Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 50
Fyrir- myndar Hann var álitinn í alla staíi fyrirmynd annarra pilta, bandaríski ungl- ingurinn Michael Clark, 16 ára gamall skáti, hægur og rólegur í fram- komu, hreinn og snyrtilegur, hlýðinn og tillitssamur við foreldra sína og systkini. Hann klæddi sig í nýpressuö mjallhvít föt á morgnana til að mæta á skátafundi, á eftirmiðdögum fór hann með mömmu sinni í búðir og hélt á pökkum fyrir h?.na. Eitt kvöldið fyrir skemmstu dundaði hann við það að hjúkra vængbrotinni dúfu, sem hann átti og nostraði lengi við hana, þar til hann gekk allt í einu út í bílskúr og tók Cadillac föður síns í leyfisleysi cg ók á brott. Móður ha.ns fannst þetta undarlegt háttalag, sérstaklega vegna þess að hann hafði ekki fullkomið bílpróf, og hringdi á föður hans, sem kom strax heim. Eftir rúman klukkutíma hringdu þau á lögregluna og bóðu hana að svipanst um eftir drcngnum. Michael ók allan laugardaginn, og við hlið hans í sætinu lá aflmikill Mauser-riffill, sem faðir hans átti og notaði til að skjóta hreindýr. Hjá rifflinum var stór kassi með stálskotum. Snemma á sunnudagsmorgni ók hann út af veginum, ók á girðingu og stöðvaði bílinn. Hann tók riffilinn og skotin, gekk upp á hæð rétt við veginn og lagðist niður í hávaxið grasið. Fyrir framan hann var fjórföld aðalbraut, þar sem hundruð bíla óku framhjá. Hann var ná- kvæmlega á sama stað þar sem stigamaðurinn Solomon Pico faldi sig fyrir heilli öld með riffil og skaut á hestvagna sem fóru framhjá. Um sexleytið skaut hann fyrsta skotinu, en hitti ekki. Bílstjórinn stanz- aði, sá annað skotið hitta aurbrettið a.ð framan, og gaf í til að ná í lög- regluna. Michael gerðist nú hittnari. Maður kom akandi með konu sína og fjögur börn. Hann fékk kúlu í hálsinn, en sonur hans fimm ára gamall fékk aðra beint í heilann. Bíllinn snarstazaði, konan hljóp út og veifaði til annarra bifreiða. Tvær stöðvuðust og í báðum þeirra fékk maður banvænt skot áður en hann komst út. Konan fór upp í bílinn, og þótt hún kynni ekki að aka bíl, tókst henni að koma bílnum sjö kílómetra til næstu lögreglustöðvar. Maður hennar komst af, en sonurinn ekki. En á meðan ríkti algjört öngþveiti við hæðina. Skotið var á allt, sem framhjá fór. Lögreglan kom og lögreglumaður fékk skot í höndina. Tveir bílstjórar fengu í sig kúlu, en þó ekki lífshættulega, sex aðrir meiddust af glerbrotum. Lögreglan reyndi að umkringja piltinn, en komst ekki að honum, því hann skreið um í háu grasinu og hélt skot- hríðinni áfram. í 150 mínútur var Michael konungur hæðarinnar. Loks, klukkan hálf- níu komust lögreglumennirnir að honum. Michael stóð upp, veifaði og hrópaði: „Komið og takið mig“. Svo beindi hann riffilhlaupinu að enni sér og sprengdi sig inn í eilífðina. Hvað skeði með Michael? Hvað bilaði í þessum fyrirmyndarpilti? Einn sálfræðingur sagði: „Tilfinningar, sem lokast inni í hjartanu og komast ekki út um munninn, breytast ávallt í einhverjar framkvæmdir“. Vantar upptinnlngamenn Sú iðngrein, sem er í örustum vexti í Bandaríkjunum, er uppfinningar, — eða ef við notum nýjustu skilgreininguna: deildir stóru fyrirtækjanna til vísindalegra framfara í fram- leiðslu. Ef taldir eru allir þeir Bandaríkjamenn, sem starfa við slík- ar deildir hjá stærstu fyrirtækjunum, á sjúkrahúsum, í varn- armálum, og í geimferðamálum, þá fær maður út töluna 1,2 milljónir manna. Fæstir þeirra eru „uppfinningamenn“ í hin- um gamla skilningi þess orðs, en allir sýsla þeir með að finna eitthvað upp, og yfirmaður eins stórfyrirtækisins segir: — Við þurfum á fleirum og fleirum að halda. Það er geysi- lega þýðingarmikið fyrir stóru fyrirtækin að vera fyrst með nýjungar á markaðinn, og þessvegna er mikið fé lagt í fram- leiðsluframfarimar. Það er ekki orðum aukið þótt sagt sé að við þurfum á milljón uppfinningamönnum að halda í næstu framtíð. Árið 1940 lögðu bandarísk fyrirtæki og ríkið 16,8 milljarða króna í uppfinningar. Á þessu ári eru greiddar 160 milljarð- ar. Mestur hluti þessa fjár fer í geimferðir, sem þvinga menn til að framkvæma stórkostlegar rannsóknir á sviði efnafræði, kjarnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, stærðfræði, landafræði, læknisfræði, lyf jafræði -— í stórum dráttum allar hliðar vísinda. fet á rúmri mínútu, og orkan í hreyflinum — það var einn ein- asti hreyfill þarna fyrir aftan okkur — var eitt hundrað þús. Iiestöfl! Mér fannst ég vera kom- inn i liálfgert geimfar, bæði vegna viðbragðsins og hins, að við stefndum svo til lóðrétt upp í loftið. Enda er það svo með þessa vél, F-106 B Delta Dart, að þegar liún hefur