Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Fallegt göngulag Smávegis sem þægilegt er að kunna Mkilvægur þáttur í aðlaðandi útliti eru hreyfingarnar — að ganga, standa og koma inn í herbergi. Kona, sem ekki hefur fullt vald yfir göngulagi sínu, virðist oft þjást af innri spennu eða feimni, en jafnvægi og ró yfir hreyfingum er ein- hver mesti kostur í fari hverrar konu. Flest af þessu er kennt í tízkuskólum, en hér fara á eftir nokkar ráðleggingar frá kennara við slíkan skóla í Svíþjóð. Böats**'*>^is*víii;->- -• - '-*! .....*¦-¦->---i.......---.-. Fyrsta skilyrði fyrir fallegu göngulagi er að ganga með hnén saman, eða eins nærri hvort öðru og við verður komið. Sumar stúlkur halda að þær stellingar, sem þær hafa séð liósmyndafyrirsætur standa í á myndum, séu fallegar við göngulag, en það er mikill misskilningur. Ef þær gengu með fæturna jafn langt frá hvor öðrum eins og fyrrsæturnar standa, líktust þær mest bolabítshundi! Það er sama hve frjálslegar þið viljið vera í fasi, göngulagið á alltaf að vera eitthvað „hátíðlegt". Hafið fæturna vel saman, bakið beint og berið höfuðið hátt, svo að hálsinn sýnist lengri. Handleggirnir eiga að hreyfast laust og af- slappað með líkamanum, ekki stífir beint niður eins og á hermanni á hergöngu- sýningu, heldur ekki eins og í hvorri hendi væru þungar byrðar. Handleggirnir eiga ekki að vísa út frá líkamanum, og kreppið ekki hnefana, því að hendurnar sýnast þá undarlega snubbóttar. Fæturnir eiga að koma niður alveg ó ilina, en þunga þeirra er svo beint að- eins út á við og fram ó tærnar —æfið ykkur fyrir framan spegil og sjáið hvern- ig þetta verður. Lengd skrefanna verður að fara eftir stærð ykkar — það er ömurlegt að sjá litla konu arka ófram með heljarskrefum, og það er sízt betra, þegar stórar konur tifa smástígar. ÞaS er hægt að æfa sig viS að ganga með hnén saman, og ættu sérstaklega þær, sem eru örlítiS hjólbeinóttar, að leggia töluvert ó sig við þær æfingar. Byrjið með því að standa með bolta milli hnjónna, fyrst það stóran, að það valdi engum erfiðleikum, en smáminnkið hann — helzt niður í fimmeyringsstærð. Það er auðvitað ekki hægt að ganga með fæturna svo nærri hvor öðrum, en þetta er ágæt æfing. Svo verður að gæta þess, að vera hvorki of útskeifar eða innskeifar. Ekki þarf síður að hafa í huga, að hnén séu bein. Mér hefur verið sagt, að íslenzkar konur eigi oft vanda til að ganga með bogin hné, en það er sérstaklega mikil óprýði á göngulagi. Sýningarstúlkum er sagt að draga vel inn magann meðan þær sýna fatnað- inn, og reyndar er það sú setning sem oftast heyrist í tízkuskólum og hljómar \jÓ stundum á þessa leið: Festið naflann við hrygginn! Æfi stúlkan sig á því 10 sinnum daglega verður það að vana — ágætum vana, sem gefur fallegt göngu- lag. Þegar setzt er, þarf líka að gæta þess að hafa fæturna vel saman, eða leggja þó f kross. Fátt er Ijótara en að sitja með fætur langt frá hvor öðrum, en feit- um konum hættir sérstaklega til þess. Það er heldur ekki fallegt að vefia fótun- um um stólfæturna eða um hvorn annan — reynið að sitja afslappaðar, en samt ekki kæruleysislega eða letilega. Athugið að pilsið fari ekki upp á mið læri, þegar þið sitjið. Þegar þið komið inn í herbergi, þar sem fólk er samankomið, ættuð þið að reyna að vera ekki of stífar á svipinn, þið ættuð heldur ekki að reyna að dylja feimni (en ákaflega margar eru feimnar við að ganga inn í herbergi með mörgu fólki samankomnu () með hrokafullum svip. Ekkert gerir konu jafn aðlaðandi og fallegar hreyfingar og fallegur svipur. Að ffesta tölu StaOsetjiO töluna rétt. Festiö tvinnann á réttu flíkarinnar, og tyllið tölunni lauslega. TeygiÖ hana þá dálltiO upp, og látiO 2—s títuprjóna undir hana milli efnis og tölu eOa milli tvinnans ofan á tölunni og tólunnar sjálfrar. Saumiö nú töluna, þar til hún er hœfilega föst, dragiö tituprjónana úr, og vefjiO tvinnan- um tvisvar til þrisvar um tvinnan milli efnis og tölu og myndið meö því örlítinn háls. GangiO fínlega frá endanum á röngu. Þessi háls kemur í veg fyrir, að talan verOi of föst viO flíkina og þœgi- legra er aO hneppa á hana. Hæfileg lengd hálsins er þykkt barmsins eOa þess, sem á aO hneppa á töluna. Á þykkar flíkur er t. d. ágætt aO hafa eldapyt- ur í staO tituprjóna. Flugur eru notaöar til styrktar og prýOis á lokuföllum og vösum. ByrjiO á aö staOsetja fluguna. Sé hún t. d. á lokufalli, er ágætt aö strika lárétta linu, þar sem saumurinn endar, mæla 1 sm. út línuna báöum megin viO sauminn og 2 sm. upp eftir honum. StingiO nálinni síOan upp í eitt horniO, og þræOiO meO smáum sporum út- línur flugunnar. SaumiO síOan fluguna meO hnappagatasilki og stingiO nálinni upp i vinstra horniO, takiO fyrsta spor þaOan og þvert yfir oddann, annaO spor þvert yfir aO neOan. Spofin aO ofan stækka alltaf, eftir því sem neOar dregur, og sporin aO neOan minnka, því nær sem þau fœrast miOju. EndiO nákvæmlega að neO- an, viO sauminn. 46 VIKAN 34. tlil.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.