Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 2
una má sfa sé sett á sígarett- ekki ffórna bragðinu. Reynið þvf L&M I FULLRI ALVÖRU Ýinist í ökIo eöfl eirro Það verður víst ekki af okkur íslendingum skafið, að við erum talsverðir öfgamenn i ýmsu til- liti. Hlutirnir vilja verða hjá okkur ýmist í ökla eða eyra, eins og sagt er, og meðalvegur- inn reynist torfarinn. Einhverj- um kom það til hugar fyrir fáum árum, að gaman gæti verið aS eiga sinn eigin reiðskjóta og bregða sér í útreiðartúr með frúna um helgar. Hann brá við og ræddi við bónda austur í sveit, sem seldi honum reiðhest J á skikkanlegum prís. Síðan reið hann út um helgar, en þá komu kunningjarnir til skjaianna og vildu líka eiga hest. JBólan tútn- aði út og varð að bólusótt. Hestamennskan var orðin að tizkusporti, og r.ú fóru bænd- urnir að endurskoða verðið á hestunum. Það hækkaði sí- fellt, og ekki leið á löngu þar til svo var komið, að venjuleg- um manni með venjuleg laun varð gersamlega ókleift að taka þátt í þessu annars svo ágæta sporti vegna ofboðslegs verðlags á skikkanlegum reiðhestum. Eitthvað svipað hefur átt sér stað i sambandi við laxveiðarn- ar. Enginn vafi leikur á þvi, að þar er um að ræða hina ágætustu dægradvöl, ekki sízt fyrir inni- setumenn. Framan af var það líka svo, að menn fóru i lax svona tvisvar á sumri, og þótti ágætt. Svo komu til skjalanna aðrir. Efst í huga þeirra var ekki sportmennskan, heldur hitt: Get ég ekki keypt upp ána, og setið að henni sjálfur í allt sumar? Og fiskað og fiskað aleinn? Svo keyptu þeir ána. Og svo fóru þeir af stað á hverjum einasta föstu- degi allt sumarið og skildu kon- una og krakkana eftir heima. Þeir urðu auðvitað að taka bíl- inn — það er ekki hægt að vera að skælast í rútubíl í lax. Og konan og krakkarnir fóru með strætó í Nauthólsvik. Laxveiðar föðurins voru ekki lengur orðn- ar sport, heldur æði. Og þegar æðið fór að gripa um sig að veru- legu ráði, fóru landeigendurnir auðvitað að hugsa málið. Hér skipti ekki lengur máli hvað stöngin kostaði á dag. Og verðið 1 þaut upp úr öllu skikkanlegu valdi. Hið annars ágæta sport er orðið öllu líkara starfsgrein og ekki má gleyma snobbinu. Það er næstum óhugsandi öllum al- menningi að taka nokkurn þátt í því meir. Já, það er ýmist i ökla eða eyra. Ó.G. VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.