Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 37
til Hotel de Beautrellis með ungan djákna, grannvaxinn eins og stúlku, með dúfuaugu, sem gægð,ust framundan púðraðri hárkollunni. Hún kynnti hann sem einn af yngstu meðlimum Lesdiguieres frá Chartres, af góðri en fátækri fjölskyldu. Foreldrar þessa unga Maurice höfðu trúað henni fyrir honum og beðið hana að hjálpa honum í París, en hún var fjarskyldur ættingi. Hvað gat hún gert betra en að koma honum i þjónustu Madame du Plessis-Belliére, í stöðu yfirmanns mennt- unar drengjanna hennar tveggja? Og þegar allt kom til alls, hafði hann lokið sínu eigin námi og þjónað sem biskupssveinn. Madame de Choisy sagði, að einnig yrði að fá kennara í starfsliðið, danskennara, reiðkennara og skylmingakennara. Hún vissi um Þrjá unga menn, sem voru einmitt þeir einu rétti til þessarra starfa. Einn hét Racan. Hann hafði numið lög en var of fátækur til að kaupa starfs- réttindi og var fús að taka að sér starf á borð við kennslu. Danskennar- inn var barnabarn de Lesbourg markgreifa, sem var af gamalli aðals- ætt. Sá þriðji var hinum frábrugðinn í því, að hann var af forrikri Dyravörður hennar þorði ekki að opna hliðin, nema með beinni skipun frá henni sjálfri. Og í það eina skipti, sem hann hafði óhlýðnazt, hafði hann verið barinn með svipu. Einu sinni hafði hún næstum barið Iíf; tóruna úr þjónustustúlku hjá sér. Það var jafnvel sagt, að hún hefðl borið svipu á eiginmann sinn, en hefði verið svo iðrunarfull á eftir, að hún hefði grafið sig í fen upp að hálsi, til yfirbótar. Angelique var viss um, að þessar sögur væru ýktar, en þörf Madame de Choisy til að þrengja sér inn í líf annarra, var stundum mjög ó- þægileg. En til að komast hjá öllum óþægindum og losna við stappið sjálf, ákvað Angelique að ráða alla þessa Racana, Lesdiguiéra og Gil- andona, meira að segja stúlkurnar. Þar að auki bráðlá Florimond og Cantor á að fá einhverja stjórn. Þeir voru nú orðnir nógu gamlir til að hafa ótakmarkaðan áhuga fyrir hestum og riðu hverju sem var, frá múldýrum afa síns niður I stiga- handriðin í Hotel de Beautrellis, sem endurómaði af hrópum þeirra, þegar þeir léku heilar orrustur og stríð. ÐARNUIR PROFIL KROSSVIÐUR (RIFLAÐUR) - MARGAR TEGUNDIR. VIÐARTEGUNDIR: Eik, tecik, oregon pine, fura, mahogni, og afrormosia. ' ¦ ':..;' ¦ ¦ ¦ ••« LUMBERPANEL (SPONLAGÐAR SPONAPLOTUR). VIÐARTEGUNDIR: Eik, fura, teak, sen, sapeli, limba og oregon pine. LENGDIR: 250, 244 og 180 cm. BREIDDIR: 120, 60 og 30 cm. ÞYKKTIR: 11, 14, 17 og 20 mm. WIRUPLAST (PLASTHÚÐAÐAR SPÓNAPLÖTUR). I eldhúsinnréttingar, klæSaskápa, húsgögn og til veggklæSninga. Margir litir og viSareftirlíkingar (cV.mur og teak). STÆRÐ: 250 x 180 cm. ÞYKKTIR: 8-21 mm. Þottci eru allt úrvals vörur fró þekktum verksmiSjum í Danmörku, Noregi og V-Þýzkalandi. PÁL.L. ÞomsEtes^ofi ðk co. Laugavegi 22. — Sími 1 64 12. fjölskyldu, einkaerfingi, en svo ákveðinn að verða skylmingamaður, að hann hafði afsalað sér erfðaréttinum. Hann var öðrum mönnum fremri í meðferð hverskonar vopna, meira að segja krossboga, og gat kennt hverjum sem var, fullkominn vopnaburð. Madame de Choisy mælti einnig eindregið með tveimur stúlkum frá Gilandon í Chambord. Amma þeirra var ein af Joyeuseunum, og systir þeirra hafði gifzt greifanum af Roches. Þær voru ekki heimskar og lausar við alla fegurð og myndu sætta sig við