Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 39
'þess, að Cantor fyndi hjá sér köllun til að gera rétt, því hann gat það, ef hann einbeitti sér. I barnaherbergi Versala var allt annað andrúmsloft en annarsstaðar í höllinni. I eiriu horninu var stórt fuglabúr og tifið í fuglsvængjunum ásamt tístinu í þeim og Þytinum í rokki Madame Hamelin, hinnar gömlu barnfóstru konungsins, sem oft sat þarna og spann, gerði her- bergið hlýlegt og heimilislegt. Krónprinsinn var feitur snáði, sem gapti stöðugt vegna þess að hann hafði nefkirtla, eða svo sagði fóstra hans. Hann var ekki meira en í meðallagi gáfaður, og virtist þegar kunna illa við sig i því hlutverki ð vera sonur Lúðvíks XIV. Hann hafði verið alinn upp sem einka- barn, þvi systur hans litlu tvær höfðu dáið í fæðingunni. Önnur var svört eins og Mári, að því er sagt var, af því að drottningin hafði drukk- ið of mikið súkkulaði, meðan hún gekk með hana. Angelique sá, að þrátt fyrir að drengir hennar voru stærri en aldur þeirra sagði til um, voru þeir þokkafyllri, öruggari með sig og meiri persónur en ríkisefinginn. Hún horfði ástúðlega á þá, þegar þeir hneigðu sig og kysstu síðan höndina, sem krónprinsinn rétti feimnislega fram til þeirra, eftir að Madame de Montpensier hafðí gefið honum merki um það. Það lá við, að Angelique spryngi af stolti, þegar Florimond sagði með skærri, eðlilegri röddu, fullur virðingar: —¦ Yðar hátign, svakalega eigið þér fina skel. Skelin var mjög dýrmætur gimsteinn, sem krónprinsinn hafði fundið þennan sama morgun úti á hlaði, og hafði krafizt þess að fá að festa hana á skikkju sína, milli heiðursmerkis heilags Lúðvíks og aðmiráls- stjörnu flotans. Hann hélt þvi fram, að þetta væri hans eigin skreyt- ing, og hirðmeyjarnar enduðu með því að láta þetta eftir honum. Athugasemd Florimonds minnti krónprinsinn á dýrgripinn. Hann losaði hann og sýndi þessum nýju vinum sínum hann í krók og kring. Óframfærnin hvarf, og hann teymdi þá með sér til að sýna Þeim safnið, sem hann átti af postulínsöpum og leikfangabyssum, og silfurbrydd- uðu trumburnar hans. Meðfæddur hæfileiki Florimonds til að segja eingöngu það sem við átti og gera hjð rétta, losuðu kennara hans og móður við allar áhyggjur af honum. Djákninn ungi og Racan litu stoltir á Angelique, sem var svo ánægð með þá, að hún ákvað með sjálfri sér að gauka að þeim þrjátíu écus um kvöldið. Að þvi er virtist af tilviljun, en í raun og veru samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun, kom drottningin inn í barnaherbergið, ásamt tíu hirðmönnum og nokkrum fyrirmönnum úr fylgdarliði sinu. Eftir að Cantor og Florimond höfðu verið látnir hneigja sig fyrir þeim, var Cantor beðinn að syngja fyrir drottninguna. Drengurinn kraup þegar i stað á annað hnéð, sló nokkra samhljóma á gitarinn og tók síðan að syngja. BerjiS trumbur, kóngur kvað, svo konur þyrpist hingaö að. 1 sama bili þaut djákninn til hans og þreif af honum hljóðfærið, sem hann sagöi að væri falskt. Meðan hann var að stilla það, hvíslaði hann einhverju að nemandanum, sem byrjaði á öðru lagi, þegar hann fékk hljóðfærið á ný. Varla nokkur maður tók eftir þessu, og allra sízt drottningin, sem var af spönsku bergi brotin og þekkti ekkert til franskra alþýðusöngva. Angelique minntist þess, að söngurinn, sem Cantor hafði byrjað á, var aldargamall og rakti eitt af ástarævintýrum Hinriks IV. Hún var mjög þakklát djáknanum fyrir að koma í veg fyrir hneyksiið í tæka tíð. Já, hún gat ekki annað en þakkað Madame de Choisy fyrir alla nýliðana. Cantor hafði engilsrödd, óvenju hreina og stöðuga, og hann gat haldið háum tón lengi án þess að titra. Hún hafði ekkert af því til- breytingarlausa fjörleysi, sem einkennir flestar barnsraddir. Hirðmeyjarnar höfðu verið undir það búnar að hlusta aðeins kurteis- lega, en þær skemmtu sér mjög vel við að hlusta á undrabarnið. Flori- mond, sem fram að þessu hafði verið miðpunktur samkomunnar, varð nú að láta sér nægja annað sæti. Allir töluðu um ljómann á andliti litla söngvarans, og hvernig augu hans leiftruðu meðan hann söng. Monsieur de Vivonne var ákafastur og hrifnastur af öllum, og fyrri aðgerðir hans til að þóknast Angelique, voru ekkert, samanborið