Vikan - 24.06.1965, Side 14
ALEXANDER
JOHANNESSON
BRÍET
BJARNHÉÐINSDÖTTIR
Hún fæddist á Haukagili í Vatnsdal 27. sept.
1856 og er fyrsta konan, sem opinberlega
barðist með árangri fyrir réttindum kvenna.
Konur höfðu þá hvorki kosningarrétt né
kjörgengi. Hún er fyrsta uppreisnarkonan
gegn aldagamalli hefð. Fyrsta kvenréttinda-
konan á íslandi. Hún er auk þess fyrsta kon-
an, sem skrifaði greinar í blöð og talaði út
frá sjónarmiðum kvenna. Hún var fyrsta
konan, sem ferðaðist um landið og flutti
fyrirlestra. Hún var fyrsta konan, sem var
bæði ritstjóri og útgefandi. Gekkst fyrir
stofnun „Hringsins“ og átti þátt í að koma
á fót fyrsta barnaleikvelli í Reykjavík. Stofn-
aði kvenréttindafélag íslands og var formað-
ur þess í 20 ár.
EINAR
BENEDIKTSSON
Hann fæddist 31. okt. 1864 á Elliðavatni við
Rcykjavík. Einn mesti persónuieiki aldarinn-
ar, víðförull og fjölgáfaður. Einar var spá-
maður, sem sá hcndi sinni möguleika lands-
ins og ónotaðra orkuiinda þess; sjáandinn,
sem stofnaði milljónafélög, kaupsýslumaður
og sýslumaður. Rithöfundur, ritstjóri og stór-
brotið ljóðaskáld. Notaði ljóðlistina meðal
annars til að undirstrika hugsjónir sinar.
HALLDOR KILJAN
LAXNESS
Hann fæddist í Reykjavík 23. apríl, 1902.
Stefndi snemma að settu marki, varð gagn-
menntaður í þeim fræðum, er studdu að
frama hans og fyrsta Nobelsskáld íslendinga,
enda nú orðið viðurkcnndur stórsnillingur í
meðferð ritaðs máls. Víðförull með heims-
borgaralega lifnaðarhætti, markaði tímamót
í íslenzkri sagnagerð með Vefaranum mikla
frá Kasmír og síðan hcfur hróður hans farið
vaxandi. Líklega víðfrægastur allra núlifandi
íslendinga. Lagði stund á tungutak alþýðunn-
ar í landinu og rís ef til vill hæst í ýmsum
lýsingum sínum á gömlu fólki. Mikill áhrifa-
maður á flesta rithöfunda, íslenzka, sem síð-
ar hafa komið fram.
JÖNASJ0NSS0N
FRÁ HRIFLU
Hann fæddist í Hriflu í Bárðardal 1. mai,
1885. Einn af vakningarmönnum ungmenna-
félagshreyfingarinnar og lét snemma til sín
taka á ritvellinum, t.d. i Skinnfaxa og víðar.
Skólastjóri Samvinnuskólans um langt árabil
og helzti hugsjónafræðingur samvinnustefn-
unnar. Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927-
1931. Líklcga mcsti áróðursmaður þessarar
aldar og einn áhrifamesti og umdeildasti
stjórnmálamaður tímabilsins. Hann markaði
tímamót á fjölmörgum sviðum, varð fröm-
uður í fræðslumálum og reit jafnvel sjálfur
námsbækurnar, braut niður embættisvaldið,
sem hafði verið svo ríkt með þjóðinni. Einn
af stofnendum Framsóknarflokksins og lengi
formaður hans. Maraþonskrifari bóka og
blaðagreina og mun líklega hafa haft per-
sónuleg kynni og afskifti af flciri íslending-
um á þessari öld cn nokkur annar maður.
Hann fæddist á Gili í Borgarsveit, Skaga-
firði, 15. júlí, 1888. Átti hugmyndina að Há-
skólhverfinu, Stúdentagörðunum, Atvinnu-
deild Háskólans og barðist fyrir því að þessar
byggingar ásamt Háskólabyggingunni kæmust
upp. Átti líka hugmynd að og kom í fram-
kvæmd fjáröflunaraðferðum, sem gerðu Há-
skólahverfið fjárhagslega kleift svo sem
Happdrætti Háskólans og Háskólabíóið.
Prófessor við Háskólann og rektor um árabil.
Alexander var auk þessa einn af forvígis-
mönn íslenzkra flugmála, sem markað hafa
geysileg tímamót fyrir þjóðina á þessari öld.
Stofnandi Flugfélags íslands h.f. 1928 og fram-
kvæmdastjóri þess.
f----------------------------------------->
Auk þeirra
tíu, sem kjörnir
voru menn
aldarínnar
fengu þessir
atkvæði
Jón Baldvinsson 2
Sigurður Nordal 3
Gunnar Gunnarsson 1
Þórbergur Þórðarson 2
Haraldur Nielsson 1
Gunnlaugur Kristmundsson 1
Jóhannes Jósefsson T
Ragnar Jónsson 2
Sigurður búnaðarmólastjóri 1
Jóhannes Kjarval 2
Guðm. Björnsson landl. 1
Davíð Stefánsson 1
Jón Trausti 1
Sigurbjörn Einarsson 1
Steinn Steinarr 1
VIKAN 25. tbl.