Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 23
öðru hvoru og þá gjarna eins og þau segja „með öðru eyranu" eða „maður heyrir þetta í svefnrof- unum á sunnudögum". 10 hlusta aldrei nokkurn tíma á messur og afgangurinn örsjaldan. Sum fara bara á stórhátíðum „til að geðj- ast foreldrunum" eins og þau segja. Annars viðurkenna mörg, að kirkjan hafi átt einhver ítök í þeim um fermingu og rétt á eftir: „þá fór ég oft í kirkju en síðan ekki söguna meir". Prest- arnir halda víst, að maður þurfi ekki meir á þeim að halda og sleppa að manni beizlinu. Nei, prestar þurfa að hafa meira sam- band við fermingarbörn eftir að þau hafa fermzt". segir stúlka úr Hagaskólanum. f gamla daga voru kirkjuferðir minnisstæðir atburðir, en það er ekki dæma- laust, að þær geti verið það enn: „Ég fór þrisvar í kirkju í sumar af því við urðum að fara, en í síðasta skiptið stálumst við í sjoppu á leiðinni til að kaupa okkur ís í staðinn fyrir að fara í kirkjuna og ég hef aldrei farið í skemmtUegri kirkjuferð", segir 17 ára Hagaskólastúlka. Jafn gömul skólasystir hennar hefur reglu á hlutunum: „Ég fer einu sinni í kirkju á ári, þ.e. kl. 6 á mér mikið af því, sem þar er sagt. Þó mér þyki það fallegt og hugnæmt sem prestar mæla, þá verkar það á mig sem það sé ætíð sami söngurinn upp aftur og aftur". En söngurinn og kirkjutónlistin nær betur eyrum þeirra. Verzlunarskólastúlka seg- ir svo: „Ég er ekki mjög áfjáð í að heyra orð prestsins, heldur er helgin yfir söngnum og hljóm- urinn mér kær". Ennþá hefur boðskapurinn áhrif. Hefur boðskapur kirkjunn- ar haft áhrif á þig og hefur það komið fyrir, að ræða prestanna hafi snortið þig eða vakið til umhugsunar? Þannig hljóðaði ein spurning- in og niðurstaðan er fremur athijglisverð. Nærri helmingur, eða 28 af 60 segja, að boðskapur kirkj- unnar hafi haft áhrif á sig, 6 tala um litil áhrif og á 11 hefur boðskapurinn alls eng- in áhrif haft. Afgangurinn er óákveðinn eða getur ekki gert sér grein fyrir málinu. Hinsvegar eru aðeins 11 af 60 sem nefna, að ræða hjá presti hafi einhverntima gamlárskvöld og þá græt ég yfir því að hafa ekkert nýtilegt gert á síðasta ári". Menntaskólapiltur, sem er víst alveg búinn að tapa barnatrúnni, segir: „Mér finnst kirkjulegar at- hafnir bara fyrir einfaldar sálir. Hinsvegar verð ég sjálfsagt jarð- aður með einni slíkri, þar sem ég mun ekki vera á því stigi máls- ins fær um að andmæla". Sum benda á, að það geti verið mjög róandi fyrir taugarnar að koma í kirkju, enda þótt það komist sjaldan í verk hjá þeim: „Ef mér líður illa, finnst mér gott og frið- þægilegt að hlýða á messu", seg- ir 1)7 ára Kennaraskólastúlka. Og 19 ára Verzlunarskólapiltur seg- ir: „Ég fer í kirkju á jólunum og hlusta oft á morgunbænina á morgnana og íhuga l}ana gjarna á leiðinni í skólann (ek í bíl). Ekki get ég sagt, að ég innræti snortið þau og vakið til um- hugsunar. Aðrir 11 tala um, að ræður hafi aldrei snortið þau, en hinsvegar vakið þau til umhugsunar um eitt eða annað. Og 11 kannast við, að þetta hafi ef til vill komið fyrir í eitt skipti eða svo. En 26 muna ekki eftir neinum áhrifum af ræðum prestanna. „Það er Kristnin sjálf, sem hef- ur haft áhrif á mig", segir 19 ára Verzlunarskólastúlka. Nokk- ur minnast á ræðu biskups á síð- ustu jólum: ,.Mér er hugstæð ræða Sigurbjörns Einarssonar í Dómkirkjunni á aðfaranótt jóla- dags. Hún hafði mikil áhrif á mig", segir stúlka úr Verzlunar- skólanum. En samt er hætt við því að maðurinn verði alltaf