Vikan

Issue

Vikan - 24.06.1965, Page 13

Vikan - 24.06.1965, Page 13
Kíki í rikinu: Keflavíkurflugvöllur, þrætueplið mikla. Myndin sýnir upptöku í sjónvarpsstöðinni á Keflavíkurflugvelli en sjónvarpið hefur nú jafnvei yfirskyggt sjálfa herstöðina sem þrætuefni. Stórkostleg tímamót i atvinnusögu þjóðarinnar: Fyrsti togari lands- manna, Jón forseti, kemur til landsins árið 1907. Eyrarbakki á fyrsta tug aldarinnar. Þá var Bakkinn mikiil verzlunarstaður og menningarsetur, en í seinni tíð hafa straum- ar þjóðlífsins legið þar framhjá garði. Tímamót í landbúnaðinum. Athafnamaðurinn Thor Jcnsen lætur vinna með traktor á Korpúlfs- stöðum sumarið 1923. Maðurinn í miðið er einn af hinum merkari íslendingum þessarar aldar, Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. aðurinn er enn að mestu leyti rekinn með frumstæðri rányrkju. Orfið, Ijár- inn og hrífan með brúnspónstindunum setja svip sinn á heyskapinn. Heyið er flutt heim á hestum, og heylestirnar setja sinn svip á hirðingardagana. Það er mikill dagur í lífi sveitastrákanna, þegar þeir eru orðnir bagga- færir, geta lyft sátu á klakk. Það er tákn þess, að þeir séu orðnir menn með mönnum, sumum þykir það nærri því eins mikilvægur atburður og sjálf fermingin. Og heyannirnar ganga sinn fasta gang, þó að mikið sé reyndar komið undir tíðarfarinu. Víðast hvar er byrjað að bera út snemma í júlí og túnasláttur hefst. Flest eru túnin enn lítil, þó að hinir ungu bún- aðarskólar séu farnir að vekja talsverðan áhuga á ræktun. Sums staðar eru menn farnir að rækta kargaþýfi í túnum, en aðaltækið til þess er ristuspaðinn, og hann er hörmulega seinvirkur. í ágúst hefst engjaslátt- urinn, sem mörgu sveitafólki finnst skemmtilegri en túnaslátturinn. Ljár- inn bítur betur í rakri mýri en að harðbalatúni, og Framhald á bls. ?? Fyrsta umferSastjórn í Reykjavík sumarið 1925. Þá kom erlent skcmmtiferöa- mannaskip og þótti vera umferðaröngþveiti. Knud Zimsen borgarstjóri tók þá tii sinna ráða og stjórnaði sjáifur umferð bíla, hestvagna, ríðandi manna og gangandi. Kefiavík snemma á öldinni. Dansk- ættuð hús ofan við fjöruna, en heiðin þar sem nú er Keflavík- urflugvöllur, ó- byggt land með öllu. VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.