Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 47
buxumar rétt Til þess þarf: Straujárn, strauborð e3a bretti, fatabursta eða pressuklump, þurr- an og votan pressuklút. Pressið fyrst efri hluta buxnanna, takið hliðarvasana út, svo að ekki verði far eftir þá. Leggið þurra klútinn næst efninu og þann vota yfir. Haldið straujárninu fyrst létt að pressuklútnum, svo að gufan þrýstist vel ofan í efnið, en aukið svo þunga járnsins. Sjá mynd 1. Haldið áfram að flytja járnið fram og aftur á pressuklútnum, en rennið því ekki eftir klútnum. Þegar efri hlutinn er búinn, á að reyna að ná hnénu úr, en það er oft erfiðast viðfangs. Einfaldast er að leggja buxurnar sléttar á strauborðið með ,,hnéð“ upp, og reyna að ýta efninu saman, þar sem það er útvikkað. Sjá mynd 2. Þar næst er þurri klúturinn lagður yfir hnéð og sá voti ofan á hann, en hann má ekki vera of þurrundinn. Haldið járninu létt að pressuklútnum þar til engin gufa streymir lengur upp. Það þarf töluvert mikla gufu tii að efnið skreppi saman aftur. Mynd 3. Þá er gufan barin inn í efnið með sérstökum pressuklump, eða bakinu á fatabursta, ef það er nógu slétt, en hann verður þá að vera ólakkaður. Mikilvægasta atriðið við pressun er að gufan þrýstist vel inn í efnið. Mynd 4. Þegar hnéið hefur dregizt saman er skálmin lögð á strauborðið með innra sauminn upp. Fylgið nákvæmlega fyrra brotinu og pressið eins og áður með tveim klútum, öðrum þurrum og hinum votum. Brotið framan á buxunum á að reyna að færa saman, en ekki teygja með því að renna boltanum eftir því. Mynd 5. Pressið bakbrotið á sama hátt, en þar má teygja á. Þegar skálmin er búin, á að rúlla því varlega saman. Snúið bux- unum við og byrjið á hinni skálminni á sama hátt. Hengið buxurnar á buxnahengi (klemma neðst á skálmarnar) og lát- ið þær kólna og þorna mjög vel áður en farið er í þær. Efni: Um 850 gr. af fremur grófu ullar- garni. (Natlé Royal eða Beehive Doubleknitt- ing). Langir prjónar nr. 4 og 7. Prjónið það þétt að 13. I. og 16 umf. prjónaðar með munstri á prj. nr. 7, mæli 10x10 sm. Standist þessi hlutföll má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna — eða garngrófleika þar til rétt hlutföll nást. Einnig má breyta lykkju- fjölda. Munstur: 1. umf.: og allar oddatöluumf. prj. brugðnar. 2. umf.: 1 I. sl. * bregðið garn- inu um prjóninn, 3 I. sl. takið síðan 1. I. af þessum 3 I. og steypið henni yfir 2 sl. lykkj- urnar sem eftir eru. * Endurtakið frá * til * umferðina á enda. 4. umf.: * bregðið garn- inu um prjóninn, 3 I. sl., takið 1 I. af þessum 3 og steypið yfir hinar 2 *. Endurtakið frá * til * umferðina á enda og endið með 1 I. sl. 6. umf.: 2 I. sl., * bregðið garninu um prjón- inn, 3 I. sl., steypið síðan 1 1. af 3 lykkjun- um yfir 2 sem eftir eru. * Endurtakið frá * til * umf. á enda og endið með að bregða garninu um prjóninn og prj. 2 I. saman. Endurtakið síðan þessar 6 umf. og myndið með þeim munstrið. Framstykki: Fitjið upp 73 I. á prjóna nr. 4 og prjónið stuðlaprjón, 1 I. sl. og 1 I. br. 3 sm. Takið þá prjóna nr. 7 og prjónið munstur. Prj. þar til stk. mælir um 38 sm. Fellið þá af fyrir handvegum 3, 2, 2 .1 báð- um megin. Prj. áfr. þar til stk. mælir 52 sm. Fellið þá af 15 miðlykkjurnar fyrir hálsi og prj. aðra hliðina fyrst og fellið af hálsmáls- Framhald á bls. 49. VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.