonar brjálæði hjá honum að græða peninga. Hann getur ekki látið það ógert. Ég hef spurt hann hversvegna það sé, og allt sem hann segir er það, að það sé brjál- æði að græða ekki peninga, þegar tækifæri gefst. Og hann er alltaf að gera það sama, að finna sér tækifæri. Þegar hann talaði við mig um að gera þetta, hún veifaði með sígarettunni í áttina að sjónaukan- um — og ég spurði hann hvers- vegna í ósköpunum hann væri að þessu, tæki þessa heimskulegu á- hættu, svaraði hann bara: Það er lexía númer tvö. Þegar tækifæri gefst ekki, verður maður að búa sér það til.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.