Vikan - 24.06.1965, Qupperneq 34
skáldsins ísólfs Pálssonar. Tillag
Bergsættarinnar til íslenzkrar
tónlistar er ekkert blávatn.
— Blómlegt leiklistarlíf er í
Reykjavík og nokkrum öðr-
um kaupstöðum. Þetta er
blómaskeið hinna miklu leikara,
Jens B. Waage. Árna Eiríkssonar,
Stefaníu Guðmundsdóttur og
Indriðadætra, Guðrúnar og Euf-
emíu. Og öll Reykjavík er farin
að þekkja Friðfinn og Gunnþór-
unni í gamansömum hlutverkum.
Enn er Indriði Einarsson I fullu
fjöri og hann er lífið og sálin
í leiklistarstarfinu í Reykjavík.
Hann dreymir stóra drauma um
veglegt íslenzkt þjóðleikhús,
drauma, sem áttu eftir að ræt-
ast, þó að löngu seinna yrði.
ísUnzka konungsrfkiS fram að her-
náminu.
Á áratugnum milli 1920 og 1930
kemst meiri festa á flokkaskipunina
í landinu. Gömlu flokkarnir, Heima-
stjórnarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem að vísu voru oftast
lausir í reipunum, hverfa úr sög-
unni, því að sjálfstæðisbaráttan við
Dani er að mestu leyti á enda. 1924
er stofnaður Ihaldsflokkur undir
forustu Jóns Magnússonar og Jóns
Þorlákssonar. Tveimur árum seinna
er stofnaður Frjálslyndi flokkurinn
undir forustu Sigurðar Eggerz og
Jakobs Möllers. Flestir í þeim flokki
eru úr gamla Sjálfstæðisflokknum,
og andar frá þeim köldu í garð
Dana. Árið 1929 sameinast þessir
flokkar f einn flokk, Sjálfstæðis-
flokkurinn í fyrstu undir forustu
Jóns Þorlákssonar, en síðar Ólafs
Thors. Framsóknarflokknum og Al-
þýðuflokknum eykst fylgi. 1930
klofnar Alþýðuflokkurinn, og menn
úr vinstri armi hans stofna Komm-
ánistaflokk íslands undir forustu
Einars Olgeirssonar og Brynjólfs
Bjarnasonar. Kommúnistaflokkurinn
kemur fyrst engum mönnum á þing.
Árið 1938 gengur allstórt brot úr Al-
þýðuflokknum undir forustu Héðins
Valdimarssonar og Sigfúsar Sigur-
hjartarson er til sameiningar við
Kommúnistaflokkinn, og er hinn
nýi flokkur nefndur Sameiningar-
flokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur-
inn. Héðinn gengur þó úr flokknum
árið eftir.
1924 myndar íhaldsflokkurinn
stjórn undir forsæti Jóns Magnús-
sonar, en við dauða hans 1926
verður Jón Þorláksson forsætisráð-
herra. 1927 vinnur Framsóknar-
flokkurinn mikinn kosningasigur og
myndar stjórn Tryggvi Þórhallsson
er síðan forsætsráðherra til 1932. Á
þessum árum er stjórnmálabaráttan
ákaflega hörð og stendur einna
mestur styr um Jónas Jónsson frá
Hriflu, sem gegnir embætti dóms-
mála- og menntamálaráðherra og
er aðsópsmikill á mörgum sviðum-
Stjórnmáladeilur þessa tímabils ná
hámarki með þingrofi og kosning-
um 1931. Þá verða miklar æsingar
( Reykjavík og víðar um land. í
þessum kosningum fær Framsóknar-
flokkurinn hreinan meirihluta á
þingi, þótt hann hafi ekki meiri-
hluta kjósenda, en hér nýtur hann
hinnar gömlu kjördæmaskipunar,
sem er dreifbýlinu mjög í hag. í
ráðherratíð Tryggva Þórhallssonar
er haldin mikil hátíð á Þingvöllum
sumarið 1930 til að minnast þús-
und ára afmælis Alþingis, en Ás-
geir Ásgeirsson er þá forseti sam-
einaðs Alþingis og stjórnar hátíða-
höldunum. Hátíðina sækir fjöldi
manna víðs vegar af landi og margt
erlendra gesta. — 1932 myndar Ás-
geir Ásgeirsson samsteypustjórn
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. í árslok 1933 verður
klofningur í Framsóknarflokknum
og stofna allmargir menn úr flokkn-
um nýjan flokk, Bændaflokkinn.
Tryggvi Þórhallsson er aðalforingi
Bændaflokksins, en hann deyr 1935.
Bændaflokkurinn kemur mönnum á
þing en hann hverfur úr sögunni
1942. Eftir valdatöku Hitlers í
Þýzkalandi 1933 er myndaður hér
á landi nazistaflokkur sem nefnir
sig flokk þjóðernissinna á íslandi.
Fylgi hans er Ktið, en hann lætur
talsvert á sér bera og fylgismenn
hans, mest unglingar, ganga stund-
um einkennisklæddir um götur
Reykjavíkur.
Krepputímar.
