Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 2
• • •
Hvort sem þér eignist lítinn eða stóran bíl
— dýran eða ódýran
FORD til Einkaafnota
FORD tii Leiguakstuis
FORD til Sendiferða
FORD til Þungaflutninga
ZEPHYR,
LEIGUBÍ LAAKKSTUR
CORTINA
CORSAIR
FALCON - COMET - FAIRLANE
TAUNUS 12M
TRANSIT SENDIFERDABÍLL ‘-©U-l-©-' TAUNUS 17M & 20M 3. — 4. — 5 og 7 TONNA
SVEINN EGILSSON H.F.
UMBOÐIÐ LAUGAVEG105 - SÍMI22470
!
í FULLRI OLVÖRU
Allt fyrir
öryggið
Nú eru þeir hjá bifreiðaeftir-
litinu farnir að skoða bílana
þetta árið og það er alveg ljóm-
andi gott. Þeir ganga vel fram
í því að mæla lengd, breidd og
hæð drullusokkanna sem hækka
tryggingaiðgjöldin vegna síauk-
inna rúðubrota og annarra stein-
kastsskemmda á bílum sem mast-
ast, og eru raunar alltaf að finna
upp ný og ný atriði sem geta *
orðið manni til öryggis og hags-
bóta.
Eitt þeirra er að rýja bílana
öllu hættulegu dóti.
Spjót framan á bílum geta verið
hættuleg, ef til árekstra kemur.
Sama er að segja um ýmiskonar
hnúða og annað dót. Speglar á
frambrettum eru voðalegir, ef til
árekstra kemur. Auk þess geta
allir séð fyrir sér afleiðingarnar,
ef slíkur spegill krækist í jakka
um leið og látið er spóla á mal-
biki. Sjálfsagt að rífa þetta af-
Sama er að segja um allskonar
hringi og þessháttar fínirí. Auk
þess eru bílarnir bara fallegri,
eftir því sem þeir eru látlausari,
og það er ekki nauðsynlegt að
hafa krómhringi utan um götin
til þess að þau séu til yndisauka.
Alveg nóg að hafa bara gömul
göt eftir skrúfur.
En mér finnst þeim hafa ýfir-
sézt. Það hlýtur að vera miklu
sárara að fá högg af stuðara en
af vatnskassahlíf. Sem sagt:
Klippið stuðarana af líka. Sömu-
leiðis er stórhætta á, að útvarps-
stöngin geti vafizt um háls mönn-
um í óhappatilfellum og hengt
þá. Útvarpsstöngina af. Nippill-
inn fyrir rúðupissið getur rekizt
upp í menn við árekstur og
drekkt þeim. Af með rúðupissið.
Hurðarhúnarnir geta krækzt í
vegfarendur með válegum afleið-
ingum. Af með þá. Margir hafa
stórslasað sig á stýrishjólunum
við árekstur. Burt með þau. Og
síðast en ekki sízt: Það er áreið-
anlega mjög sárt að fá hjól yfir *
sig ef maður verður undir bíl-
Þess vegna legg ég til, að fyrir
næstu skoðun verði samþykkt
að enginn bíll fái skoðun, nema
hjólin séu tryggilega skrúfuð
undan honum.
Svo getum við bara sett 1000
prósent skatt á bilabónið og
haldið áfram að leggja hest-
vagnavegi og reiðgötur. S.H.
2
VIKAN 17. tbl.