létzt um hálf- an eldsneytisforðann, getur hún hætt stöðugt við sig hraða, þótt farið sé alveg lóðrétt upp; hef- ur sem sagt náð eiginleikum eld- flaugar. Nú er það svo, að öll svona flug verða að hafa einlivern til- gang, og okkar tilgangur var að „eyðileggja" ákveðið skotmark austan við New York — að sjálf- sögðu ímyndað. Þessu er öllu saman fjarstýrt frá jörðunni, meira að segja eldflaugunum, sem skotið er frá vélinni á á- kveðið mark, er stýrt frá jörðu. Flugmaðurinn sér að vísu á sinni radarskifu, að hann er kominn á réttan stað, en hann þarf ekkert að hreyfa frekar en hann vill. Við fundum okkar „mark“ á sínum stað, í 40 þús- und fetum, og jiað var „eyðilagt“. Síðan var mér leyft að fljúga sjálfum og flaug jiarna í hálf- tíma. Ég hafði afar gaman af jiví. Við vorum t. d. staddir fyrir austan Washington D.C. en þá tók ég að mér fannst enn smá- hring, ag var um leið kominn norður að Kennedyflugvelli við New York. Með þessum hraða tæki flug til Akureyrar sex min- útur. Að vísu flaug ég ekki sjálf- ur nema með rúmlega einföldum hljóðhraða, en svo þegar ég hafði flogið þarna sjálfur í hálftima, tók flugmaðurinn aftur við vél- inni, því nú skyldi farið upp i allt að Mach 2,3, sem er rúmlega tvöfaldur hljóðliraði. Við byrj- uðum í 43 þúsund feta liæð, en þá kom fram smábilun i „after- burner“ (útbúnaður á þotu- lireyflinum, sem margfaldar orkuna stutta stund til að auka mjög snögglega flughraðanri), þannig að hann vildi ekki kveikja i þeirri hæð. Þá fórum við aðeins neðar, og þá kom hann á með miklum látum, svo við vorum encfa stund að fara upp i tvöfaldan hljóðhraða, Mach tvo. En einmitt þegar við stóðum í því marki, koin fram alvarleg bilun og henni fylgdu rauð, blikkandi ljós, bjölluhringingar og væl i viðvörunarkerfinu, og fhigmaðurinn var afar fljótur að hægja ferðina niður í einfald- an hljóðliraða, Mach 1,0, en þá hætti þessi gauragangur. Við á- kváðum þá að lenda, en þá kom í Ijós að það var bilun í nefhjól- inu. Þar höfðu hilað lásar, sem halda hjólinu uppi. Hefðu þeir farið niður, meðan við vorum á fyrrnefndum liraða, hefði vél- in tætzt í smáagnir, þannig að þetta var allt afar spennandi, og það skal viðurkenna, að mér leið ekki allskostar vel. Við gerðum þrjár tilraunir til að lenda, en í hvert skipti glumdi í viðvörunarkerfinu, og það kom í ljós, að við gátum alls ekki komið nefhjólinu niður. Og þeg- ar koma skal inn til lendingar með 400 km hraða, þykir manni skemmtilegra að hafa öll hjól- in í lagi, því nefið á vélinni ézt upp á asfaltbrautinni á fáum sekúndum og um leið kviknar í af núningnum. Á námskeiðinu hafði ekki ver- ið gert ráð fyrir óhöppum af þessu tagi, svo flugmaðurinn veitti mér örlitla neyðartilsögn á siðustu mínútunum í loftinu. Hann sagði, að við yrðum að vera afskaplega fljótir út úr vél- inni, og lét mig ganga frá ýms- um nauðsynlegum hlutum, svo sem að tryggja það, að sætið skytist ekki með mig upp úr vélinni i lendingunni. Að lik- indum hefðum við skotið okkur út í nokkurri hæð, og ekki reynt að lenda vélinni hefði ekki verið svo hvasst, að það var vonlaust að lenda í fallhlíf, en þennan dag gekk yfir með norðan bál- roki. Við sáum viðbúnaðinn á vellinum; þar stóðu sjúkra- og brunabílar i röðum ,og þetta var mjög merkileg reynsla. Við flugum yfir turninn og báðum starfsmenn hans að segja til um, hvort hjólið væri komið niður, en þeir gátu ekki staðfest að svo væri. Þá var ekki eftir neinu að biða og við dembdum okkur inn til lendingar á þessum lika hraða, en um leið og við lentum á okkar tveimur heilu hjólum, hrökk nefhjólið niður. Ég skal ekki neita því, að mér létti mikið. Að visu er bjartsýnin alltaf efst, og trúin á að allt fari vel. Spurningin er aðeins hvemig, og hún vekur oft mikla spennu. Mér fannst til dæmis ekkert efni- legt að eiga að komast í snar- kasti út úr logandi vél; ég var margreyrður niður í sætið og mátti ekki losa mig, fyrr en vélin hefði alveg stöðvazt. Og þótt undankomuleið sé alls ekki sjáanleg í andartakinu, verður bara að trúa því að hún finnist. — Þótt við hefðum getað skotið okkur út, er ýmislegt sem fylg- ir því líka, því til þess að það sé óhætt, þarf hraðinn að vera orðinn tiltölulega lítill. Þannig lauk þessu giftusam- lega, og ég hafði mjög gaman af ævintýrinu. Einnig fékk ég stór- um betri skilning á öllum að- stæðum við þetta, því manni er nú einu sinni þannig farið, að hann þarf að reyna hlutina sjálfur til að skilja þá til fulls. Og ég er mjög þakklátur þeim vinum mínum vestan hafs, sem gerðu mér kleift að fara þessa ferð. *. gQ VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.