Vikan - 13.05.1965, Qupperneq 14
FRAM HALDSSAQA
Skipið TJALDANE, eign SBM
skipafélagsins, kemur í höfn í
Sebang. Um borð eru þau Myn-
heer van Halden, forstjóri skipa-
félagsins sem rekur gúmmíplant-
ekruna á eynni, dóttir hans
Josephine, einn eftirlitsmann-
anna á plantekrunni, Andy,
leigudansmærin Pat, sem Andy
fann á dansstað í Port Said, og
skipslæknirinn dr. Maverick. Pat
er ástfangin af Andy, en Andy og
Josephine (Jeff) hneigja hugi
saman en Andy vill ekki leggja
það á Jeff að hún setjist að á út-
úrboru á borð við þessa litlu
eyju, en plantekran á Andy all-
an — svo þau verða að skilja,
þegar skipið fer aftur frá eynni
þá sömu nótt. Van Halden slær
þó til og ákveður að láta skipið
standa við yfir nóttina og slá upp
veizlu fyrir farþegana og fyrir
fólk meðal eyjarskeggja. Fyrir
veizluna fara flestir farþeganna
í land, og Jeff með Andy. Fað-
ir hennar kemur til móts við þau
á tilsettum stað og tíma.
Hann grandskoðaði andlit unga
fólksins, og þótt honum væri
ljóst, að varla væri hægt að segja
að þau hlustuðu á hann, hóf hann
að segja hina skemmtilegu sögu
af ævintýri ungfrú Vanger. Svo
var að sjá, sem þessi ötula kona
hefði loks fengið eitthvert efni
í greinar sínar um áhrif Japana
á önnur Austurlönd. Hún sá jap-
anska konu, sem hvarf á grun-
samlegan hátt inn 1 eitt hollenzka
húsið. Ungfrú Vanger fylgdist
með henni, beið eftir henni, og
veitti henni eftirför, þegar hún
kom aftur út á jafn laumulegan
hátt og hvarf inn í annað hús.
Hvað næst gerðist, var ekki al-
veg Ijóst, en þegar Halden bar
að, hékk ungfrú Vanger í frú
Sagami, og hópur af innfæddum,
þar á meðal ökumaður ungfrú
Vanger, öskruðu á hana og
reyndu að ná japönsku konunni
af henni. — Hún kallaði á hjálp,
og, lauk Halden máli sínu með
hinum vanalega smáhlátri, —
mig bar að akkúrat í tæka tíð til
þess að bjarga lífi hennar. Mig
langaði ekki að valda þessari
góðu konu vonbrigðum, og nú
hefur hún efni í góða grein handa
tímaritinu sínu. Sannleikurinn er
leiðinlegur lestur, finnst þér það
ekki Jeff?
— Hvað? spurði Jeff. — Jú,
auðvitað. Svo þú bjargaðir lífi
hennar?
Það varð þögn, eins og hann
hefði sagt misheppnaðan brand-
ara. Síðan herti Anders sig upp
og fitjaði upp á nýjum samræð-
um.
— Dásamlegt kvöld, sagði
hann. — Og hvað tunglið er
skrýtið...
— Jæja, Anderson, ég er
hræddur um, að ég verði að
þröngva mér upp á milli ykkar
og taka Josephine frá yður um
stund, greip Halden fram í. —
Ég vona, að bíllinn yðar sé ekki
langt undan?
— Nei. Þjónninn minn bíður
með bílinn niðri á veginum.
— Gott. Við sjáumst þá um
borð um ellefuleytið. Eða ætlið
þér að fara beint til plantekr-
unnar?
— Guð minn góður, nei. Ég
myndi ekki fórna þessari nótt,
þótt líf mitt væri að veði.
— Mig grunaði það, svaraði
Halden. — Verið þér þá sælir
að sinni.
— Vertu sæll, sagði Jeff. Næst
þegar ég kveð þig, verður það
að eilífu, hugsaði hún. Anders
hallaði sér upp að fornum stein-
veggnum og horfði á hana; þar
sem hún gekk niður stíginn og
fram hjá fallbyssunum. Hann sá
hana beygja sig niður ag taka
eitthvað upp af jörðinni. Svo
hvarf hún milli rósarunnanna.
— Hvað varstu að hirða?
spurði Halden.
—• Ekkert. Smá minjagrip. Þú
veizt, hvað þér þykir gaman að
minjagripum, svaraði hún, og
stakk litla blómvendinum í tösku
sína. Blómin voru vot af dögg-
inni, og öll stemming þessarar
í senn dapurlegu og unaðslegu
nætur, var samankomin í þess-
um fáu, hvítu og gulu blómum.
— Þú getur ekki svona ein-
faldlega stolið frá frjósemisguð-
inum, sagði Halden með umburð-
arlyndu brosi. — Þú verður að
minnsta kosti að segja: Fall-
byssuguð, fyrirgefðu mér að taka
þessi blóm, sem hjarta mitt þrá-
ir.
Hún spennti greipar um ennið,
eins og hún sá innfæddu konurn-
VIKAN 19. tbl.