Vikan

Útgáva

Vikan - 13.05.1965, Síða 5

Vikan - 13.05.1965, Síða 5
Bandciríkjamenn eru farnir að hafa af því óhyggjur nokkrar, hvernig þeir fara með landið, vötn- in og loftið þar vestra, og sjólfur Johnson forseti hefur lýst því yfir að hann muni vinna að þvi öllum órum að gera eitthvað í þessu vandamáli. M. a. stendur til að veita um einni og hálfri billjón dollara — ca. 70.000.000.000 ísl. króna — til þess að rannsaka og athuga málið á næstunni. í fyrsta lagi er það álit manna að fólkið f borgunum hafi ekki nægilegt pláss til útiveru og alls- konar iðkana þar. Þessvegna væri æskilegt að auka og stækka al- menningsgarða og þjóðgarða. Þjóð- vegir og allir aðrir vegir fara líka illa með landslagið, og þá ekki sízt allar auglýsingar, sem þar eru meðfram. Meiningin er að hafa feg- urð landslagsins ávalt í huga í framtíðinni, þegar nýir vegir eru lagðir eða gamlir lagfærðir. Ar og vötn eru mörg full af alls- konar skiparusli og öðru járna- drasli, sem þar hefur verið skilið Skipakirkjugarður á ánni Potomae. eftir í stríðslok o.s.frv., og það er bæði Ijótt og hættulegt af heilsu- farslegum ástæðum. Á ánni Poto- mack, eru t.d. hundruð eða jafnvel þúsundir skipa, sem þar hafa ver- ið skilin eftir siðan fyrri heims- styrjöldinni lauk. Erfiðleikar í sam- bandi við hreinsun neyzluvatns eru orðnir svo miklir að full ástæða þykir til að reyna að komast fyrir upptök óhreinindanna, heldur en að byggja dýrar hreinsunarstöðvar. Bílakirkjugarðar eru þá ekki síð- ur orðnir þyrnir i augum náttúru- verndarmanna þar. Það verður auð- veldara með hverju árinu fyrir Bandaríkjamenn að kaupa sér nýja Bílakirkjugarður í Fítadelfíu, U.S.A. bíla, og allir hafna þessir gömlu svo í kirkjugörðunum. Undanfarið hafa bílalíkin verið sett í geysi- stórar pressur, sem þrýsta flökun- um saman í lítinn járnböggul. Þetta járn hefur síðan verið selt til notk- unar á nýjan leik. En nú hefur verð á slíku járni fallið mikið vegna þess að járnvinnslan hefur breytzt og nú hefur verið tekin í notkun önnur gerð af bræðsluofnum, sem ekki geta nýtt þetta gamla járn. Nú er verð brotajárns í einum bíl aðeins 10 dollarar. Þetta gerir það aðverk- um að brotajárnið hleðst upp á stór- um svæðum. Andrúmsloftið sjálft er að skemmast smátt og smátt. Johnson forseti segir: „Þessi kynslóð hefur breytt samsetningu andrúmsloftsins um allan heim". Sót og reykur frá billjónum véla, sem brenna olíu, benzíni, kolum eða jafnvel kjarn- orku, blandast loftinu sem við önd- um að okkur, og sumsstaðar í borg- um, þar sem umferð er mikil, ligg- ur nærri að það sé lífshættulegt að anda að sér loftinu. Þannig eru það bæði „lifandi" bílar og „dauð- ir", sem verið er að amast við og eru hættulegir mannkyninu. Milljón- um dollara er nú eytt í að finna lausn á þessu vandamáli. Lifs- hættulegt að anda Skopteiknarinn hugsar sér, að franskir ökumenn standi á Cro- Magnon stiginu. Egniö ekki þá frönsku Nú ber það oft við, að íslend- ingar taki bílinn með sér í utan- landsreisur og aka þá víða um Evrópu. Enginn skyldi svína á frönskum ökumanni, það ættu allir að muna. Það getur verið lífshætta. Það skeði fyrir nokkru, nálægt Madeleine torginu í París, að tveir bifreiðastjórar deildu um bílastæði. Þegar þeir höfðu sleg- izt nokkra stund, datt annar þeirra niður dauður úr hjarta- slagi. Algeirsbúi nokkur varð svo reiður, þegar annar bifreiðastjóri „svínaði“ á honum, að hann dró upp pístólu úr pússi sínu og skaut hinn til bana í hausinn. Adman Joel de Cizancourt sat í sportbílnum sínum á bílastæði, þegar náungi kom gangandi með ferðatösku, sem hann slengdi ó- vart utan í bílinn. Cizancourt hrópaði til hans að hann hefði skemmt bílinn, hljóp út og kýldi náungann svo hann lá, og and- aðist nokkrum dögum síðar í sjúkrahúsi án þess að hafa feng- ið meðvitund. Hin fræga franska kurteisi virðist vera horfin. AHavega meðal bílstjóra þar í landi. Veg- ir eru svo mjóir og slæmir, að það er orðin þraut að aka þar bíl. Sagt er að það sé algengt að menn segi hvor við annan: Eigum við að ganga, eða höfum við tíma til að aka? Sumir segja að til þess að aka bíl í París þurfi ekki akstursleyfi, heldur veiði- leyfi. Fyrir nokkru síðan réðist bíl- stjóri á háyfirdómara þar í landi og barði hann til óbóta vegna þess að hann hafði ekið á vafa- saman hátt fyrir bíl hans. Kona bílstjórans tók af sér háhælaða skóna og hjálpaði bónda sínum við barsmíðina. Bílstjórinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi, til að sýna mönnum fram á að slíkt mundi ekki borga sig. Síðan hef- ur verið ákveðið að allir fransk- ir ökumenn skuli kærðir og dæmdir innan þriggja daga, ef þeir láta hendur skipta. Eitt helsta dagblað Frakklands dreifði út prentuðum límmiðum, sem flestir voru á bílrúður. Á þeim stóð: „Engan æsing“. Petula Clark — græddi vel á „Niðri í bæ“. Petula Clarks — Petite Petula, eins og landar hennar Frans- mennirnir kalla hana, hitti naglann á höfuðið með plöt- unni „Downtown", sem flestum mun að einhverju kunnug. Platan hefur farið sigurför um flest grammófónmenntuð lönd heimsins og víða hafa verið stofnaðir ,fan" klúbbar henni til heiðurs, þótt hún hafi ekk- ert markvert gert annað en syngja á þessa einu, vinsælu plötu. Og Fransmenn kalla hana löndu sína, þótt hún sé raunar brezkur þegn að upp- runa, og það helga þeir af því, að hún er gift Frakka og býr í París. V. J V J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.