Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 36
 KEXIÐ Ijúffenga með smjöri osti eða marmelaði og öðru ávaxta- mauki. Fæst í flestöllum mat- vöruverzlunum landsins. JACOB'S CREAM CRACKERS étríkjunura og víða annars stað- ar i heiminum eru útsendir njósnarar. Þeim er kennt, hvernig þær eigi að ná tökum á karlmönnum, hvernig þær eigi að vinna traust þeirra smátt og smátt, þangað til þeir leysa frá skjóðunni af sjálfs- dáðum og koma upp um sjálfa sig og föðurland sitt. Sagan hefur sýnt og sannað, að sé kona fögur, greind og kjarkmikil geti hún orðið lífs- hættulegur njósnari. * Að verða allt ekkja einu Framhald af bls. 9. hugsunarsemi. Það er ómetanlegt fyrir ekkiuna að eiga góða granna. Það er ekki þar með sagt, að um- gengnin þurfi að \/era náin, en það er bara svo gott að vita að maður getur knúið dyra, ef þörf krefur. Flestir vilja gjarnan h|álpa ná- unganum, ef þeir geta. Maður finn- ur sérstaklega til þess, þegar mað- ur er orðinn einn, að maður hef- ur ekki eins mikið upp á að bjóða og áður, og á ekki lengur erindi á þá staði, þar sem maður var áð- ur velkominn gestur með manni sín- um. Maður, sem missir konu sína, hef- ur þrátt fyrir allt sína stöðu og sína félaga. Hann getur annazt sínar fjórreiður sjólfur og er allt öðru vísi settur en kona, sem eins er ástatt um. En það þýðir ekki að sökkva sér niður í drungalegar hugsanir og ætla bara að lifa fyrir sjólfan sig. Þá hefur lífið engan tilgang. Mað- ur verður að gera sér það Ijóst, að enda þótt maður hafi misst ástvin sinn, eru aðrir, sem hafa þörf fyr- ir mann: fólk, sem verður glatt, þegar það heyrir frá manni og gjarnan kemur, ef það er beðið um það. Nú eru liðin átta ár, frá því að maður hennar dó. Núna er hún ekki lengur frábitin félagsskap ann- arra og þegar fólk sýnir henni vina- hót, finnur hún ekki lengur til hins skerandi sársauka, sem áður gerði vart við sig. Hún er framkvæmda- söm, gegnir góðri stöðu, ferðast mikið og les góðar bækur, gefur oft börnum ættingja og vina smá- gjöfir og gerir sér enga rellu út gf því, hvort hún fær þakkarbréf eða ekki. Nú á hún líka vin í húsinu, hann er ekk|umaður, á barn, stærðar fyr- irtæki og gegnir óbyrgðarstöðu. Hann varð alveg hiálparvana, þeg- ar hann missti konu sína og hafði engan til að hugsa um húsverkin og þá skildist honum, hversu mikil- vægt í rauninni það var að hafa einhvern til þess að sjá um barn- ið, hann og húsverkin. Þessum manni væri hún nú gift, ef ekki væru lög í landi, sem gera barnlausum ekkjum með góð eftir- iaun effir mann sinn, ókleift fjár- hagslega séð að giftast öðrum en milliónamæringum. Því að ef þær giftist á ný, missa þær tafarlaust eftirlaunin sín. Og það er ekki nema skilfanlegt, að hún þori ekki að hætta á þetta komin á efri ár, þar sem ástin er ekki svo heit. Þau geta eftir sem áður hitzt, borðað saman, farið saman í leikhús og verið saman ó sunnudögum og þau kæra sig koll- ótt um það, sem náunginn segir um þau. I næsta blaði segjum við dálít- ið frá vandamálum fráskilinna kvenna. og kóngurinn Framhald af bls. 17. því hún fann að hann hafði látið undan yfirþyrmandi augnabliksástríðu. — Yðar hágöfgi sýnir þessu máli meiri athygli en það verðskuldar, sagði hún með örlitlu brosi. —- Einmitt? Konungurinn gekk aftur að stóinum sínum við borðið en virtist ekki óánægður. — Og hver er