Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 21
Kyoto, það er allt og sumt.... KOSSAR ALGERLEGA ÚTILOKAÐIR Koichi Katoh og Yasuyo Yo- simura vinna við sama fyrirtæk- ið, sænska verzlunarhúsið Gad- elius & Co. Koki er háskóla- genginn og vinnur í skipadeild- inni. Poko-san hefir próf sem samsvarar gagnfræðaprófi og vinnur við skrifstofustörf. Þau hittust fyrst á skrifstof- unni, og þau hittast þar á hverj- um degi, þau sitja líka i sama herbergi. Þau geta þvi horft hvort á annað eftir vild á daginn og þangað til klukkan tíu á kvöldin, alls ekki lengur! Iíoki býr i Yokohama, sem raunar er borg útaf fyrir sig, en þar sem bæði hún og Tokyo hafa vaxið svo ört, eru borg- irnar næstum orðnar samvaxn- ar. Poko-san býr i Tokyo og það er hálftima leið í lest til Yoko- liama. Koki fylgir oft Poko-san heim og borðar miðdegisverð hjá foreldrum hennar, eða býð- ur henni út á veitingahús. En klukkan korter fyrir tíu fer lest- in hans og þá fylgir Poko-san honum á brautarstöðina.... — Svo kyssir þú unnustu þína að skilnaði á brautarpallinum? spyr ég. Poko-san roðnar, Koki lilær. — O, ekki aldeilis, segir hann. — Það væri hneyksli! Algerlega óhugsandi! — Hvernig kveðjist þið þá? — Með þvi að hneigja okkur hvort fyrir öðru. Hvað annað ....? ÞÁ VARÐ POKO-SAN FJÚK- ANDI VOND Áður en ég fór til Japan, hafði ég lesið grein um lifnaðarhætti japanskra unglinga, þar sem sagt var að meðal þeirra væri mikið frjálsræði í umgengni við kyn- ferðismálin. Ég sagði Koki og Poko-san frá þessu. Þau hristu alvarlega höfuðin og gleymdu jafnvel um stund að brosa. — Þetta eru hræðilegar ýkj- ur, sagði Koki ergilegur. — Sagði þessi blaðamaður að það væri venjulegt að japönsk ungmenni færu i helgarferðalög og stund- uðu „reynsluhjónabönd“? Það hefi ég hreinlega aldrei heyrtl Poko-san varð fyrst hálf utan við sig, en svo varð hún fjúkandi vond. — Að vísu erum við amerí- kaniseruð, en við lifum ennþá eftir mjög ströngum siðareglum, sagði hún. —- Ég hef farið með Koki upp í fjöllin, t. d. til að fara á skiði, en þér getið bókað að við erum aldrei einsömul! 0 nei, við erum tiu, tuttugu í hóp. Piltarnir sofa í sínum svefn- sal og stúlkurnar i sinum og það er örugglega ekki samgangur þar á milli um nætur.... Koki er hugsandi um stund, svo segir hann: — Fyrir strið var það algert skilyrði að stúlkan væri saklaus, þegar hún gengur i hjónaband, annars gátu foreldrar mannsins ekki samþykkt ráðahaginn. Nú eru siðareglurnar ef til vill ekki eins strangar, en ég er viss um að það eru að minnsta kosti 76—80 prósent stúlknanna (sið- prúðu stúlknanna, liinar eru ekki Framliald á bls. 28.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.