að vinna fyrir litið kaup, vegna þess að faðir þeirra hafði yfirgefið þær, þegar hann komst að raun um, að konan hans hafði orðið ófrisk, meðan hann var á Spáni. — En hvað á ég að gera við þessar stelpur? spurði Angelique. —¦ Bæta þeim í þjónustulið yðar. Þér megið ekki láta yður vanta sið- ferðisdömur. Það væri ekki viðeigandi fyrir konu af yðar stigum, sem er á uppleið við hirðina. Hún útskýrði fyrir Angelique, að meðal starfsliðs í hverju merkara húsi, væri fólk af öllum stigum þjóðfélagsins, og Madame de Choisy var á þeirri skoðun, að Madame du Plessis hefði ekki starfslið, sem samrýmdist stétt hennar og orðstír. Og hún hvatti markgreifafrúna einnig til þess að sjá um, að starfslið hennar stundaði samvizkusamlega bæði morgun og kvöldbænagjörðir, og færi reglulega til kirkju. Angelique hafði ekki enn heppnazt að komast að því, hvaða hlutverk Madame de Choisy hafði leikið í Fontainebleau. Hafði hún af ráðnum hug rangtúlkað skipanir konungsins? Þá hafði hún virzt hneyksluð, en nú ólgaði hún af almennilegheitum og vingjarnleik. Hún var vel yfir fertugt, en ennþá var glampi í augum hennar og þokki i brosinu. Samt var eitthvað við hana, sem gerði vináttu erfiða. Almannarómur sagði, að heimili hennar væri eins og fangelsi. Ef ein- hver stúlka gekk í þjónustu hennar, fékk hún aldrei að fara út. Henni var þrælað til vinnu og refsað grimmilega ef eitthvað fór úrskeiðis. Angelique var svo önnum kafin við þessa nýju heimilisaðlögun, að hún frétti það aðeins útundan sér, að Philippe hefði verið látinn laus. Hann kom ekki til fundar við hana. Hún vissi ekki, hvað hún átti helzt að gera. Madame de Montespan krafðist þess, að hún sneri aftur til hirðarinnar, eins og ekkert hefði í skorizt. — Konungurinn hefur fyrir- gefið þér. Allir vita, að þú varst alein hjá honum, langa langa lengi. Hann ávítaði Monsieur du Plessis í einrúmi, en það sama kvöld hafði eiginmaður þinn þann heiður, að rétta konunginum náttskyrtuna i Saint-Germain. Allir vita, hversu vænt hans hágöfgi þykir um ykkur bæði. Madame de Choisy hafði einnig látið i ljósi sina skoðun á málinu. Úr því konungurinn hafði borið upp þá ósk, að Madame du Plessis kynnti syni sína fyrir honum, átti hún ekki að hika við það. Konung- urinn gat verið duttlungafullur, og það var ekki víst, að hann yrði eins vel undir það búinn seinna, að taka á móti þeim. Hún hafði hitt Madame de Montpensier, eiginkonu kennara krónprinsins og fóstru hinnar konunglegu barna. Þær höfðu ákveðið hvaða dag Florimond og Cantor yrðu kynntir við hirðina. Drengirnir komu til Versala klæddir í himinblá satínföt með mikið af borðum og rósettum, hvíta sokka með gullbjöllum, í háhæla skóm, og báru silfurskreytt sverð við hlið sér. Á hrokknum kollunum báru þeir kringlótta filthatta með rauðri fjöður, sem hallaðist út fyrir barð- ið, samkvæmt nýjustu tízku. Vegna kuldans voru þeir í skikkjum úr svörtu flaueli, brydduðum með gullþræði. De Lesdiguiéres, djákni, sagði að Florimond hefði meðfæddan hæfileika til að bera stuttjakka, en það var hlutur, sem fólk af lágum stigum gæti aldrei lært. Cantor var klunnalegri. Enginn hafði áhyggjur af því, hvernig Flori- mond myndi haga sér, því hann hafði fljótt tileinkað sér hneigingar og glæsilegt göngulag, en þau gátu ekki annað vonað það bezta og biðja VIKAN 34. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.