Vikan - 13.05.1965, Qupperneq 34
Sunfresk
APPELSÍN
SÍTRÓN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
SílttfiWk
það í allt kvöld Páll?
—- Segja hvað?
—■ Þú veizt.
— Ha, já, jú auðvitað elska
ég þig, og hann brosti, líka með
augunum, að asnahættinum í
sér, að muna ekki minnstu at-
riði.
— Bless, sagði hún.
— 'Bless sagði hann og hon-
um létti þegar hann fann, að
hún lokaði dyrunum, og liann
horfði út um gluggann, á lauf-
blað, sem sat á gluggapóstinum.
(Föstudagskvöld)
Páll stóð við gluggann i vinnu-
stofu sinni og horfði út á ösku-
haugana, án þess að sjá nema
myndir huga síns, með starandi
augum. Hann var uppklæddur,
en í vinnuslopp utanyfir og
einbeittur á svipinn. Hann
bankaði hægt með tveimur
fingrum á varirnar á sér og
hann tók ekki eftir því, þegar
Kolbrún kom inn, hljóðlega og
horfði á hann spyrjandi aug-
um.
Allt i einu var sem Páll kæm-
ist að niðurstöðu í heilabrotum
sínum og hann tæki mikilsverða
ákvörðun, því hann rétti heldur
úr bakinu og andaði djúpt að
sér og sagði við sjálfan sig:
— Jú, auðvitað, auðvitað.
Hann sneri sér að lienni og
gekk að stærri myndinni á borð-
inu og fór höndum um mjúkar
linur hennar, varð ögn mildari
í framan, en bara augnablik.
— Hæ, sagði Kolbrún lágt og
blíðlega úti við dyr.
Hann leit snöggt upp og virtist
lengi að skilja að liún var þarna,
eða var hann að velta þvi fyrir
sér hvað lengi hún hafði verið
þar?
— Ert þú þarna, hvenær
komstu? spurði hann önugum
tóni.
— Ég var að koma, alveg í
þessu, svaraði hún.
— Mér snarbrá.
—■ Fyrirgefðu, hvisíaði hún
og varð á svipinn eins og það
væri ekki henni að kenna að
hún var til, og henni þætti það
miður, og aldrei gæti hún gert
listamanninum til geðs.
Hún tók af sér slæðuna og
gekk að myndinni andspænis
Páli.
Páll horfði á hana út undan
sér og athugaði hana gaumgæfi-
lega eins og markaðsvöru. Hún
var tjáningarlaus i framan og
strauk arm styttunnar. Hún
vissi að þetta var hún sjálf, hún
hafði svo oft setið fyrir og svo
höfðu þau fengið sér kók og
elskazt, og allar biómyndirnar
sem hún sá, voru fram á síðasta
strætó. Eftir langa þögn sagði
Páll:
— Nokkuð að frétta?
— Ja, ég fékk nýtt verkefni
í dag, er búin að verá að teikna
i allan dag.
— Ah, ég meinti ekki svoleið-
is, sagði hann og sneri sér hvat-
lega frá henni.
— Eigum við að labba, það er
svo gott veður núna? spurði
hún.
— Hver heldur þú að nenni
að plampa út og suður?
— Nei, það er varla von, sagði
hún og varð tóm inni í sér, eins
og sjálfið yfirgnæfði hana og
hún væri tóm likt og föt án
manns.
— Skeður ekkert? spurð hanni
enn.
-—■ Nei, svaraði hún svo lágt
að varla heyrðist.
— Djöfullinn sjálfur, allt er
eins i þessum heimi, hreytti
hann út úr sér og fór að æða
um gólfið og varð kaldur og
fráhrindandi á svipinn. Hann'
gekk út að glugganum og stanz-
aði þar og sagði:
— Þú verður að fara til lækn-
is.
Hún leit hægt upp og liorfði
á bakið á honum, og virtist vera
lengi að skilja hvað hann átti
við, svo leit hún niður aftur.
— Til hvers? hvíslaði hún.
— Nú, hvað heldur þú mann-
eskja? spurði hann argur.
— En þú sagðir að....
— Mér er alveg sama hvað
ég hef sagt, þú verður.
Eftir langa þögn sagði hún
lágri röddu og í uppgjöf:
— Á ég ekki að sitja fyrir núna
Páll, finnst þér hún ekki ómögu-
leg svona allslaus að neðan?
— Kannske ættuð þið allar
að vera allslausar að neðan,
hvæsti hann milli tannanna.
— Já, það væri víst betra,
sagði hún lítillát.
Páll æddi um gólfið hugsandi,
virtist svo komast að niðurstöðu
og sagði:
— Jæja, ég verð að fara, ég
hef erindi að sinna.
Hún horfði fyrst niður fyrir
sig, siðan á Pál og athugaði
hann, gekk svo til hans og setti
stút á munninn og lokaði aug-
unum.
Páll leit á þennan stút, óviss,
en kyssti hana samt, stutt, laust,
og gekk frá henni og fór að
klæða sig. Kolbrún settist á
dívaninn og horfði á Pál og það
komu tár í augu hennar.
— Ertu að fara? spurði hún.
— Ég verð, svaraði hann og
hló eins og asni. Á eftir fylgdi
löng þögn. Hann klæddi sig í
jakka og var alvörugefinn á
svipinn og forðaðist að lita til
hennar.
— Ég hélt, ég meina, að þú,
— ég mætti sitja fyrir og svo
mundum við tala saman á eftir
og þú veizt.... sagði hún, og
reyndi að sýnast kát i gegnum
tárin.
— Nei, ekki í kvöld, ég verð
að fara.
— Já, auðvitað ferðu ef þú
þarft, mér bara datt þetta svona
í hug, sagði hún og horfði á
Framhald á bls. 36.
BRILLO
stálsvömpum sem
GLJÁFÆGIR
potta og pönnur jafnvel
fljótar en nokkru sinni
fyrr.
VIKAN 19. tbl.