Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 13
r v_ HÚN SKOÐAÐI ÞESSAR HRÆÐILEGU MYNDIR AF VASAÞJÓFUM, TÖSKUÞJÓFUM, VOPN- UÐIJM RÆNINGJUM, INNBROTSÞJÖFUM OG EITURÖFÉTUM. SVO VORU AÐRAR MYNDIR, HELDUR ÞOKKALEGRI, AF SKJALAFÖLSURUM, PENINGAFÖLSURUM OG ÞESSHÁTTAR FÖLKI. ÞRIÐJA SPJALDSKRÁIN FYLLTI HANA BÆÐl HRÆÐSLU OG HRYLLINGI, ÞAÐ VAR FÓLK SEM VAR KYNFERÐILEGA BRENGLAÐ Á EINN EÐA ANNAN HÁTT. . irnar, — á dökka andlitið, beint nefið og þykkar víirirn- - V — Nei, alls ekki.... — Jæja, ég verð þá komin heirn fyrir mat. Á ég að gera eitthvað fyrir ykkur? — Ég eetla sjálf út að verzla eftir augnablik, sagði Mabel. Hún leit á manninn sinn. — Náðu í ieigubíl fyrir mömmu, Leó. Andlitið á Leó var fýlulegt, hann reis seinlega á fætur. Frú Wagner sagði: -— Vertu ekki að ómaka þig. Ég get séð um mig sjálf. MabeJ stóð upp og kyssti hana á kinnina. — Jæja þá, en farðu nú varlega, og láttu þá ekki ganga fram af þér. Hún leit hvasst á mann sinn. — Leó! — Hvað? — Jæja, já vertu þá bless.... Svo fór hann aftur að lesa blaðið. 'Þetta var í fyrsta sinn sem frú Wagner kom á lögreglu- stöð. Lögregluþjónninn í biðstofunni var mjög kurteis. Hann bauð henni sæti og loksins kom viðkunnanlegi lögregluforinginn, Mead hét hann víst, heilsaði henni og bauð henni inn á éinkaskrif- stofu sína. — Gjörið svo vel að fá yð- ur sæti, frú Wagner, sagði hann og brosti. — Ég sé að yður líður betur núna. — Jú, þakka yður fyrir. Þetta hefir aðallega verið á- fallið, hann meiddi mig ekki svo mi'kið. Þér mun'ið hvað ég sagði. Hann kom út úr port- inu og reyndi að hrifsa af mér töskuna. Ég hefði sleppt henni strax, ef hún hefði ekki verið föst í regnhlífinni minni.... — Já, og þá hefir hann orðið hræddur. .. . — Það urðum við bæði, sagði frú Wagner. — Hann gat losað töskuna og náði því að slá mig með henni, og ég sló á móti með regnhlífar- skaftinu, án þess að vita af því. Hann hlýtur að vera með bólgna kinn. .. . Hún hló vandræðalega. — En þér sáuð framan í hann, sagði lögregluforing- inn. — Já, og ég er viss um að ég gæti þekkt hann aftur. — Fínt, sagði hann ánægð- ur. — Þá eru bara nokkrar spurriingar í viðbót og svo getum við skoðað nokkrar myndir. Þér búið ein, frú Wagner? — Nei, ég bý með dóttur minni og manninum hennar. — En íbúðin er skrifuð á yðar nafn? — Já, ég hefi átt þessa í'búð lengi. Ég bjó í henni með manninum mínum, — síðan Mabel dóttir mín fædd- ist. Þau hafa búlð hjá mér síðan þau komu hingað frá Kaliforníu. Dóttir mín fór til Kaliforníu fyrir sjö árum. Hún vann hjá einu af kvik- myndafélögunum. Þar kynnt- ist hún Leó, manninum sín- um. — Þekktuð þér Leó áður? — Nei, ég hitti hann í fyrsta sinn í fyrra, þegar þau komu hingað til New York. Honurn hefir ekki gengið reglulega vel, svo að þau fá að búa hjá mér, þangað til eitthvað glæðist. — Ég skil, sagði lögreglu- f oringinn og stóð upp. — En nú skul'um við snúa okkur að aðalmálinu. Komið með mér inn í myndasafnið og þar skuluð þér fá að skoða fjölskyldualbúmin okkar. .. . Eftir tvo tíma sveið hana í augun, hún hafði höfuðverk og fann meira til í kinninni en áður. Hún skoðaði þessar hræði- legu myndir af vasaþjófum, töskuþjófum, vopnuðum ræn- ingjum, innbrotsþjófum og eiturófétum. Svo voru aðrar myndir, heldur þokkaiegri, af skjalafölsurum, periingaföls- urum og þessháttar fólki. Þriðja spjaldskráin fyllti hana bæði hræðslu og hryll- ingi, það var fólk sem var kynferðilega brenglað á einn eða annan hátt. Hún skoðaði andlit, ekkert nema andlit, þangað til að hún sá allt í móðu og hún varð að halla sér aftur í sætinu, örþreytt. — Það lítur ekki út fyrir að ég ætli að finna hann, sagði hún. — Við búumst nú ekki við neinum kraftaverkum, sagði hann. — Kannske er hann nýr í faginu. .. . Hann tók fram eina spjald- skrána í viðbót. — Þetta verður sú síðasta, því lofa ég, sagði hann. Frú Wagner blaðaði í myndunum. Hún kannaðist ekkert við mennina á fyrstu sex myndunum, en þegar hún kom að þeirri sjöxmdu stanz- aði hún við. Hún starði á báðar mynd- ar, löng augnhárin og slétta svarta hárið. Prófíllinn var fal'legur og fculdalegur. — Þekkið þér hann, frú Wagner? Hún heyrði ekki spurning- una. Hún starði á orðin sem stóðu neðst á blaðinu. Þar stóð: Will Draves, öðru nafni Louis Jones. Fæddur: San Francisco Kaliforniu, 1925. Lýst eftir honum vegna inn- brots í Fresno, Kalifomíu. Lýst eftir honum vegna vopn- aðrar árásar í Burbank, Kali- forníu. Lýst eftir. ... * — Frú Wagner! Hún leit upp. — Er þetta maðurinn? Hún ieit tómlátlega á lög- reglumanninn. — Nei, sagði hún. — Ég var búin að segja að hann væri Ijóshærður. Hann leit als ekki út eins og þessi, — þessi maður héma. — Hún flýtti sér að flétta blaðinu, og lauk við að skoða bókina, án þess að sjá myndimar af þessum eftirlýstu og örvænt- ingarfullu mönnum. — Mér þykir þetta leiðin- legt, sagði hún hálf viðutan um 'leið og hún lökaði bók- inni. — Ég get ekki komiö auga á hann, lögreglufull- trúi.... Hún gekk hægt niður tröppumar, stöðvaði leigu- ’bíl við hornið, og skalf við tilhugsunina um að koma heim. Maður Mabel fór út um tíuleytið næsta morgun. Hann ætlaði á ,,fund“ til' að hitta „miðlara“, vegna „við- skipta“, Mabel fylgdi honum til dyra, fór svo og settist í sófa-krókinn í dagstofunnl, með naglalakks-glas í hend- Framhald á bls. 28. VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.