Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 20
Koichi Katoh og Yasu- yo Yoshimura vinna viS sænskt verzlunarfyrir- tæki í Tokyo. Þau eru heitbundin ogbíða eftir því að geta gift sig. En ástaratlot, eins og t. d. koss, eru algerlega ó- þekkt fyrirbæri í til- hugalífinu. Hann hlær og fiún roðnar við hugs- unina eina. Hvernig bjóða þau hvort öðru góða nótt.. ? Það er ó- sköp einfalt. ÞAU HNEIGJA SIG HVORT FYRIR ÖÐRU. UFSSKILYRÐI AS1ARINNAR ITOKIO Eftir Bo Hanson Koichi Katoh og Yasuyo Yos- himura opinberuðu trúlofun sína 25. maí í fyrra, ári eftir að þau hittust fyrst. í Japan er það venja að giftast nokkrum mánuð- um eftir trúlofun, stundum jafn- vel eftir einn mánuð. En Koichi og Yasuyo verða að bíða. Þau vita ekki einu sinni hvenær þau geta gift sig. Og hver er ástæðan.. .. ? Koichi gerir eins og allir Jap- anir, hann bregður fyrir sig brosinu, þessu brosi sem er svo óskiljanlegt okkur Vesturlanda- fólki, okkur finnst það oft svo tilefnislaust. Hjá Japönum tákn- ar brosið ekki eingöngu gleði, heldur líka sorg. Nú hlær Koichi líka, en bros- i$ getur ekki dulið biturleikann. Hann segir: — Ég á eldri bróður sem er ógiftur. Hann er i háskóla og getur ekki gift sig strax, svo að ég verð að bíða. Hér getur maður ekki gift sig fyrr en eldri 2Q VIKAN 34, tbl. bræðurnir eru komnir í hjónaband- i8....... Yasuyo, sem er lítil og fingerð, stórfalleg í kimono sínum og líka hrein fegurðardís í Vesturlanda- fötum, sendir unnusta sínum inni- legt bros og segir hughreystandi: — Koki, þú mátt vera viss um að þetta lagast allt áður en varir. Hay- ato er bráðum búinn með námið, og þá getur hann farið að hugsa um hjónabandið. Svo fáum við íbúð og giftum okkur. Heldurðu það ekki____? Kochi, sem Yasuyo kallar Koki, og hann hana Poko-san, breikkar brosið. — Jú, kannske verður hún sannspá. Ef til vill geta þau gift sig í sumar. ALLIR VERÐA AÐ DREKKA SIG FULLA Þau eru byrjuð að leita að íbúð. Það er mjög erfitt að fá íbúð í Tokyo. íbúatala eykst svo ört, að það er líkast hraunflóði, svo að húsbyggjendur hafa ekki undaii, Þess utan vilja flestir fá sem ó- dýrasta íbúð og helzt sem næst vinnustað. Koki og Poko-san vonast til. að fá tveggja herbergja íbúð sem er um klukkutíma akstur frá vinnustað þeirra og miðborginni.' Tveggja herbergja ibúð í blokk- um sem borgarstjórnin byggir, og þar sem leigunni er stillt eitthvað i hóf. En þær eru líka dýrar, kringum 8000 yen (ca. 12—1300 krónur) á mánuði. Koki andvarpar við tilhugsun- ina. Það gerir Poko-san líka: — Það eru hræðilega miklir pen- ingar, segir hún. — En brúð- kaupsveizluna borga foreldrar þinir, segir hún, ánægð á svip- inn. Brúðkaupsveizlan er erfiður útgjaldaliður fyrir foreldra brúðgumans; hún getur kostað 50—60 þúsund krónur. En það er líka venja að hafa geysilega mikið hóf fyrir fjölda manns, þar sem ósköpin öll af mat og drykk er á boðstólum, sérstak- lega eru vínveitingarnar stór- fenglegar, þvi að það er kurteis- isskylda að allir karlmenn drekki sig blindfulla. — Okkar brúðkaup verður haldið á Prince Hotel, tilkynnir Poko-san hreykin. —- Það er ákveðið____ Á Prince Hótel er mikið hald- ið af brúðkaupsveizlum fyrir miðstéttarfólk. Til þess teljast Koki og Poko-san og foreldrar þeirra beggja. í hátíðasal hótels- ins fer hjónavígslan fram og brúðkaupsveizlan á eftir. Brúð- kaupsferð fara þau ekki, þau hafa ekki ráð á því. En þau skreppa kannske um eina helgi til gömlu keisaraborgarinnar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.