við yfirgengilega gullhamra núna. Eins og margir fleiri hirðmenn, hafði hann ýmsa hæfileika, sem hann flíkaði ekki hvenær sem var. Hann var bróðir Madame de Montespan, galeiðuskipstjóri og lautinant hers- höfðingi í hernum, en hann ortí bæði Ijóð og lög og gat leikið á ýmis hljóðfæri. Við nokkur tækifæri hafði honum verið falið að sjá um hirðballetta, og hann átti að baki sér nokkra sigra á þvi sviði. Nú bað hann Cantor að syngja fáein af danskvæðum sinum, og nefndi þau sem siðsamlegust voru. Þeirra á meðal var jólasálmur, þýður og fallegur, sem hafði mikil áhrif á alla. Drottningin krafðist þess, að Lully yrði sóttur undir eins. Tónlistarstjóri konungsins var að æfa kórdrengina sína og kom mjög ófús, en það lifnaði strax yfir honum, þegar hann heyrði i Cantori. Slík raddgæði voru mjög sjaldgæf, sagði hann. Hann gat varla trúað því, að barnið væri aðeins sex ára gamalt, Því röddin hafði styrk ellefu ára barns. Svo varð tónlistarstjórinn fýlulegur aftur og setti á sig stút. Frama- ganga þessa undrabarns yrði aðeins stutt. Röddin myndi eyðileggjast, þegar hann færi í mútur, nema að hann væri geltur, Þegar hann væri tíu eða ellefu ára. Slíkar geldingaraddir voru mjög eftirsóttar. Ungir geldingar, með sína háu tóna, voru meðal mestu gersema í Evrópu á þesum tíma. Venjulega voru þeir börn fátækra tónlistarmanna eða lágstéttarfólks, sem vildu heldur tryggja sonum sínum þennan frægðar- feril, en láta þá Þurfa að berjast við lífið á sama hátt og foreldrarnir höfðu gert. Angelique rak upp mótmælahróp. Gelda hinn karlmannlega Cantor? Hræðilegt! Svo var guði fyrir Þakkandi, að hann var af göfugum ættum og Þurfti ekki að líða neitt í framtíðinni, þótt hann missti Þessa náðar- gáfu sina. Nei, hann myndi læra að beita sverði sínu í þjónustu konungs- ins, verða fullorðinn og geta af sér marga afkomendur. Þetta álit Lullys var tilefni nokkurrar gamansemi meðal viðstaddra. Cantor varð að ganga á milli allra og allir tóku í höndina á honum og klöppuðu honum, óskuðu honum til hamingju, þökkuðu honum fyrir og stöppuðu í hann stálinu með að halda áfram að syngja. Hann tók á móti öllu Þesu eins og malandi köttur, en Það var varla, að hann legði eyrun eftir Því sem sagt var. Allir voru sammála um, að mál væri til komið að karlmenn tækju að sér uppeldi ríkiserfingjans. Florimond og Cantor áttu að vera meðal Þeirra, sem áttu að halda honum félagsskap í reiðskólanum, á tennis- vellinum og, áður en langt um liði, við veiðar. 9. KAFLI Þetta var sá árstimi, Þegar Paris byrjaði smám saman að vakna við hljóminn í fiðlunum og kliðinn af glöðum hlátri. Þrátt fyrir þá stað- reynd, að friður hafði verið saminn, rikti ennþá hernaðarandrúmsloft, og mikill hluti aðalsmannanna var i burtu. W//s? Angelique fann sér til gremju, að hún átti orðið erfitt með að fylgjast með. Þungi hennar var tekinn að gera henni erfitt fyrir. Enn einu sinni var Philippe orsök að þvi, sem þvingði hana, og mundi bráðlega stilla henni í skuggann. Hún var þegar orðin svo mikil um sig, að hún komst ekki lengur í sín venjulegu föt. Það var alveg eftir heppninni hennar, að þetta barn skyldi vera Það stærsta, sem hún hafði borið undir brjóstum. Hún sótti ekki veizlurnar, en hélt áfram að fara til Saint-Germain, þar sem aliir gátu komið án þess að vera sérstaklega boðnir. Þar úði og grúði af fólki af öllum stéttum, þeirra sem aðgang áttu að hirðinni. Stjórnarstarfsmenn með gæsapenna bak við eyrun rákust á ambassa- dorana, lærðir öldungar ræddu um verzlunarmálin mitt á milli fyrir- kvennanna með tifandi blævængi. Þarna rakst Angelique á gamlan kunningja, efnafræðing að nafni Savary. Meðan hún stóð á tali við hann, gekk ung stúlka framhjá, en snar- stanzaði allt í einu, rak upp lágt hróp, þreif í skikkjuboðung Savarys og Savarys og starði áköf í bragði á hann. Angelique þekkti, að þetta var Mademoiselle de Brienne. —• Ég þekki yður, hvíslaði hún. — Þér eruð spámaður, kannske lika galdramaður. Eigum við ekki að semja? — Þér hafið rangt fyrir yður, Madame. Ég er ekki frægur fyrir neitt, og þótt ég sé sæmilega vel liðinn hér, er ég aðeins minni háttar vísindamaður. VIKAN 34. tW. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.