Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 3

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 3
Kitsljóri: Gísli SigurSsson (ábm.). Blaðamenn: Guð- mundur Karlsson, SigurSur HreiSar. Útlltsteiknlng: Snorri FrlSriksson. Auglýsingar: Ásta BJarnadöttir. Ritstiórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólí 333. AígreiSula og nroiitng: Blaðadraáfing, Laugavegl 133, simi 36720. Drcifingar- stjóri: Óskar Karlsson. VerS í lausasölu kr. 25. Ánkrift- arverð er 300 kr. ársþriBjungslega, greiðist fyrirtfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. í ÞESSARI VIKU FORSÍÐAN Forsíðuna að þossu sinni teiknaði Karolína Lárus- dóttir fyrir VIKUNA. Staðurinn skiptir ekki máli, né dagsetningin — aðalatriðið er æsk- an, rómantíkin, kyrrðin og frelsið í íslenzkri nátt- úru. Þeir, sem ekki fó í sig einhvern fiðring við að horfa á myndina, ættu að leita læknis við fyrsta tækifæri. ÍINÆSTA BLAÐI HVERSU LANGT Á STARFSSVIÐ GIFTRAR KONU AÐ NÁ? VIKAN ræðir við átta íslenzkar húsmæður um hvort þær álíti réttara að eiginkonur vinni utan heimilisins eða ekki. Er þjóðfélaginu meiri nauðsyn á því að fó starfskrafta þeirra til almennra starfa, heldur en heimilisstarfa eingöngu? .... Bls. 10 EINHLEYP KONA í NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI. Það eru ýmsir erfiðleikar, sem einhleyp kona þarf að strtða við, og ekki s(st þegar hún missir fyrirvinnu heim- ilisins skyndilega. Grein, skrifuð af konu, sem hefur slíka reynslu að baki sér.............. Bls. 8 ÉG BRENN ( SKINNINU EFTIR AÐ MÁLA EITTHVAÐ HRYLLILEGT! Viðtal við Karolínu Lárusdóttur list- nema, og myndir af nokkrum verkum hennar .... ................................ Bls. 4 FRÆGUSTU KVENNJÓSNARAR SÖGUNNAR. „Ástin er skæðasta vopnið", frásögn af ýmsum þekktum kvenniósnurum og lýsingar á afrekum þeirra. Spenn- andi og fróðleg grein .............. Bls. 18 LÍFSSKILYRÐI ÁSTARINNAR í JAPAN. Fróðleg grein um ungu kynslóðina í Austurlöndum, venjur, reglur, áhugamól og hegðun unglinga í Japan . . Bls. 20 SUNGIÐ í SPRENGJUREGNINU. Þriðfa greinin um Einar Kristjánsson óperusöngvara og helztu viðburði á starfsferli hans. Mikið af myndum .... Bls. 26 ÍSLENDINGAR FERÐAST MEIRA EN NOKKRU SINNI FYRR. Grein um ferðamál, endursögð og stað- færð ............................ Bls. 22 Framhaldssögumar Angelique og Vögguvísa fyrir morðingjann, kvennaefni, Póstur, smáefni, Kross- gáta o.m.fl. HÓLMGANGA VIÐ ÍSLANDSMEISTARA. Blaðamað- ur VIKUNNAR spreytir sig í hástökki og reynir að sigra íslandsmeistarann Jón Þ. Ólafsson — með misjöfnum órangri. Myndir og viðtal við Jón. VIÐ SKULUM EKKI HAFA HÁTT____VIKAN mælir hóvaða ó ýmsum vinnustöðum í Reykiavík, í flug- vél, á Akureyri og víðar. Rætt við fulltrúa Borgar- læknis um áhrif hóvaða á starfsfólk og ýmsar rann- sóknir þeirra hér á landi í því sambandi. „ÉG HEFÐI HIKLAUST VALIÐ SÖNGINN AFTUR". Fjórða og síðasta grein Jakobs Möller um Einar Kristjónsson óperusöngvara. „ÞAÐ ER MEIRI STÆLL Á YKKUR". VIKAN ræðir við unga færeyska stúlku, dóttur Erlendar Paturssonar, sem stödd er hér ó landi. ÓVEÐURSNÓTT Á NORÐURSJÓ. Þýdd frósögn um brezkan togara, sem lenti í sjávarháska og komst nauðuglega heim aftur. EIGINMAÐUR TVEGGJA KVENNA. Frósögn af manni, sem var „kvæntur" tveim konum, bjó með þeim sitt ó hvorum staðnum, og átti þannig tvær fjöl- skyldur. ÉG SKAL VAKA MEÐ ÞÉR. Hugljúf smásaga eftir Alberto Moravia. Framhaldssögurnar Angelique og Vögguvtsa fyrir morðingjann — Póstur, smáefni, Krossgáta o.m.fl. HUMOR I VIKUBYRJUN BRÉF FRÁ RIT8T«)Ö§tttfNf«l VIKAN leitast alltaf við að hafa „eitthvað fyrir alla" á heimilinu, og svo er einnig nú — jafnvel þótt þetta tölublað mætti kannske frekar tileinka kvenfólkinu. Efni blaðsins atS þessu sinni er frekar við hæfi kvenna en karla, og fjallar um nokkur áhugamál þeirra. Við erum með stutt viðtöl við ís- lenzkar húsmædur um starfssvið konunnar — grein um einhleypar konur — viðtal við tilvonandi íslenzka listakonu — frásögn af þekktum kvennjósnurum og grein um japanska óst. Við vonum því að konunum líki ekki sfður við blaðið nú en endranær — og að eiginmennirnir kaupi það handa þeim. f, P VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.