sam- ur við sig: „Innsta innræti manna er ekki hægt að breyta með einni hjartnæmri ræðu", segir 19 ára Menntaskólapiltur Og að lokum 17 ára stúlka úr Hágaskólanum. Hún gerir grein fyrir skoðunum sínum í fáum crðum og þær geta víst að mörgu leyti talizt einkennandi fyrir þessa kynslóð: „Ég fer aldrei í kirkju, en ég hef gert mér mínar hugmyndir um drottin. Ég bið ekki bænirnar mínar á hverju kvöldi, en ef ég er í vandræðum, geri ég það". Hugsjónastarf enn í góðu gildi. Stundum heyrir maður gert grin að aldamótakynslóðinni og þessum svokölluðu hug- sjónum hennar um menningu margir, sem eru „krumpaðir", þ.e. þeir ganga með komplexa, sem þeir gera sér ekki grein fyr- ir sjálfir. Þeim líður hræðilega illa, en þeir vita ekki hvers vegna. Það verður að byrja á börnunum. Hér á landi vantar algerlega alla hjálp fyrir börn, sem eiga í andlegum erfiðleik- um og halda þannig áfram gegn- um lífið". Og hér kemur svar frá tilvonandi stúdent úr Mennta- skólanum, sem er ef til vill ein- kennandi fyrir afstöðu hinna full- orðnu: „Nei, sem stendur hef ég ekki áhuga á þessum efnum. Þó tel ég þetta góðra gjalda vert, en ég hef hvorki tíma né áhuga i lundi nýrra skúga. Peningn- hyggjan virðist eiga svo uppá pallborðið hjá flestum að undanförnu, að hugsjónir gætu átt á hættu að verða hlægilegar í því andrúmslofti. Þessvegna kemur það eins og þruma tir heiðskíru lofti frá ungu kynslóðinni, ¦ að hug- sjónir eru enn i góðu gildi. Annaðhvort er unga kynslóð- in ennþá ekki spillt af pen- ingahyggjunni, eða breyttur hugsunarháttur á ferðinni. Við spurðum þau, hvort þau langaði til að taka þátt i ein- hverju hugsjónastarfi til þess að bæta fólkið og landið. Og vitaskuld kæmi þá engin borgun til greina. Hvorki meira né minna en 60% unglinganna sagðist langa til að taka þátt í hugsjónastarfi og 7% sögðust þegar vera þátttakendur í slíku starfi. Nú má aldamóta- kynslóðin fara að vara sig. Kannski glíman verði endurvak- in. Fjórir af 60 sögðust varla mundu nenna því og 5 sögðust alls ekki mundu gera það. Nokkr- ir voru óákveðnir. Verzlunar- skólastúlka segir: „Ég gæti hugs- að mér að taka þátt í starfi sem stuðlaði að því að draga úr áfeng- isneyzlunni". Annar mannvinur úr sama skóla segir: „Mig langar til að hjálpa fólki, sem á í and- legum erfiðleikum. Það eru svo til þess að framkvæma neitt slíkt". Seytján ára stúlka úr Hagaskólanum: „Mig langar til að vinna að einhverju mannbæt- andi til dæmis bindindi, því mér þykir yfirleitt leiðinlegt að vera með strákum sem drekka. „Og sannur Hákonarglaðningur er þetta svar frá 16 ára pilti úr verknáminu: Ég mundi vilja gefa einn mánuð á ári í lífi mínu til að fara upp í sveit og gróður- setja tré eða vinna fyrir skóg- ræktina kauplaust". Gildi menntunar í lífinu. / landi þar sem peninga- hyggjan ræður lögum og lof- um, fer ekki hjá því að unglingarnir jafnt sem fullorðið fólk, veiti þvi at- hygli, fíð menn bera ekki úr býtum í samræmi við mennt- un i þessu þjóðfélagi. Gersam- lega ólærðir menn hafa marg- faldar tekjur A við langskóla- gengna menn i sumum til- fellum og það fyrir ábyrgðar- laus störf, sem enga sérstaka kunnáttu þarf við. Ég hcyrði i fyrra talað um skólapilt, sem fór á vertið og heillaður af auraráðum sínum lýsti hann þvi yfir, foreldrunum til mikillar hrellingar, að hann sæi ekki hvert erindi hann ætti i skóla, þegar hann gæti haft svona tekjur áfram. Framhald á bls. 28. VIKAN 17. tW. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.