Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 46
Þreyla'f^ ffram að hádegi Þær, sem sitja við vél- ritun allan morguninn, þreytast oft í hand- leggjum og öxlum. Hér verða sýndar tvær æf- ingar, sem hægt er að framkvæma á hverri skrifstofu. Eftir klukku- tíma vinnu er gott að standa þráðbein upp við vegg, með þyngstu skjalamöppuna á höfð- inu. Brátt slakast á vöðvunum aftan á hálsi og þreytutilfinningin hverfur. Eftir klukku- tíma í viðbót er ágætt að þrýsta báðum hönd- um flötum að vegg, þar til finnst 'hvernig vöðv- ar í handleggjum slaka smám saman á. Þetta má svo auðvitað endur- taka, þegar líður á dag- inn. Oft er erfitt að einbeita sér að námi, ekki sízt á vorin, en þá fer það venjulega saman, sem ekki á vel saman: upplestur og próf og hinsvegar sólskin og fyrstu freistandi vordagarnir. Þá þarf á öllu að halda, sem getur auð- veldað námið og skerpt einbeitnina, og skulum við athuga hér nokkur at- riði. Það getur svo sem verið ágætt, að láta mömmu færa sér alls konar góð- gæti og það er gott að hafa ró og næði, og sjálfsagt er að gera heimilisfólkinu það ljóst, að ekki er hasgt að ætlast til þess, að þið hlaupið út í búð í miðju reikningsdæmi, en þar með er ekki sagt að námið sé tryggt. Það er hægt að sitja við lestur án þess að læra neitt. Betra er að klæða sig og snyrta áð- ur en byrjað er að lesa en ekki hanga ógreidd í slopp allan daginn, og sjálf- sagt er að reyna að hafa vissan stað til lestrar, með öllu sem á þarf að halda í kringum sig, því að það líkist meira því, að verið sé að fara á vinnustað, og auðveldara er að koma sér að lestr- inum á þann hátt. Ágætt er að ætla sér vissan tíma til lesturs og vissan tíma til hvíldar, en betra er að hafa tímann stuttan og ein- beita sér því betur að lestrinum. Ungl- ingar þreytast oft fljótt, en þó ekki sé nema tíu mínútna einbeiting er hægt að læra ótrúlega mikið á þeim tíma og miklu meira en þegar þreytan sækir á. Stopp-úr, eða hvað ég nú ætti að kalla það — það er klukka, sem mælir stuttan tíma í einu og hringir, þegar komið er að þeim tíma, sem stillt er á — er alveg fyrirtak, því að þá þarf nemandinn ekki að tefja sig á því að líta á klukkuna, til að sjá hvað tíman- um líður. Líka má nota þannig klukku til þess að mæla frítímana, svo að hægt sé að vera alveg áhyggjulaus meðan hvílzt er. Þið þurfið að átta ykkur á, hvaða tími hentar ykkur bezt til náms. Sum- ir eru morgun-manneskjur, en aðrir eru aldrei betur upplagðir en á kvöld- in. Það er um að gera að nota þá tíma, sem þið eruð bezt fyrirkallaðar á, þótt þeir stangist á við alla venjulega fóta- ferð eða háttatíma. Það þarf aðeins að gæta þess, að hafa nægan svefn. Sumir þurfa oft að borða og hress- ast ótrúlega mikið við smábita eða te- sopa, en aðrir verða latir og værukær- ir af mat. Auðvitað þurfa allir að fá næga næringu, en þessu má haga mis- jafnlega. Venjulega þarf að fara yfir mikið efni á stuttum tíma í upplestrarfríi og þess vegna ástæða til að hinkra við og athuga náms-aðferðina. Hentar ykk- ur e.t.v. betur að lesa allt lauslega yf- ir fyrst, átta ykkur á samhenginu, en fara svo nákvæmar í einstaka kafla á eftir? Eða verðið þið að lesa gaum- gæfilega hvert einasta orð? En þá er- VIKAN 17. tl>I.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.