Vikan - 13.05.1965, Page 50
LiLiUU
LILfJU
LILJU BINDi
ERU BETRI
Fást í næstu búð
dropunum og setja jaröarberja-
bragöefni eöa sultu í staöinn.
Jaröarberjakrem eöa hraöfryst
jaröarber eöa sulta sett á annan
botn, en sé sulta notuö er gott
aö blanda hana meö dálitlum safa
úr appelsínu, en berin eiga aö
vera marin. Botnarnir lagöir sam-
an og efst er sett rauö sulta eöa
jaröarberjakrem. Rjóminn þeyttur
og bragöbættur meö vanillusykr-
inum. Honum er svo sprautaö
meö rjómasprautu á tertuna og
skrautsykri stráö yfir. Mjóum
kertum stungiö ofan í, jafnmörg-
um og ár barnsins eru.
FramliSnir selja ekki
fasteignir
Framhald af bls. 9.
ákvaS að bíða með að taka í
lurginn á innrásarmönnunum,
hræðsla Deborah var mikilvæg-
ari í augnablikinu. Hann hljóp
eftir henni og kallaði í hana.
— Ég er hérna úti ástin mín,
svaraði hún. Hún hafði hlaupið
burt frá húsinu, og stóð skjálf-
andi af hræðslu bak við limgirð-
inguna. — Ég er svo ógurlega
hrædd.
— Svona, svona, það er engin
ástæða til að vera hrædd, Henry
reyndi að tala rólega. -—• Veiztu
hvað mér datt í hug? Þau eru
heyrnarlaus. Það er ósköp ein-
föld skýring ...
— En þau tala saman.
— Heyrnarlaust fólk talar
saman. Það les af vörum hvers
annars.
— En þau sáu okkur! Við stóð-
um í sama herbergi, rétt hjá
þeim.
— Nei, það er ekki rétt, við
stóðum í ganginum og það var
frekar dimmt þar. Þau hafa
kannske verið hálf blinduð af
sólinni. Þau hafa bara hreint
ekki séð okkur.
— Þau eru draugar! Ég er viss
um það.
Hann kyssti hana. — Heldurðu
að draugar selji fasteignir, vina
mín. •— Og afturgöngur klæðast
ekki heldur tækifæriskjólum, að
minnsta kosti hefi ég aldrei heyrt
það. Bíddu nú hérna úti, meðan
ég fer inn og rek þau út.
— Þú mátt ekki fara frá mér!
hrópaði Deborah, yfirkomin af
hræðslu. — Ég, — ég hef ekki
talað um það, en ég hefi verið
svo skrítin í nokkra daga. O,
elsku vinur minn, ég held ég sé
að verða vitlaus.
— Þá er ég að verða vitlaus
líka, sagði Henry og reyndi að
hugga hana, — því að ég hefi
líka séð þessa drauga þína, og
ég er ekkert hræddur við þá.
Deb, þú veizt fullvel, að það eru
ekki til neinar afturgöngur.
— Ég kem með þér inn aftur.
— Nei, vertu kyr hérna úti.
— Ó, elsku ...
Þau fundu þremenningana í
eldhúsinu. Þau voru bersýnilega
búin að skoða svefnherbergin.
Ungi maðurinn sagði að það væri
hreinasta heppni að finna svona
hús og sagði að hann gæti borg-
að fimm þúsund út í hönd.
— Það er ég sem á þetta hús,
sagði Henry og brýndi raustina.
— Húsið er alls ekki til sölu.
— Það er alveg nóg, sagði
fasteignasalinn við unga mann-
inn, — og þar sem þið skiptið
við sama banka, verður fljótlegt
að koma skjölunum í lag.
Unga konan var svo hamingju-
söm yfir því að vera búin að
eignast húsið, að hún dansaði
út úr eldhúsinu inn í dagstofuna,
og í gegn um hana að útidyrun-
um. Mennirnir tveir fylgdu
hlæjandi eftir.
Henry hljóp eftir þeim, alveg
að springa að reiði. Hann náði
þybbna fasteignasalanum á úti-
tröppunum, þegar hann stóð með
lykilinn í höndunum og ætlaði
að fara að læsa hurðinni.
— Nú er ég svo sannarlega
búinn að fá nóg af þessu, ég
mætti kannske leggja nokkur orð
í belg, sagði Henry og lagði hönd-
ina á öxl mannsins.
Hún fór beint í gegnum hann.
— Ungu hjónin sem áttu hús-
ið, hefðu orðið ánægð yfir því
hve hrifin þið eruð af því, sagði
fasteignasalinn. — Þau voru á
ykkar aldri. Það var hræðilegt.
