Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 17
— Jæja, hann er heppinn að ég er ekki fró Miami lögreglunni. Stúlkan yppti öxlum: — Og það myndi ekki hafa skipt hann miklu. Hann hefði bara keypt þig. Hann getur keypt alla. Enginn getur stað- izt gull. — Hvað áttu við? Hún sagði kæruleysislega: — Hann er alltaf með milljón dollara virði af gulli með sér, nema rétt á meðan hann fer í gegnum tollinn. Þá ber hann aðeins belti fullt af gullpeningum um sig miðjan. Ann- ars er gullið í þynnum í botninum og hliðunum á töskunum hans. í raun og veru eru þær gulltöskur fóðraðar með leðri. —■ Þær hljóta að vera um tonn á þyngd. — Hann ferðast alltaf í bíl með styrktri fjöðrun. Og bílstjórinn er risastór. Hann ber þær. Enginn annar snertir þær. — Hversvegna ber hann með sér allt þetta gull? — Bara ef hann kynni að þurfa á því að halda. Hann veit að fyrir gull getur hann keypt allt sem hann vill. Þetta er allt saman tuttugu og fjögurra karata gull og þar að auki elskar hann gull, elskar það á sama hátt og sumt fólk elskar gimsteina, frímerki eða — hún brost — eða konur. Bond brost aftur: — Elskar hann bíg? Hún roðnaði og sagði móðguð: — Auðvitað ekki. Svo sagði hún heldur rórri: — Auðvitað máttu hugsa hvað sem þú vilt, en hann gerir það ekki. Það er að segja, ég held að hann vilji, að fólk haldi, að við séum — að ég sé — að þetta sé spurning um ást og allt það. Þú veizt hvernig það er. Hann er alls ekki aðlaðandi, og ég býzt við, að þetta sé pjatt eða eitthvað svo- leiðis. — Já ég skil. Svo þú ert nokk- urskonar einkaritari? — Félagi, leiðrétti hún hann. — Eg þarf ekki að vélrita neitt. Svo greip hún aftur um munninn. — Eg ætti ekki að vera að segja þér allt þetta! Þú segir honum það ekki, er það? Hann myndi reka mig. Ottinn kom fram í augu hennar. — Eða eitthvað. Eg get ómögulega vit- að hvað hann myndi gera. Hann Goldfinger sagði: - Þeir eiga sér máltæki í Chicago: Einu sinni er hending, tvisvar er tilviljun, í þriðja skipti er það af óvina- völdum. v________________________y Z' Þessi bók er algjörlega hug- verk. Svo vitað sé er engin líking milli neins sem hún segir frá, at- vika eða persóna, og atvika, sem raunverulega hafa^ gerzt eða persóna sem raunverulega eru á lífi. Sé slík líking til, er það gjörsamlega af tilviljun. Ian Fleming V._______________________/ er maður, sem gæti gert hvað sem væri. — Auðvitað skal ég ekki segja honum það, en þetta getur ekki ver- ið skemmtileg ævi hjá þér. Hvers- vegna ertu að þessu? Hún svaraði fýlulega: — Hundr- að pund á viku, og allt þetta — hún sveiflaði hendinni í kringum sig, — sprettur ekki á trjánum. Ég er að safna. Þegar ég hef safnað nógu miklu, ætla ég að fara. Bond velti því fyrir sér, hvort Goldfinger myndi leyfa henni það. Myndi hún ekki vita of mik- ið? Hann leit á fallegt andlit henn- ar, á Ijómandi, óþvingaðan líkam- ann. Það gat verið, að hana grun- aði ekki, en hann þorði að leggja aleigu sína að veði fyrir því, að hún var í miklum vanda stödd gagnvart þessum manni. Stúlkan varð flóttaleg. Svo sagði hún með vandræðalegum hlátri: — Ég er víst ekki sérlega siðsamlega klædd. Má ég ekki fara í eitthvað utanyfir mig? Bond var ekki viss um, að hann gæti treyst henni. Það var ekki hann, sem borgaði hundrað pund á viku. Hann sagði kæruleysislega: — Þú lítur prýðilega út. Ekki síður stðsamleg en þetta fólk umhverfis sundlaugina. Og nú, sagði hann og teygði úr sér, — er þar að auki tími köminn til að fara að kynda undir herra Goldfinger. Hann hafði fylgzt með leiknum endrum og eins. Allt virtist fara eðlilega fram. Bond hallaði sér aft- ur að sjónaukanum. Nú þegar virt- Franihald á bls. 31.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.