Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 5
lega nauðsynlegt að panta skólavist meS ársfyrirvara, en ég var eins og
hver annar kjáni og hugsaSi ekkert út i aS tryggja mér skólavist fyrr en
í fyrrasumar og þá var auSvitað orSið allt of seint að komast á góðan skóla
næst vetur. Þá fór ég á nokkurskonar undirbúningsskóla, sem heitir Sir
John Gass’s College of Art. Þetta er mjög stór skóli, þar sem allar hugsan-
legar greinar myndlistar eru kenndar. Þarna lagði ég stund á málun og
teiknun. ViS vorum látin gera mikið af módelteikningum bæði kyrralifs-
myndir og mannamyndir, og okkur var séð fyrir aS minnsta kosti fjórum
nýjum fyrirsætum á dag. Fyrirsæturnar voru yfirleitt ekki fólk eins og gengur
og gerist, heldur voru þetta alls konar furðufuglar, t. d. gamlir og Ijótir
karlar og útlifaðar gleðikonur. Það er nauðsynlegt fyrir byrjendur að gera
nóg af módelteikningum, og það er algjörlega tilgangslaust fyrir viðvaninga
að teikna eftir hugmyndaflugi: maður verður að hafa undirstöðuatriðin
algjörlega á valdi sinu áður. Ég liafði mjög gott af náminu í London og þar
kom ég mér up myndasafni, sem kom sér vel, þegar ég sótti um aðra skóla,
því að það eina sem gildir, þegar maður sækir um skólavist á listaskólum,
er að leggja fram álitlegt safn af myndum.
— Sóttir þú um marga skóla?
— Ég sótti um þrjá skóla í London. Eins og ég sagði áðan, eru skólarnir
i London mjög góðir og það er gott að vera í stórborginni, vegna þess að
þar er svo mikið af söfnum og sýningum, en mér finnst nokkur galli á lista-
skólum í London, að þeir eru gríðarstórir og mér finnst kennararnir ekki
geta sinnt liverjum einstökum nemanda nógu mikið, þess vegna var ég í
nokkrum vafa. En svo heyrði ég um skóla nokkurn í Oxford, sem er nokkuð
ólíkur skólunum í London: hann er minni en þeir og þar er lögð meiri á-
herzla á klassískar listir en víða annarsstaðar. Ég ákvað þess vegna að sækja
um þennan skóla líka og hann varð svo fyrir valinu hjá mér, þegar til kom.
Hann lieitir Ruskins Scool of Fine Art og er i tengslum við háskólann i
í Oxford. Þarna er mjög mikil áherzla lögð á bóklegt nám aðallega listasögu
að háskólanemarnir gætu stundað listnám ásamt vísindagrein sinni. Það
er mikill kostur við skóla þennan, að hann er i sama húsi og aðallistasafnið
í Oxford. Þarna e rmjög rnikil áherzla lögð á bóklegt nám aðallega listasögu
og svo verðum við að læra líffærafræði og þurfum meðal annars að kryfja
lík, ég er nú ekkert allt of hrifin af því, en það verður bara
að hafa það.
— Er krafizt einhverrar sérstakrar menntunar, ég á við
bóklegrar menntunar af umsækjendum á þessum listaskóla?
— Nei, listaskólar í Englandi krefjast engrar sérstakrar
menntunar en hins vegar er það æskilegt, að umsækjendur
hafi sæmilega menntun. Þegar sótt er um skólavist fyllir
maður út eyðublað og afliendir það. Síðan líða nokkrir dagar
og þá kemur tilkynning um, að maður geti fengið viðtal við
skólastjóra á tilteknum tima. Svo velur maður það bezta af
myndum sinum, arkar upp i skóla með þær undir handleggn-
um og sýnir skólastjóranum. Síðan rabbar hann við mann
góða stund og það persónulega álit, sem hann fær af hverj-
um nemanda, hefur áreiðanlega sitt að segja. Svo líður og
bíður, maður þarf stundum að bíða mánuðum saman eftir
svari. Það er yfirleitt mjög litill hluti umsækjenda, sem fær
jákvætt svar, kannski einn á móti liverjum tíu. Við vorum
tvær íslenzkar stúlkur, sem sóttum um skólavist þarna i Ox-
ford, og við fengum báðar jákvætt svar. Hin heitir Svala
Þórisdóttir. Hún var í mörg ár við nám í Handíða- og Mynd-
listaskólanum, en var á sama skóla og ég i vetur.
