Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 11
ð ná? ins út á viS? húsmóðurstörfin margþœtt og erfið ekki sízt ef mörg börn séu í heimili. Það er staðreynd, að við búum í litlu þjóðfélagi og okkur vantar tilfinnanlega starfskrafta á ýmsum sviðum. Ef það er rétt, að húsmœður hafi lítið að gera, höfum við þá í raun og veru efni á því, að láta starfsorku þeirra fara forgörðum? Fyrir skömmu fór VIKAN á stúfana og lagði sömu spurn- ingu fyrir átta islenzkar húsmœður. Hún hljóðaði svo: ð f á börn og heimill starfi ekkert utan FRÚ ÁSTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR FRÚ INGIBJÖRG JÖNSDÖTTIR Hafi þjóðfélagið ekki efni á að láta ungar sérmenntaðar konur taka að sér hússtörf, sem hver einasti karlmanns- skussi gæti unnið með báðar henihir fyrir aftan bak, er það skylda stjórn- arvalda að útvega vöggustofur og barnaheimili, sem ekki eru einungis fyrir einstæðar mæður. Það hlýtur að öllu leyti að vera betra fyrir börnin að mæður þeirra fái að starfa að sín- um hugðarefnum og vera á meðan í gæzlu sérfróðra kvenna um barnaupp- eldi en að hanga í pilsum einhverrar ómyndar, sem er orðin Ieið á að þrífa sama skitinn dag eftir dag. Ég hef að vísu aldrei haft hæfileika eða löng- un til að vinna úti, en samt vildl ég það heldur en að forpokast heima hjá mér og hlusta á Keflavíkurmúsík dag- inn út og inn. Hinsvegar hef ég aldrei fyrirhitt þann karlmann, sem álítur að neinn annar en konan hans geti hugsað um börn þeirra beggja svo að vel megi fara. Það er varla til það barn, sem ekki hefur gott af að vera á barnaheimili, varla til sú kona, sem ekki hefur gott af að komast í ann- að starf og snertingu við hinn stóra heim og ekki til sá karlmaður, sem ekki vill að konan hans sé „bara" hús- móðir. Ég get samt ekki — svo ég svari loks spurningunni, sem upp var borin — séð neina ástæðu til að kon- ur, sem ekki eiga fleiri börn en ég, geti ekki unnið utan heimilis. Ég hef a.m.k. unnið með heimilinu þessi þrettán ár, sem það hefur tekið mig að ala af mér sex Iiiim. FRÚ SIGRfÐUR THORLACIUS Þetta er erfið spurning fyrir konu, sem ekki hefur mikið fjármálavit og ekki þekkir tölulegar staðreyndir þjóðarbúsins. En ef það er rétt, sem oft heyrist manna á meðal, að fslend- ingar lifi um efni fram, yrði svar mitt neikvætt. Hins vegar er þetta vafa- laust dálítið tvíeggjað, þar eð konur, sem ekki vinna utan heimilisins, geta vafalaust sparað þjóðarbúinu ýmislegt í beinum og óbeinum peningum, bæði við barnauppeldi og heimilishald al- mennt. Ef kona með börn vinnur úti er nauðsynlegt, að hún geti komið börn- unum sínum vel fyrir á meðan, ann- að hvort á barnaheimili eða í umsjá góðrar barnfóstru. Æskilegt væri, að þær konur, sem hafa verið menntað- ar á dýran hátt létu þjóðfélagið njóta starfskrafta sinna og menntunar að minnsta kosti um tíma, þó þannig, að bórnum þeirra sé vcl borgið, og þau fái það uppeldi, sem hæfir til þess að gera þau að nýtum þjóðfélags- borgurum. FRU GYÐA SIGVALDADÓTTIR Konur í nútímaþjóðfélagi eru gjarnan menntaðar langt fram yfir skyldu. Konur geta nú valið sér lifsstarf eftir eigin vild og að mínu álití ætti starf- ið að vera þeim nokkurs konar hug- sjón. Þess vegna finnst mér, að þær konur, eigi að halda áfram því starfi, sem þær völdu sér ungar, ef þær hafa létt heimili. Sumum flnnst, að það hafi slæm áhrif á börn og heimili, ef húsmóðirin vinnur úti. Ég held að þetta sé þveröfugt. Það er alltaf fersk- ari blær yfir þeirra konu, sem fær að vinna að sínum hugðarefnum, og hún skipuleggur störf sín betur en sú, sem alltaf þarf að vera heima og gæta bús og barna, og þessi ferski blær gerir andrúmsloft heimil- isins ánægjulegt. Börnin ættu þ6 alltaf að skipta móð- urina meginmáli og stangist atvinna konunnar alvarlega á við hlutverk hennar sem móður, verður hún að hætta að vinna. Þær konur, sem ég lit einna mest upp til eru þær, sem verða aS sitja heima meS stóran hóp barna og geta ekki sinnt öðru en upp- eldi þeirra. Það er sárt að þurfa að slíta sig frá því starfi, sem maður hefur valið sér ungur, ég hef reynt það sjálf, en átti þó því láni að fagna að þurfa ekki algjörlega að hætta störfum. Ég efast um, að nokkur kona geti gert þjóðfélaginu meira gagn, en það aS skila því mörgum og vel upp- öldum borgurum enda þótt hún hafi unnið starf sitt algjörlega innan vé- banda heimilislns. Hægan, hægan! Hvert er verið að stefna? Megum við húsfreyjurnar á litlu heimilunum kannski elga von á þvi, að með skattseðlinum fylgi miði, með svona áletran: ÞjóSfélagiS tilkynnir yður, að þar sem þér hafið svo lítið heimili, sé yður framvegis skylt að stunda starf utan heimilis. — Og ekki einu sinni „virðingarfyllst", undir'. Kannski ætti lika að fylgja giftingar- vottorðinu ávarp, þar sem ákveðinn er hámarksfrestur til aS koma sér upp hæfilega stórrl fjölskyldu, áSur en húsfreyjan er skylduð til að hætta að sýsla við gestamóttökur, sinna fél- agsmálum eða liknarstörfum, eða stunda listiðkanir og annað óarðbært föndur, sér og öðrum til gagns og gleði. Nei, viS skulum forSast aS setja dæmið upp á þennan hátt, eins og yíir okkur standi risi, sem heitir „þjóð- félag", og hafi rétt tll að hefta at- hafnafrelsi okkar að vild. Aunað mftl er. aS verkefni kalla aS úr iilluin átt- um, kalla á hverja vinnufúsa hönd og starfsaman huga. Þeir, sem ekki hlýða því kalli, fara að jafnaði mikils á mis, því lífshamingja og starfsgleSi eru æði oft samstíga. En hvort farsælla er, að sinna þvf kalli innl á eigin heimili eða utan þess, það er ein- staklingsbundið. VIKAN 34. tW. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.