Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 44
SKJALA- OG LAGERSKÁPAR
GATAVINKLAR
J.B. PÉTURSSÖM
BLIKKSMIÐJA • STALTUNNUGLRÐ
jArnvoruverzlun
Ægisgötu 4-7
Sfmar:
15300 - 13125 - 13126
óp og féll í yfirlið yfir snyrtiborð-
ið.
Lissa féll aftur á bak ofan á
koddann og starði á móður sína,
meðan hún hvíslaði hvað eftir ann-
að: — Nei . . . nei . . . nei . . . nei.
— Eg hefði viljað gefa allt til
að geta hlíft þér við þessu, hélt
frú Deane áfram í sama leikhús-
tóninum: — Eg hafði næstum ákveð-
ið að segia þér það ekki, en það
hefði verið ennþá verra að láta
þig lifa áfram í voninni, þegar ekki
var lengur nein von.
Þrátt fyrir augnabliksáfallið hjó
Andy eftir setningunni, „Ég hafði
næstum ákveðið að segja þér það
ekki".
— Hvernig veiztu þetta? spurði
hann snöggt
— Eg hef fulla sönnun fyrir því.
•Tengdamáðirin opnaði umslagið og
tók knippi af stiörnukortum og Iínu-
ritum upp úr því. — Ég kem frá
stiörnufræðingnum mínum. Hann
setti upp stjörnukort Andrews og
það kom í Ijós, svo ekki var um
villzt, að drengurinn var kyrktur í
morgun klukkan tvö.
— Stjörnukort! öskraði Andy ut-
an við sig af reiði. — Kallarðu það
sönnun?
— Stjörnufræðingurinn Vespa
hefur alltaf rétt fyrir sér, sagði frú
Deane. — Ég hef notað hann ár-
um saman. Ég get sýnt þér þetta
hérna svart á hvítu. Andrew er
fæddur í tvíburamerkinu með Sat-
úrnus í öðru húsi . . .
Andy þreif pappírana úr hönd-
um hennar, reif þá í smásnifsi og
þeytti sneplunum framan í hana:
— Burt, sagði hann hás: — Burt
úr mínu húsi.
— Þú skalt ekki leyfa þér að
tala þannig við mig.
— Ef þú verður ekki farin út úr
húsinu innan fimm mínútna, skal
ég sjá um það með mínum eigin
höndum, að þú verðir kyrkt.
Ivora Deane hörfaði aftur á bak
í áttina að dyrunum og Andy á eft-
ir henni. Frú Deane skírskotaði til
Lissu: — Læturðu virkilega viðgang-
ast, að hann komi þannig fram við
mig? Ég er þó móðir þín! En Lissa
hristi aðeins höfuðið í uppgiöf.
Ivora Deane hnykkti til höfðinu. —
Ég ætti náttúrlega að hafa séð það
fyrir löngu, að ég get ekki vænzt
neins nema vanþakklætis. En ég
ætlaði bara að spara ykkur alla
þessa peninga, úr því ég vissi, að
þeir voru ekki til neins gagns. Svo
sneri hún sér við og hvarf út.
Andy tók innanhússsímann. —
Bruno, komdu aðeins og hjálpaðu
mér með Nancy. Það leið yfir hana.
Þegar þau höfðu komið Nancy
fyrir og Bruno var farinn, settist
Andy hjá Lissu, sem þrýsti sér kjökr-
andi að honum: — Kannske er það
rétt! Kannske er Andrew dáinn!
kiökraði hún.
— Hættu nú, sagði Andy. — Auð-
vitað er hann það ekki. Þú ætlar
þó ekki að segja mér, að þú trú-
ir þessu stjörnufræðikjaftæði!
— Ég veit það ekki . . . Ég veit
það ekki, kjökraði Lissa. — Ég vil
bara fá barnið mitt aftur!
Hún skalf öll og hélt áfram að
gráta. Að lokum varð Andy að
hringja á fjölskyldulækninn.
— Taugar konu yðar eru mjög
spenntar, sagði læknirinn eftir rann-
sóknina, — en að öðru leyti er ekk-
ert að henni. Ég hef gefið henni
létt svefnmeðal. Hann horfði hugsi
á Andy: — Fyrirgefið svona per-
sónulegar spurningar, en . . . Eru
nokkur vandræði í hjónabandinu?
— Já, það hefur verið dálítið
þvingað núna upp á síðkastið, við-
urkenndi Andy.
