Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 27
Einar Krisf jánsson, óperusöngvarip rif jar lufi «Jakob Þ. Möller ígúst 1946 / fyrsta sinn eftir stríSIS og hafol þá ekki komiS til Islands í 10 ár. Myndin er tekin hór heima við þao1 .___....' ! .- !'._______ ¦O Einar í óperu eftir Gluck, sem heitir Iphigenie auf Tauris. 0 Einar í hlutverki hirðffflsins í Liden Kirsten á Konunglega leik- húsinu 1951. arstöðinni húkti ég svo til klukkan hálf tólf, en þá drattað- ist lestin fyrst af stað. Lestarferðin tók alla nóttina, en ( Berlín nældi ég mér í tveggia tíma svefn, áður en lagt var upp í flugið til Vínar. Á flugvellinum átti reyndar að kyrr- setia mig, af því ég var útlendingur, en úr því rættist eftir nokkurt stapp. Þegar loks til Vínar kom, var ég orðinn út- keyrður, ósofinn og þreyttur og að því er mér fannst, þegj- and hás. Það var þó bót í máli, að Ferdinand Leitner átti að spila undir hjá mér einu sinni sem oftar og honum yrði ekki skotaskuld úr því að lækka prógrammið um hálftón mér til hægðarauka. — En nú leizt mér ekki á blikuna — Leitner var alls ekki mættur. Nú varð ég svo þegiandi hás, að ég kom ekki upp nokkru hl|óði. I angist minni beið ég til klukk- an hálf sex, en þá birtist Leitner loksins eins og frelsandi engill, og mér létti stórum. Við drifum okkur í salinn og prufuðum svolítið — það gekk vægast sagt illa. Svo hvíldi ég mig fram að konsert, og það merkilega skeði, að um kvöldið gekk allt eins og í sögu, og hæsin var rokin út ( veður og vind. — Það er alveg furðulegt hvað líkaminn á mikið „reserve" til, þegar á reynir, þótt maður haldi að maður sé að niðurlotum kominn. Þetta vár einhver erfiðasta ferðin af mörgum. Það var alls ekki óalgengt, að nótt væri lögð við dag: Sungið f Hamborg að kvöldi — næturlest til Mtinchenar — sungið þar — næturlest til Hamborgar aftur — og sungið þar! En það, var kostur að geta skroppið svona fró dag og dag. VII Nú fórum við fyrst að finna fyrir alvöru fyrir hörmungum stríðsins. Loftárásirnar á Þýzka- land voru hafnar, en beindust þó aðallega að vesturhluta landsins til að byrja með. Þeg- ar stórórósirnar á Hamborg byrjuðu á árinu 1943, fór ég með f'|ölskylduna suður til See- feld í Tyról og dvöldumst við þar á hóteli um hríð. Kvöld nokk- ur kemur hótelstýran með mikl- . um bægslagangi upp á herbergi til okkar og segir að íbúðin mín sé í rúst. Þessar fréttir hefðu komið í skeyti, sem enn væri niður á símstöð. Ég nóði í skeyt- ið, en í því stóð aðeins, að íbúð- in hefði skaddazt. Þetta skeði í stórárásunum í júlí, sem gerðar voru dag eftir dag og voru einhverjar hinar hörðustu, sem bitnuðu á (búð- arhverfum í öllu stríðinu. Þá fór- ust tugir þúsunda manna í Ham- borg einni. Fleiri ferkílómetrar voru lagðir í eyði á hverri nóttu. Ég bró mér í skyndi til Ham- borgar til þess að huga að því hvernig komið væri. Lestin staðnæmdist fyrir utan borgina. Fólkið æddi um eins og sturlað alla nóttina, sem var björt sem af degi í eldhafinu. Kirkjumar voru griðastaðir, þar var útbýtt kaffi og þurru brauði. Ég hafði talað við tengdamóð- ur mína í Dresden og sagt henni hvernig komið var. Hún kom til Hamborgar til þess að reyna að hjólpa mér. En við gótum ekk- ert gert og ekki um neitt annað að ræða en að koma sér út úr borginni sem fyrst aftur á með- an ástandið var svona slæmt. Þessa sólarhringa ríkti algjör ringulreið í Hamborg. Borgin var rafmagnslaus og vatnslaus og þar var enginn óhultur. Ég nóði í mann á þríhjóluðum vagni, sem féllst ó að flytja okk- ur tíu kílómetra leið út úr borg- inni, þ.e.a.s. ef ég væri borg- unarmaður. Hann fékk potta, pönnur og sígarettur fyrir vik- ið. Þjóðverjar voru kaupsýslu- menn, jafnvel þegar svona stóð á. Fram með öllum vegarbrúnum FramhaJd á bls. 40. VIKAN 34. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.