Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 6
Úrvals efni, tízku snið,
vandað tillegg, fulkomn-
ar vélar, ásamt þaulæfðu
starfsfólki, er trygging
yðar fyrir því, að frá
oss fáið þér beztu og
fallegustu fötin.
VERKSMIÐJAN FÖT H.F.
■CAN
Vér höfum ávallt fyrirliggjandi:
LIN CAN Grænar baunir,
LIN CAN Gulrætur,
LIN CAN Blandað grænmeti,
LIN CAN Bakaðar baunir,
LIN CAN Þurrkaðar grænar baunir,
LIN CAN Jarðarbor.
LIN CAN vörur fást í næstu búð.
Heildsölubirgðir:
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F.
SÍMI 24120.
-CAN
HÚN GLÁPIR JNN UM GLUGGANN.
Kæri Póstur!
Ég er hérna ein 15 ára meS
mjög vont ofnæmi. Ég vinn í
verzlun í miðbænum, og á hverj-
um degi og jafnvel oftádaggeng-
ur hér stelpa framhjá glugganum.
Hún er í sjóliðabuxum, sem er
kannski ekkert nýtt, en hún er
svo feit, að það er eins og hún
sé með lærin í skónum. Og svo
er hún alltaf japlandi tyggjó eða
eitthvað því um líkt. Þetta fer
alveg afskaplega í skapið á mér
ásamt þessum mikla gauragangi
og fyrirferð, sem fylgir henni.
En svo er það versta. Hún
stanzar oft við gluggann og gláp-
ir inn í verzlunina með nefið
klesst að rúðunni.
Nú er ég komin með algert
ofnæmi og þoli þetta ekki lengur.
Hvað get ég gert?
P.s. það þýðir ekkert að segja
mér að hætta að horfa á hana
því að þá get ég aldrei horft út
að glugganum og séð dagsins
ljós.
Vertu svo bless og þakka þér
kærlega fyrir mörg og fróðleg
svör.
Hvemig er skriftin?
Ef ég væri í þínum sporum,
yrði mitt fyrsta verk að leita til
sálfræðings. Þetta er ekki annað
en taugaveiklun, sem þú þarft
að vinna bug á sem fyrst. Þú mátt
ómögulega láta það hrella þig,
þó að einhver stelpukjáni sé að
horfa inn í búðina til þín.
Kannski er þetta bara einhver
einlægur aðdáandi þinn, sem er
að reyna að stæla þig í klæða-
burði. Þú gengur þó ekki í sjó-
liðabuxum?
Skriftin er mjög áferðarfalleg
og sömuleiðis frágangurinn, þótt
ekki gæti alltaf samræmis í stafa-
gerðinni. Stafsetningin er líka
mjög til fyrirmyndar.
MOLBÚAHÁTTUR.
Háttvirti Póstur!
Hver er þín skoðun á því, að
við íslendingar erum svo miklir
Molbúar? Við kunnum ekki að
drekka og látum bjóða okkur vit-
lausustu áfengislög í heimi. Við
framleiðum góðan bjór og fáum
svo ekki að drekka hann. Við
verðum að verzla gegnum lúgu-
op eftir klukkan sex. Hvað
ætli erlendir menn haldi, ég
veit það, GEGGJUN. Hvað ætli
ég sé búinn að týna mörg-
um þúsundum við þessar helv ...
lúgur í hávaðaroki? Hver fann
þær annars upp? Hann ætti skil-
ið að fá fálkaorðuna. Það væri
hægt að telja miklu fleira upp
eins og til dæmis umferðarmenn-
inguna, afgreiðslufólk í búðum,
hina lipru og góðu afgreiðslu á
opinberum skrifstofum, af-
greiðslutíma bankanna og ann-
arra þjónustufyr.rtækja, efnis-
hyggjuna, bönnin o.fl.
Sandellíus.
P.s. Það ætti að setja þennan
sam á geðveikrahæli. Hann má
ekki stinga svo niður penna, að
ekki komi út orðið sjónvarp.
Templarar hættið allri eigin-
gimi með bjórinn, og þú sam
hættu allri eigingirni með sjón-
varpið.
KVENÞJÓÐIN HEFUR ORÐIÐ.
Sælir herra Póstur!
Mikið þakka ég þér fyrir Ang-
elique, hún er tvímælalaust bezta
framhaldssaga, sem birzt hefur
hjá ykkur, svo lík lífinu ...
Já, það er þetta með kjötkarl-
ana. Persónulega ímynda ég mér
álíka dásamlegt að faðma síma-
staur úti á víðavangi eins og að
faðma glerhart vöðvafjall, þ.e.a.s.
nema þeir geti þá slappað af, og
betur kynni ég við, að karlmaður
hefði áhuga fyrir líkama mínum,
a.m.k. jafn mikinn og fyrir sín-
um eigin. Ég skal segja þér, að
einu sinni þekkti ég strák, sem
æfði Atlas. Hann hafði engan á-
huga á neinu, sem fram fór í
kringum hann nema einfaldlega
vöðvunum. Haim notaði öll
möguleg og ómöguleg brögð til
að vekja athygli á líkama sínum.
Þetta fannst mér ókarlmannlegt!
Það minnti helzt á heimska turtil-
dúfu, sem reyndi að láta dást að
sér. Ekki kæmi mér á óvart, þótt
sá hefði í fyrra lífi verið grískur
höggmyndari eða eitthvað því-
umlíkt. Afsakið, hve dómhörð ég
er, en ég verð að viðurkenna, að
ég lagði hreinlega á flótta og hef
síðan forðast kjötkarla. Mætti ég
heldur biðja um venjulega menn,
að vísu stóra og herðabreiða, en
umfram allt karlmannlega og al-
varlega hugsandi um hvað, sem
er nema skrokkinn á sér, og hana-
nú!
Ég vil að lokum taka það fram,
að þetta er aðeins mitt persónu-
g VIKAN 34. tbl.