Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 24.06.1965, Qupperneq 41

Vikan - 24.06.1965, Qupperneq 41
Vandengraf færði drottning- arriddarann og tók peð af borð- inu. Halden ýtti drottningunni sinni áfram með skjálfandi fingr- um; hendur hans skulfu svo ákaf- lega, að hann sló um koll tvo eða þrjá taflmenn, og varð að beygja sig eftir þeim og setja þá á sinn stað aftur. Vandengraf blístraði Danse Macabre eftir Saint-Saéns. — Hættið að blístra maður! sagði Halden reiðilega. — Eða ef þér þurfið að blístra, blístrið þá eitthvað annað lag. Vanden- graf hallaði sér aftur á bak í kojunni sinni og hélt áfram að blístra, beint framan í Halden. — ímyndið ykkur mig, Alex- ander Vandengraf alias Blotzky huglesara að starfi, sem á gamal- aldri kemst skyndilega að þeirri staðreynd, að hann getur í raun og veru lesið hugi annarra! sagði hann eftir að hafa lokið við lag- ið með dúllu. — Það hlýtur að vera skapið og andrúmsloftið í þessarri höfn sem hefur kallað það fram í mér. Það er einhver elektrómagnitísk spenna í loft- inu, í sambandi við þrumuveðr- ið. ég get lesið hugi. Úr því ég get lesið flókinn, slunginn, mein- gallaðan huga eins og yðar, Myn- heer, ætti að vera barnaleikur að lesa hina einföldu hugi meðal- mannanna. Framhald í næsta blaði. FangaráS í flutningalest Framhald af bls. 17. Við erum Þióðverjar. Ef ég þarf að segja eitthvað, þó segi ég það á þýzkri ensku. En þv( aðeins að það sé óhjákvæmilegt. _ Við finnum hann aldrei, ef þeir hafa ákveðið að fela hann, sagði Hedley ofursti. — Það þarf heila herdeild til að leita almennilega í þessu kanínubúri. Þeir sáu engan niðri ( þorpinu nema lítinn dreng, sem lék sér á götunni. Hann reis á fætur og fór burt, þegar mennirnir þrír nálguð- ust. — Ætli hann hafi ekki verið á verði, sagði Ryan. — Við skulum sjá hvert hann fer. Þeir fylgdu drengnum eftir. Allt í einu leit hann um öxl og hent- ist í gegnum opnar dyr. _ Komið! hrópaði Ryan og tók til fótanna. Hann þaut að dyrunum, sem drengurinn hafði horfið í gegnum, sparkaði þeim upp og hentist inn með hríðskotabyssuna reidda. Drengurinn sast hvergi. Eini mað- urinn í herberginu var sá gamli, sem hafði verið í fararbroddi fyr- ir þeim hópi þorpsbúa, sem heim- sótti lestina. Hann hallaði sér aft- urábak í armstól og horfði æðru- laust á Ryan. Ryan beindi hríðskotabyssunni að þeim gamla og benti Costanzo Hvepflsgölu 82 - Sfmí 2117S HRINGBORÐ MEÐ EINUM FÆTI EÐA ÞREM FÖTUM FERKÖNTUÐ BORÐ OG SÖFABORÐ BARNAKOLLAR húsgögn i eldtiús að stíga fram. Sá gamli hristi höf- uðið, þegar Costanzo spurði hann. Ryan greip fyrir bringspalirnar á honum og rykkti honum upp úr stólnum. — Der fangann! sagði hann hörkulega. Sá gamli beit saman vörunum. Ryan skók hann til. — Der fangann! Costanzo kom við öxl Ryans og gaf honum til kynna, að hann vildi tala við hann. Ryan bölvaði og skellti þeim gamla frá sér á stólinn, sem hrökk í sundur, svo gamling- inn lá í brakinu á gólfinu. Gömul kona kom þjótandi út úr öðru her- bergi og kastaði sér grátandi á gólfið við hlið þess gamla. Hann sagði eitthvað við hana, og hún þagnaði. — Jafnvel þótt hann viti hvar Bostick er, segir hann okkur það ekki, sagði Costanzo. — Fyrr lætur hann drepa sig. Gamla konan, sem hélt að nú væri komið hennar skapadægur, reri fram og aftur og kjökraði há- stöfum. Sá gamli sagði eitthvað með reiðilegri rödd, og hún þagn- aði aftur. — Við leitum um allt húsið, sagði Ryan. — Það er varla um marga staði að ræða, þar sem hægt er að fela risa á borð við Bostick ( þessu húsi. Hann skildi Costanzo eftir á verði yfir gömlu hjónunum og stökk í gegnum húsið ásamt Hedley, spark- aði um húsgögnum og leit undir rúmin. Þeir fundu engan felustað, sem var nógu stór fyrir karlmann, varla heldur nokkurn á stærð við drenginn, sem stokkið hafði inn á undan þeim, en sem greinilega var heldur ekki í húsinu. En hann fann opinn glugga á bakhlið hússins. — Heinz! hrópaði Ryan. — Kom her. Constanzo kom þjótandi. — Hann hefur forðað sér út í gegnum þennan glugga, sagði Ryan. — Komið með. Þeir klöngruðust út og voru þá ( litlum, daunillum garði, sem lá milli tveggja raða af hrörlegum húsum. Allar dyr og gluggar voru aftur og þeir sáu engin merki um mannabyggð önnur en þau að gluggatjald í glugga á annarri hæð í einu húsanna bærðist eins og ein- hver stæði fyrir aftan það og horfði niður í garðinn. — Reynið þarna, sagði Ryan og benti á húsið Aður en Costanzo og Hedley náðu að hlýða, heyrðu þeir blístrað VIKAV 25. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.