Vikan - 13.05.1965, Síða 41
meðferð í 20 daga, þ.e.a.s. trufl-
un á draumum, drápust þessir
kettir.
Tilraunir með draumahindr-
anir á fólki, sem hafa áður verið
framkvæmdar í Bandaríkjunum
og á Hfeðlisfræðistofnuninni 'i
Strasburg, voru skýlausar. Eins
og hjá köttum kemur í ljós hjá
manninum einskonar líkamleg
lömun og afturför; skortur á
orku og úthaldi og tilhneigingu
til örvilnunar. Frá fimmtu nótt
draumatruflana urðu læknarnir
að úða „fórnarlömbin“ ís-
köhlu vatni. Þau sofna óðar og
gefa sig á vald draumanna. Und-
ir lok tilraunanna var kettina
jafnvel farið að dreyma 60 sinn-
um á nóttu.
OFSKYNJANIR
Með lijálp mælitækja geta vis-
indamenn núorðið útskýrt eina
svefnnótt með öruggri vissu. Við
föllum í djúpan svefn i u.þ.b.
eina klst. Siðan kemur örstuttur
léttur svefn en liinn djúpi svefn
tekur síðan við og varir i u.
þ.b. ÍV2 klst. Þá kemur 20 mín.
tímabil með snöggum hreyfing-
um augasteinanna — fyrsti
draumurinn er þar með hafinn.
Smátt og smátt eftir því sem
líður á nóttina yfirtekur draum-
urinn meir og meir hina and-
legu liugarstarfsemi j)ess sem
sefur. Það er þegar sannað að
sumir draumar okkar taka um
eina klukkustund og jafnvel
meira. A 8 klst. svefntíma
dreymir okkur venjulega 4 sinn-
um, liver draumur er lengri en
hinn fyrri. Niðurstöður vísinda-
manna verða því þær, að þótt
við munum ekki drauma okkar,
dreymir okkur samt sem áður
Vr, hlutann af svefntíma okkar.
Þá er varpað fram spurning-
unni: Til hvers eru draumar
okkar? Eins og salur standa eru
menn sammála um að þeir séu
ráðgáta.
Vísindamenn staðhæfa að mað-
ur sem er sviptur draumum,
tapi sinu andlega jafnvægi.
Raunverulegar ofskynjanir geta
jafnvel ásótt liann. Taugasér-
fræðingar neyðast því, þrátt fyr-
ir allt, til að leggja þessar niður-
stöður og afleiðingar i hendur
sálfræðinga.
SKIPULAG Á HUGSUNUM
OKKAR
Eftir þessu opinbera draumar
sálarlíf okkar. Undirvitund-
inni, sem er uppspretta draum-
anna, er í líkingu við bókavörð
i stóru bókasafni, segir Dr. Ern-
est Aeppli,,er geymdur afrakst-
ur af öllum viðburðum og at-
hugunum okkar daglega lífs.
Áhrif á tilfinningar okkar eru
einnig skráðar þar. Við höfum
tilhneigingu lil að gleyma öll-
um þessum minningum, en þessi
vörður, sem er okkur ómeðvit-
andi, hefur þær alltaf til taks
þegar við æskjum. Á meðan við
sofum kemur undirvitundin
reglu á liugarfar okkar og varp-
ar áhrifum sínum yfir á morg-
undaginn með draumunum.
Hinn mikli sálfræðingur Had-
field, staðhæfir, að draumar,
þar sem við erum niðurlægð,
lami okkur andlega í nokkrar
klukkustundir og að martröð,
sem hefur hrætt okkur, geri okk-
ur óróleg. í dag væri það ó-
hugsandi að viðurkenna ekki
hin miklu áhrif drauma á líf
okkar.
Það er héðan í frá fullsann-
að, staðhæfir Dr. Dement, að
draumar eru uppspretta andlegr-
ar og líkamlegrar orku, sem eru
liinir þýðingarmestu banda-
menn okkar í baráttu hins dag-
lega lifs.
Þrjózka
Framhald af bls. 20.
raskar öryggiskennd, þess og vek-
ur ótta þess. Aldrei þarf barn á
meiri stuöninqi aö halda, meiri
þolinmceöi, skilrtingi og ástúö en
einmitt, þegar þaö er sem þrjózk-
ast og erfiöast.
11. Einangrun er seinasta úr-
rceöiö, ef barn kemst í þrjózkukast,
til þess aö hlífa liinum börnunum
í hópnum viö hávaöanum, og til
þess aö róa barniö sjálft, og hjálpa
því, en ekki til þess aö hegna því.
Bezt er aö fóstran fai'i meö barn-
iö inn í eitthvert herbergi, þar
sem þau geta veriö ein út af fyrir
sig, og veriö hjá barninu á meöan
þaö er, sem verst. Þegar barniö
hefur sefazt, getur veriö gott aö
skilja þaö eftir um stund og leyfa
því aö dunda sér viö eitthvaö le'ik-
fang, þar til þaö er „tilbúiö“ til
aö koma í liópinn aftur.
Takið barnið ævinlega í full-
komna sátt aftur, þegar því er
runnin reiöin, svo aö þaö geti
veriö „góöa barniö“ aftur.
Hitabeltisnótt
Framhald af bls. 15.
sagt. — Ó ...
Hönd van Halden leitaði að
hjartastað; hann greip andann á
lofti og allt í einu var andlit
hans ekki lengur eins og andlit
lifandi manns, heldur eins og hin-
ar líflausu, fráhrindandi grímur,
sem hún sá á Java.
— Pabbi, ertu veikur? hrópaði
hún óttaslegin.
•— Já, svaraði hann. — Já, ég
verð alltaf veikur, þegar ég
minnist þess dags, þegar ég kom
að þeim. Það er ennþá sama til-
finningin, eins og hálsinn á mér
herpist saman; eins og ég ætli
að kafna, jafnvel nú eftir tuttugu
og fimm ár ...
Hann lyfti titrandi hendi og
strauk svitann af enni sér með
handarbakinu. Jeff var full með-
aumkvunar og ógeðs. Það var
er'fitt að ímynda sér föður henn-
ar sem óhamingjusaman elsk-
huga og svikinn eiginmann.
— Svona nú, pabbi minn, sagði
hún blíðlega. — Reyndu að
gleyma hinu liðna. Það er svo
<«««««< < < <-<■ «-««■<«««
Norðurlandaferð
26. júní til 10. júlí
Hin vinsæla NorðurlandaferS okkar
hefst 26. júní. Ferðast með bifreiðum
og skipum um fegurstu héruð Nor-
egs. Ennfremur verður ferðast um
suðurhluta Svíþjóðar og dvalið í Kaup-
mannahöfn í fjóra daga. Þetta er
skemmtileg sumarferð sem óhætt er
að mæla með.
FERÐRSKRIFSTOFflN
Ingólfsstræti — Gegnt Gamla Bíói
Símar 17600 og 17560.
<««■««««■<««<««« < < < <<<-<-««<-<-<-< < < «-<-<-<-
VIKAN 19. tbl.