Þegar við höfum spjallað saman góða stund, bið ég Karó-
línu, að sýna mér eitthvað af myndum sinum. Hún nær í
fjöldann allan af vatnslitamyndum, blýants- og pastelteikning-
um. Þetta eru allt fígúratífar myndir, flestar gerðar eftir
fyrirmyndum, ýmist mannamyndir, landslags- eða kyrra-
lifsmyndir: Það er auðséð á öllu, að henni hefur farið mjög
mikið fram í listinni síðan á menntaskólaárunum.
— Málar þú eingöngu fígúratíft, eða hefurðu eitthvað reynt
við abstrakt?
— Eins og stendur mála ég bara fígúratift og aðalviðfangs-
efni mitt er maðurinn. Núna hef ég engan áhuga á því aS
mála abstrakt; ég læt nú svoleiðis biða betri tíma. Annars
er ég ekkert á móti abstrakt list sem slikri, ég álít hana visst
stundarfyrirbrigði. Ef málverk hefur myndrænt gildi, finnst
mér eingu máli skipta, hvort það er fígúratíft eða abstrakt.
Aftur á móti finnst mér það ekki án nokkuri átt, þegar hrein-
ir fúskarar eru að mála abstrakt málverk, en það er mjög
algengt, að menn, sem ekkert kunna fyrir sér i myndlist gripi
þetta form, þar sem þeir telja sig geta blekkt aðra með því
og það tekst þeim lika sorglega oft. Mörg abstrakt málverk,
sem seld eru dýrum dómum eru oft ekki skóbótavirði, en fólk
kaupir þau, af þvi að það heldur að þetta sé svo voðalega
fínt og þorir ekki að viðurkenna fyrir sjálfu sér og öðrum,
að það skilji ekki neitt, og oftast nær er heldur ekkert að
skilja, þetta er bara eittlivað kák út í bláinn. Áður en lista-
maður fer að mála abstrakt, finnst mér hann verði að læra
vel að mála fígúratift og fara með liti. Maður verður skilyrðis-
laust að læra undirstöðuatriðin, annars getur maður ekki neitt.
— Það er sem sagt ekki nóg að hafa snilligáfuna til að
bera.
— Snilligáfa skiptir ekki alltaf mestu máli, að minum dómi.
Þetta er bara þrotlaus vinna. Ég held að allir geti lært að
teikna. Maður getur nefnilega allt, sem maður vill, en þó ekki
fyrirhafnarlaust. Árangurinn byggist á vinnu og þroska. Ef
maður ætlar sér að vera listamaður, er ekki nóg að ganga i
rifnum og skítugum fötum, þvo sér um smettið einu sinni
í mánuði, klessa einhverjum hrærigraut á léreft og kalla það
málverk, eða kuðla saman einhverjum óskiljanlegum og klúr-
um setningum og kalla ljóð. Ég gæti nefnt mörg dæmi um slika
„listamenn". Hvort sem menn eru tónlistarmenn, skáld eða
listmálarar, byggist árangurinn á vinnu og aftur vinnu. Mér
finnst allt of algengt að almenningur taki það sem sjálfsagð-
an hlut, að listamenn séu sóðalegir og hálfbilaðir, já, þvi
undarlegar sem fúskari kemur fyrir sjónir, þeim mun meiri
listamaður er liann álitinn af mörgum.
— Mér finnst ég sjá einhvern hryllingsbrag á myndum þin-
um og þú leitast bersýnilega ekki við að túlka beina fegurð.
Framhald á bls. 49.
VIKAN 34. tbl. g