Heimskreppan mikla kemur hing-
að til lands, og stundum er mikið
atvinnuleysi á árunum um og eftir
1930. Árið 1932 kemur oftar en
einu sinni til alvarlegra átaka milli
atvinnuleysingja og lögreglu (
Reykjavík. Alvarlegasta uppþotið
verður ( nóvember og meiðast þá
margir menn. — Á árunum 1934 til
1938 fer samsteypustjórn Framsókn-
arflokksins og Alþýðuflokksins með
völd í landinu undir forustu Her-
manns Jónassonar. 1938 — 1939
fer Framsóknarflokkurinn einn með
stjórn, en vorið 1939 myndar Her-
mann nýja stjórn, sem er sam-
steypustjórn Framsóknarflokksins,
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins. Ráðherrar verða nú fimm
í stað þriggja áður. Það eru hinar
uggvænlegu horfur ( alþjóðamál-
um, sem valda því að flokkarnir
leggja deilumálin að nokkru leyti
á hilluna.
1920 endurheimta íslendingar
hið æðsta dómsvald í málum sín-
um, er Hæstiréttur er stofnaður.
Kristján Jónsson frá Gautlöndum,
fyrrverandi ráðherra, verður fyrsti
forseti Hæstaréttar, en Sveinn
Björnsson og Eggert Claessen taka
fyrstir próf sem hæstaréttarlögmenn
á íslandi. Og sama ár verður til
hinn fyrsti vísir að (slenzkri utan-
ríkisþjónustu, en þá erSveinn Björns-
son skipaður sendiherra íslands í
Kuapmannahöfn Annars fara Dan-
ir að mestu leyti með utanríkismál
íslands fram til 1940.
Framfarir verða í efnahagslífinu,
en þróunin er enn hæg og heims-
kreppan veldur kyrrstöðu í nokk-
ur ár. Það fjölgar við sjávarsíðuna,
bæirnir stækka, einkum Reykjavík,
en straumurinn úr sveitunum er ekki
enn orðinn að því flóði, sem hann
verður á stríðsárunum. Mikilvægi
fiskveiðanna í atvinnulífinu verður
þó æ meira. Verkunaraðferðirnar á
fiski verða f jölbreyttari. Það er
hraðfrystingin, sem fer að vinna á,
fiskiðnaður fer að verða mikilvæg-
ur atvinnuvegur. SNdarverksmiðjum
fjölgár einnig. Þegar á Kður taka
Islendingar landhelgisgæzluna að
miklu leyti í eigin hendur. Sjórinn
krefst eins og fyrri daginn sinna
fórna, ægileg sjáslys verða, hið
mesta á Halamiðum í febrúar 1925,
er tveir togarar farast með 68
mönnum, 1928 er Slysavarnafélag
Islands stofnað til að vinna gegn
slysahættunni á sjó og landi.
Minkur og fjárpestir.
íslenzku sveitirnar breyta smátt
og smátt um svip Steinhúsum fjölg-
ar, en torfbæjum fækkar. Og tún-
in stækka, ekki mjög ört, en hægt
og bítandi. Ný ræktunartækni er
smátt og smátt að ryðja sér til
rúms, en hinar verulega stórvirku
vélar eru þó enn ókomnar En seint
á þessu tímabili taka pestir að hrjá
sauðfjórstofn landsmanna. Skæðust
er mæðiveikin, sem kemur upp í
árslok 1935. Margvíslegar ráðstaf-
anir eru reyndar gegn henni, en
án mikils árangurs framan af. Tals-
vert margir bændur koma sér upp
loðdýrabúum og rækta refi og
minka. Minkaræktin hefst hér fyrir
alvöru 1932. En áður en líður á
löngu taka minkar að sleppa úr
búrunum og leggjast á fuglalífið,
hér er komin til sögunnar ný land-
plága á íslandi. — Áhugi á skóg-
rækt og sandgræðslu fer ört vax-
andi, og skógræktarfélög eru stofn-
uð víða. Klemenz Kristjánsson á
Sámsstöðum fer að rækta korn í
stórum st(l. Eftir 1930 fara gróður-
hús að rísa upp á stöðum, þar
sem jarðhiti er, og ný stétt verður
til í landinu, garðyrkjubændur, sem
hafa það að aðalatvinnu að rækta
tómata, blóm og fleira við jarð-
hita í gróðurhúsum. Þetta verður
mikilvægur atvinnuvegur í sveitum
eins og Biskupstungum, Ölfusi,
Mosfellssveit, Bæjarsveit, Reyholts-
dal og Reykjahverfi. Og útlendinga
rekur í rogastanz þegar þeir sjá
vínber og banana ræktaða norður
undir heimskautsbaug. — Iðnaður
eykst verulega í landinu, spunaiðn-
aður blómgast á Akureyri og Ála-
fossi og ( Reykjavík eykst matvæla-
iðnaður, sælgætisiðnaður og sápu-
gerð. Járn- og stálsmiðjum fjölgar,
r------------------------------\
Ef þér eigið Ijósmynd,
stækkum vlð hana og litum. 18x24
kosta 90 kr. ísl. Stækkun án lit-
unar kostar 45 kr. Vinsamlegast
sendið mynd cða filmu og gefið
upp liti. Skrifið helzt á dönsku.
FOTO-KOLORERING.
Dantes Plads 4,
Köbenhavn V.
X______________________________J
VIKAN 25. tbl.