Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 24
Hér áður fyrr var hauskúpan merki sjóræningja. Nú er hún merki 95. orrustuflugdeildar Bandaríkjanna, og þykir heldur heið- ur en hitt að mega bera liana. Svo er enn annar liópur þarna vestra, og merkið þeirra er M-2. Það er miklu merkari hópur en þeir sem flagga hauskúpunni, þvi það eru þeir fáu útvöldu, sem hefur verið trúað fyrir því að fljúga með tvöföldum hljóðhraða, eða Mach 2,0 eins og sagt er á flugmáli, þar sem Mach 1,0 er jafn- gildur hljóðhraðanum. Mér er kunnugt um einn mann islenzkan, sem her bæði þessi merki. Bæði M-2 og hauskúpuna, eða „Mr. Bones“, eins og þeir kalla hana. Það er Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri. Hann brá sér vestur um haf i desember síðastliðnum, og vann sér það til frægðar að fljúga með tvöföldum liljóðhraða. Ég held örugglega, að það hafi enginn annar íslendingur gert. En það er erfitt að fullyrða nokkuð um íslendinga. Þegar loksins hefur hafzt upp á þeim, sem fyrstur hefur orðið til einhvers, skýtur venjulega einhver annar upp kollinum og hefur þá orðið á undan. Óbeint ef ekki beint. Og þannig gengur þetta koll af kolli. En sem sagt, enn sem komið er hefur Agnar Kofoed-Hansen heiðurinn einn, og það var til að frétta af þeim atburði, sem ég sat á móti honum i notalegri skrifstofu hans í flugturninum, ein- mitt sama daginn og annar merkur viðburður varð í íslenzkri flug- sögu: Fyrsta íslenzka þyrlan var vígð til starfa. Og þá gef ég Agnari orðið: — Ég býst við, að flcsta, sem hafa afskipti af flugmálum, langi til að fylgjast með nýjungum í flugi og reyna þær sjálfir. Mig hefur lengi langað að komast í gegn um — eða yfir — hljóðmúrinn. Ég ímyndaði mér hér áður, að ég þyrfti ekki annað en að fara út á Keflavíkurflugvöll og fá að fljúga með þotu, sem kæmist yfir Mach 1,0, og það fór eftir; ég fékk að fljúga með þeirra vélum, en þær fóru þá ekki nema í svo sem Mach 0,6—0,8, og þá í dýfu. Svo það var ekki nógu gott. En í fyrrasumar, þegar flugmálastjóri Bandaríkjanna var hér gestur minn, spurði hann mig að skilnaði, hvað hann gæti gert fyrir mig, þegar ég kæmi næst þarna vestur á þeirra fund. Ég sagði lionum, að hið eina, sem mér fyndist i svipinn ég eiga eftir, væri að fara hraðar en hljóðið. Og vildi endilega komast til þess sem allra fyrst. Síðan gleymdi ég þessu að nokkru leyti, þar til í desember siðast liðnum, að ég var þar staddur á fundi, að það bar aftur á góma. Ég vissi, að maður varð að hafa lieilsuvottorð i bezta lagi til þess að komast inn í þau heilögu vé þarna í Bandaríkjunum, sem hafa þessar allra hraðfleygustu vélar. Ég notaði þvi tækifærið og gekk undir læknisskoðun í Albucjuerque i Ne"w Mexico, á stað sem heitir * Lovelace Clinic, en það er miðstöð Bandaríkjanna fyrir liina lækn- isfræðilegu hlið flugsins — Aviation Medecin Center — og dr. Lovelace, sem er góður kunningi minn, ber ábyrgðina á heilsufari ) þeirra, sem fara út í geiminn. Þetta er einnig alhliða heilsustofn- un og ein af fjórum stærstu slíkum i Bandaríkjunum, en hinar eru i Boston, Chicago og California. Ég hef dvalið þarna áður í boði dr. Lovelace, og fór sem sagt núna aftur, og einn dag í þessa sér- stöku skoðun, sem er fyrir þá flugmenn, sem mest reynir á, svo sem geimfara og herflugmenn. Einnig er þar kannað hvernig menn eldast — hvað gefur sig, þegar aldurinn færist yfir. Þessi skoðun, sem tók frá klukkan sjö um morgun til hálf sex um kvöld, er hreint ævintýri. Hinar skoðanirnar tóku þrjá daga, en þessi var atburður, sem ekki gleymist. Allt er skoðað og reynt út i æsar, og tilviljun getur engu ráðið. Fernt er mér þó minnisstæðast úr þessari skoðun: Eitt var það, að vera vigtaður i vatni. Ég val látinn fara úr öllum Þessi tvö litlu spjöld eru skírteini Agnars. Annað er skírteini hans i M 2 klúbbnum, sem er félagsskapur þeirra fáu útvöldu, sem hafa flogið með tvö- földum hraða hljóðsins, en hitt er félagsskírteini hans í 95. flugdeild lofthers Bandarikjanna. O Ekki má gleyma fallhlífinni. Vonandi þarf ekki að nota hana, en allur er varinn góður. 24 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.