Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 13
fór hún með þau í læknisskoðun, eins og hún var vön að gera árlega.
Hickman læknir, sem var gamall vinur föður hennar og heimilislæknir
þeirra, var í vondu skapi og ergilegur, vegna þess að fröken Cox,
hjálparstúlkan hans var búin að segja upp, vegna þess að hún ætlaði
að fara að gifta sig. — Það er aldrei hægt að treysta þessum ógiftu
stúlkum, urraði hann. — Viltu fá vinnu. Antoia? Frá níu til fimm og
vel borgað. Það gæti orðið góð tilbreyting fyrir þig . . . Hugsaðu um
það . . .
Við kvöldverðarborðið sat hún og hlustaði á lan og börnin. Hún
heyrði sjálfa sig segja: — Þú mátt ekki tala með fullan munninn, og:
— Réttu úr bakinu . . . Annað datt henni ekki í hug. Er það á þennan
hátt sem konurnar staðna? hugsaði hún. Var þetta árangurinn af því
að hún gerði ekkert annað en að dunda hér heima, allan daginn?
Þegar að þau voru að drekka kaffið eftir matinn, sagði hún lan
frá tilboði Hickmans. Hún sá að hann hrökk við, eins og hún hafði
búizt við, en svo leit hann á hana og brosti.
— Mér finnst að þú hafir fullan rétt á því, að komast eitthvað út.
Ég skal hjálpa þér eftir beztu getu . . .
— En hvað um börnin?
— O, þau lifa það af.
lan reis á fætur og kyssti hana innilega. Hann hafði líka verið
skilningsrlkur og umburðarlyndur, og það var greinilegt að hann var
ánægður með sjálfan sig. Hann minntist ekkert á heimatilbúinn ábæti
eða vel straujaðar skyrtur. Slíkir smámunir voru aukaatriði.
Antonia rétti úr sér og hringdi til læknisins. Hann varð himinlifandi
Framhald á næstu síðu.
Q
>
0
Q
IU
z
K
<
X
<
0
h
U>
u
<
0
<
<fi
'<
s
<fi
■