— Eiginkona yðar hefur sálar-
lega séð ekki mikið mótstöðuafl
núna sem stendur, sagði læknirinn.
— Hún þarf á einhverium að halda,
sem hún getur stuðzt við. Ég vil
ekki spyrja yður útúr um einkalff-
ið, en skal aðeins benda yður á,
að læknismeðferð er ekki varanleg
lausn. — Það eigið þér að hafa
hugfast, herra Paxton.
Andy vissi, að eina lausnin var
fólgin í því, að Lissa fengi Andrew
aftur. Þegar það væri um götur
gengið, myndi annar vandi einnig
leysast. Með þeim aukna þroska,
sem kringumstæðurnar höfðu
þröngvað upp á hann og Lissu,
núna síðustu dagana, yrðu þau
kannske jafnvel fær um að fá eitt-
hvað út úr hjónabandinu. En þau
vantaði ennþá lykilinn að lausn
vandamálanna.
Andy velti því hvað eftir annað
fyrir sér, hvað gæti legið bak við
falsskilaboðin daginn áður. Hvers-
vegna höfðu barnsræningjarnir sent
hann til að leita að bréfi, sem
greinilega var ekki til? Hann rann-
sakaði garðinn vandlega enn einu
sinni meðfram múrnum, til að kom-
ast eftir því, hvort honum hefði
yfirsézt, en hann fann ennþá ekki
neitt. Af einhverri ástæðu hafði
bréfið ekki verið afhent. Það hafði
eitthvað farið öðru vísi en áætlað
hafði verið.
í þungum þönkum gekk hann
aftur heim að húsinu. Lestrarstofan
var tóm og Bruno hafði enn ekki
tekið til þar. Andy gekk inn og tók
skemmbyssuna um leið og hann
hugsaði til þess með þakklæti, að
hún hafði klikkað. Allt í einu datt
honum í hug að ganga út að opn-
um glugganum, miða út í rósabeð-
ið fyrir neðan og þrýsta á gikkinn.
Aftur klikkaði. Var það mögulegt,
að tvö gölluð skot væru í röð?
Hann þrýsti fjórum sinnum í röð
á gikkinn. Hleðslan hafði nú farið
einn hring, án þess að nokkurt skot
kæmi úr byssunni. Ein slæm kúla
var hugsanlegt. Tvær í röð var
óveniulegt. En sex? Andy tók skot-
in úr og rannsakaði þau. Þau voru
öll heil og ósnert og sá ekki á botn-
fletinum.
Hann spennti byssuna og sá um
leið af hveriu ekkert skotanna hafði
riðið af. Skotpinninn, litli stáltitt-
urinn, sem á að rekast í botninn
á kúlunum, til þess að púðrið
spryngi og kúlan þjóti af stað, var
sorfinn flatur. Ekki mikið, en nóg
til þess að gera vopnið óvirkt. Þetta
var ekki árangurinn af venjulegu
sliti. Skotpinninn hafði verið sorf-
inn viljandi og nýlega, eftir því
sem bezt var séð . . . Einkennilegt,
að Hub skyldi afhenda honum ó-
virka skammbyssu, hugsaði hann.
Það var líka nokkuð, sem ekki stóð
heima.
Nákvæmlega það sama hafði
flogið í hug hans við annað atriði
og allt í einu skildi hann samheng-
ið. Þetta tvennt voru molar úr sama
bútaspili. Með því að leggja þá
hlið við hlið, sá hann í fyrsta sinn
heild myndarinnar.
Hub hafði látið hann hafa ónot-
hæfa skammbyssu. Ekki til að
vernda hann, heldur barnsræningj-
ana.
UNDRAPÚÐINN
sem festir tanngóminn,
dregur úr
eymslum,
límist við
góminn,
þarf ekki að
skipta daglega.
SNUG er sérstaklega mjúkur plast-
ic-púði, sem sýgur góminn fastan,
þannig að þér getið talað, borðað
og hlegið án taugaóstyrks. SNUG
er setiað bæði efri- og neðrigóm.
Þér getið auðveldlega sjálf settpúð-
ann á, hann situr fastur og hreins-
ast um leið og tennurnar. — SNUG
er skaðlaus tannholdi og gómnum.
Endist lengi og þarf ekki að skipta
daglega.
Heildsölu-
birgðir:
J. O. MOLLER & CO.,
Kirkjuhvoli, Sfmi 16845.
VIKAN 34. tbl,