Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 26
Nöttin logar af norðurijósum - E upp endurminningar sfnar III. hl SUNGID i SPI Einar kom heim meS fjölskyldu sína ( óc tækifæri. VI A órinu 1942 flytium við alfarin fró Duisburg. Þó var sprengju- regnið að byria ó Ruhr-borgirnar, en við það sluppum við þar. Ég hafði þá nýlega skrifað undir stóran samning við Hamborgar- óperuna. Tildrögin að ráðningu við stóra óperu geta verið töluvert umfangsmikil. Meðal hinna stærstu eru ríkisóperurnar í Berlín, Hamborg, Dresden og Munchen og Vínaróperan, og hef ég sungið í þeím öllum. Við hvert þessara óperuhúsa starfa tveir lyriskir tenórar, þ.e.a.s. toppstöðurnar eru 10. Auk þess hefur svo hver af hinum 100 smærri óperum í Þýzkalandi sinn lýríska tenór. Þegar ríkisópera ætlar að ráða mann, er ekki fest upp aug- lýsing í anddyrinu: Vanan tenórsöngvara vantar. Lysthafend- ur gjöri svo vel að hafa samband við okkur sem fyrst eða leggi inn nafn og símanúmer. Laun eftir samkomulagi! — Nei, þá er annar háttur hafður á. Umboðsmenn óperunnar fara á stúfana og leita út um allt land, hver á sínu svæði. Síðan er unnið úr tillögum þeirra og uppástungum, og smátt og smátt þrengist hringurinn. Að lokum stendur valið ef til vill aðeins um tvo af öllum þeim, sem komið hafa til greina. Aður en ég var ráðinn við Hamborgar-óperuna hafði ég sungið þar af og til í tvö til þrjú ár og mikið síðasta árið, upp á væntanlega ráðningu. Fór ég að gerast meira en lítið óþolin- móður og vildi fá botn í málið. Mikið var í húfi, 78.000 mörk fyrir þrjú ár, sem voru miklir peningar í þá daga. Ég tók því á mig rögg og tilkynnti, að ég myndi aðeins syngja einu sinni enn upp á tilvonandi ráðningu. Svo rann upp hin stóra stund, og ég söng Rodolpho í Boheme. Eftir að ég'hafði skellt á þá háa c-inu í „Hönd þín er köld" í 1. þætti, kom 1. hljómsveitarstjóri til mín í hléinu og tilkynnti: „Þér eruð ráðinn." Um svona stöður sækir enginn fyrirvaralaust, heldur eru það aðrir, sem pikka menn út. Núna var ég þrítugur að aldri og fimm árum eftir að ég fer frá Dresden, kominn í toppstöðu. Það hefði mér sennilega ekki tekizt á svo skömmum tíma, hefði ég ílenzt þar. Orlof mitt við Hamborgar-óperuna var sex vikur á ári, og gat ég að mestu ráðið því sjálfur hvernig ég skipti því og á hvaða tíma ég tók það. Þennan tíma notaði ég til konserta- og gesta- söngs, þannig að árslaunin voru allt að 50.000 mörk, en vel mátti lifa fyrir tólf þúsund mörk. Sem dæmi má nefna, að húsaleigan, þar sem við bjuggum á bezta stað í Hamborg, var ekki nema 200 mörk á mánuði. Eins og fyrri daginn útheimti þetta auðvitað mikla vinnu, en aðalatriðið var, að ég hafði hestaheilsu og gat því sungið mik- ið og staðið á löngum æfingum, án þess að ofbjóða mér. Þó man ég eftir því einu sinni, að ég hélt að ég hefði farið yfir strikið. Það var '42. Ég átti að syngja stórt Ijóðakvöld ( bezta konsertsal Vínarborgar, Musikverein Saal, þar sem Enrico Caruso og Feodor Chaliapin hafa staðið. Ég var að venju búinn að sækja um orlof í Hamborg í tæka tíð, og þetta átti allt að vera klappað og klárt. Svo nokkrum dögum áður en ég hugð- ist fara til Vínar, er ég kallaður upp á skrifstofu, og mér er sagt, að von sé á ítölskum hljómsveitarstjóra, sem átti að stjórna Traviata kvöldið áður en ég átti að syngja í Vín, 1500 km. í burtu, og hann krafðist þess að fá mig. Ég maldaði í móinn, en lét þó undan að lokum, þótt ég hefði getað neitað. A tilsettu kvöldi söng ég svo þetta erfiða hlutverk, Alfredo í La Traviata. Sýningin hófst klukkan sex, til þess að hún væri úti fyrir myrkur, þegar búast mátti við loftárásum. Strax eftir sýningu rauk ég út á járnbrautarstöð til þess að vera þó kom- inn þangað, ef loftvarnamerki væri gefið, því þá komst eng- inn hænufet. Eini möguleikinn til að komast til Vínar var að taka hæggenga lest til Berlínar og fljúga þaðan. Á járnbraut- Þessar myndir sýna Einar í óperunni The rape of Lucretia eftir Benjamin Britten. 2g VIKAN 34. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.