mismunurinn? Ég sé ekki eftir þvi. Héðan i frá er það skoðun mín, að Monsieur du Plessis sé fífl, hvorki meira né minna. Hann hefur meira en verðskuldað þá refsingu, sem hann hefur fengið, og ég skal sjálfur taka að mér að segja honum frá því. Ég vona, að hann muni að þessu sinni taka tillit til ráðlegginga minna. Síðan ætla ég að láta hann í herinn í Picardy um hrið, til að kenna honum betri siði. Ekki gráta, litla leikfang, þér skuluð fá frændann yðar aftur. Úti á marmarastéttinni var Monsieur de Solignac, yfirþjónn drottn- ingarinnar, að stíga út úr appelsínugulum vagni sínum. 8. KAFLI Þegar Madame du Plessis-Belliére kom heim til sín, í sjöunda himni, sá hún póstvagn á hlaðinu hjá sér, og úr honum hafði verið borið mikið af farangri. Á þrepum hússins stóðu tveir litlir drengir með eplakinnar og réttu hendurnar í áttina til hennar. Angelique kom með skell aftur niður á jörðina. — Florimond! Cantor! Hún hafði gersamlega gleymt bréfinu sem hún hafði sent í flýti til Poitou, þar sem hún bað um drengina. Nú var hún ekki viss um, hvort koma þeirra kom sér vel eða illa. Eh gleðin yfir endurfundunum skyggði á allan vafa. Hún faðmaði þá í ákafa. Þeir voru óframfærnir og eins stirðir og kjánalegir og hverjir aðrir sveitadrengir, sem koma í fyrsta sinn í borgina. Stígvélin þeirra voru búraleg, þykkir ullarsokkarnir voru í kálfslöppum niður fæturna á þeim og fötin þeirra þefjuðu af móreyk. Angelique greip andann á lofti, þegar hún tók eftir því, hvað Cantor var orðinn stór. Hann var nú sex ára, en jafnhár eldri bróður sínum, sem þó var stór eftir aldri. Þeir voru ekki svipaðir að neinu leyti öðru en þvi, að báðir höfðu mikið, úfið hár; Florimond svart, Cantor Ijós- kastaníubrúnt. Florimond var barn suðursins með sólbrúnt, vökult andlit. Græn augu Cantors voru eins og skógarlækirnir, sem renna í útjöðrum mýranna í Poitou, tveir óræðir, tjáningarlausir hyljir. Barbe, þjónustustúlkan, sem hafði alið þá upp, leiddi Angelique inn I raunveruleikann á ný. Hún var viti sinu f jær af því að vera komin aftur til Parísar. Það hefði verið henni óbærilegt, að búa allan vetur- inn, sagði hún, í þessum gamla sveitakastala, þar sem engir voru til að tala við nema leiðinlegir bændur og tveir litlir, óþægir strákar, sem létu ekki sjá sig allan daginn. Og afi þeirra, baróninn, leyfði þeim að gera allt sem þá langaði til, hvað sem hún sagði. Það var mál til komið, að þeir fengu góðan, strangan kennara, sem kenndi þeim staf- rófið og væri óspar á keyrið við þá. — Þeir eiga að fara til hirðarinnar, hvíslaði Angelique að henni. — Þeir eiga að verða leikfélagar krónprinsins. Augu Barbe stækkuðu af ánægju. Hún klappaði saman lófunum og Ieit á Iitlu óþekktarormana tvo með nýrri virðingu. — Við verðum að sjá um, að þeir læri einhverja mannasiði! — Og láta þá læra að bera sverð og hattfjöður. — Og kenna þeim að hneigja sig. — Og snýta sér með vasaklút, skyrpa ekki allt í kringum sig og spr-æna ekki hvar sem þeir eru staddir. —• Og tala við hefðarkonur og svara þeim með einhverju öðru en bara að rymja. Hvernig kenna átti þessum tveim hirðmönnum framtíðarinnar sóma- samlega framkomu, var vandamál. En það þurfti að gerast í flýti. Madame de Choisv tók að sér að stjórna þvi. Næsta dag kom hún 36 VIKAN 34. tW,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.