Stór vörubíll keyrði með ofsa-
hraða á bílinn þeirra. Þau dóu
á stundinni.
r
Pðnnu*
köEcun
Hér veröur gefin uppskrift af
pönnukökum meö engum sykri í,
því aö ætlazt er til aö hægt sé
aö nota þœr líka sem smárétt,
fyXltar meö ýmsu góögæti, svo
sem sveppum, rœkjum o. fl. Þetta
er reyndar Uka uppskrifí'in aö
hinum frœgu Crépes Suzette, sem
bornar eru fram logandi á boröiö
á mörgum fínustu veitingastööum
heims. Fyrst veröur því gefin upp
grunn-uppskriftin:
CRRPES
2 egg, 2% matsk. hveiti, 2 dl.
rjómabland, 1 matsk. matarolía
eða brætt smjör., % ts. salt (í
pönnukökur með sætri fyllingu),
en % tsk. í matarpönnukökur.
Eggin eru þeytt með helmingn-
um af rjómablöndunni, hveitinu
og saltinu bætt í, hrært vel sam-
an. Siðan er afganginum af rjóma-
blandinu bætt í og rétt áður en
kökurnar eru bakaðar er olían
eða brædda smjörið sett í, en þá
þarf alls ekki að bera neina feiti
undir þær á pönnuna og miklu
minni reykjarsvæla myndast á
þann hátt. E'f vill má deigið
standa í ca. hálftima áður en bak-
að er úr því. Ur þessu deigi er hægt
að ná örþunnum pönnukökum og
má gera ráð fyrir u. þ. b. 12 stykkj-
um úr þessum skammti. Séu svo
búnar til Crépes Suzette, er það
gert þannig:
CREPES SUZETTE
1 grunndegið er bætt einni mat-
sk. af koniaki (sem hvort sem er
verður að vera til, ef bera á kök-
urnar logandi fram). Sósa er bú-
in til úr: Finskornum berki af
1-—2 appelsínum, 1 matsk. smjör,
2 matsk. flórsykur, 2 matsk. koní-
ak. Við flamberinguna: %—1 dl.
koníak.
Pönnukökurnar eru brotnar sam-
an í fernt, eins og við rjóma-
pönnukökur, og lagðar á stóra
pönnu. Sósan hituð í vatnsbaði og
hellt yfir kökurnar og allt látið
malla yfir sáralitlum hita. Koníak-
inu, sem áður hefur verið hitað
í vatnsbaði, hellt yfir um leið og
kökurnar eru bornar fram og
kveikt í. Um leið og loginn slokkn-
ar á að borða pönnukökurnar.
PÖNNUKÖKUR MEÐ ÝMSUM
TEGUNDUM AF FYLLINGU
Látið kökurnar kólna dálítið
áður en fyllingin er sett í þær,
síðan er þeim rúllað saman og
látnar í eldfast fat eða í málm-
pappirsmót. Nokkrir smjörbitar
settir ofan á og rifnum osti stráð
yfir. Settar í vel heitan ofn, ca.
275 gr. og bakaðar i 5—8 mín.
eða þar til osturinn er bráðnaður
og aðeins ijósbrúnn.
SVEPPAFYLLING
100 gr. nýir sveppir, 1 matsk.
smjör, 1% matsk. hveiti, 3 dl.
mjólk, % tsk. salt, svolítið af svört-
um pipar, 2 tsk. rifinn ostur.
Hreinsið sveppina og skerið í
sneiðar og sjóðið þá um stund í
smjörinu. Hveitinu stráð yfir og
jafnað upp með mjólkinni og lát-
ið malla í 4—5 min. Kryddað með
salti, pipar og osti.
RÆKJUFYLLING
2 pk. hraðfrystar rækjur, 2
matsk. smjör, 2 matsk. hveiti 3%
dl. mjólk, % tsk. salt, nokkur
korn af svörtum pipar, 2 tsk. söx-
uð persilja, e.t.v. svolítið af fín-
gerðum spergil (helzt höfuðin).
Látið rækjurnar þiðna og sjóð-
ið í tæpar 2 mín. í smjörinu. Tak-
ið þær upp úr og setjið' hveitið í
smjörið, bakið það upp með mjólk-
inni og látið sjóða í 4—5 mín.,
kryddið og bætið persiljunni í,
síðast spergilbitunum, ef þeir eru
notaðir. Rækjurnar settar í og
pönnukökunum rúllað um fylling-
una.
SPlN ATFYLLING
Saxið spínatið fínt og hrærið út
með rjóma, svolitlu salti og pipar
og múskati.
FYLLING ÚR HÖKKUÐU KJÖTI
Myljið kjötið í brúnað smjör á
pönnu og kryddið vel með því
kryddi sem óskað er eftir, t d.
svolitlu allrahanda, papriku, lauk-
salti eða öðru, látið það brúnast
og setjið inn í pönnukökurnar.
SKINKU- OG SPERGILFYLLING
1 pakki af hænsnasúpu, hrærður
þykkt út með dálítilli mjólk,
skinka skorin í smástykki, sem
lögð eru inn í pönnukökurnar á-
samt tveimur spergillengjum í
hverja pönnuköku. Súpunni hellt
yfir, hitað snögglega í ofni og
borið fram heitt.
SÆT FYLLING
Það þarf varla að taka það fram,
að auðvitað má nota alls konar
sæta fyllingu í þessar pönnukök-
ur, svo sem okkar hefðbundna
rjóma og sultu, alls konar ber og
krem.
gQ VIKAN 19. tbl.