Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 10
Hann er dökkur á hár og sam- anrekinn, með hauksandlit og í munndráttunum rennur sérkennilega saman harka og viðkvæmni. Hann er snöggur í hreyfingum, skýzt áfram eins og panþer eða tundurskeyti. Meðan við ræðumst við á skrifstofu hans á efstu hæð K|örgarðs, erum við nokkrum sinnum truflaðir af mönnum, sem koma til hans í áríð- andi viðskiptaerindum; þá bregður hann sér út til að tala við þá, en kemur aldrei inn aftur um sömu dyrnar. Þetta er Kristián Friðriksson, iðn- rekandi, eða Kristján í Ultímu, eins og almenningur kallar hann í dag- legu tali. Þótt hann hafi varið mest- um hluta starfsævi sinnar hér sunn- anlands og jafnvel utanlands, þá er hann Norðlendingur og meira að segia Þingeyingur, fæddur árið 1912 á Efri-Hólum nálægt Kópa- skeri. Foreldrar hans voru Friðrik Sæmundsson, bóndi þar og kona hans Guðrún Halldórsdóttir frá Syðri-Brekkum á Langanesi. Hann er einn af 10 systkinum. Hann er gagnfræðingur frá Akureyri, var síðan um eins árs skeið á lýðhá- skólum í Danmörku, tók kennara- próf eftir aðeins eins vetrar nám í Kennaraskólanum, stundaði barna- kennslu og útgáfustarfsemi um nokkur ár og sneri sér síðan að iðn- rekstri. Nú rekur hann klæðaverzl- un, saumastofu og vefstofu, þar sem nálægt fimmtíu manns vinna; í frístundum er hann listmálari og stúderar þjóðhagsfræði. Niður- staða: fjölhæfur atorkumaður með mörg áhugamál að því skapi, leti- laus maður, sem myndar sér sjálf- ur skoðanir í stað þess að taka við þeim eins og rjómaköku af ein- hverjum pólitískum bakka. Hefur líka gert miklar tilraunir í þá átt að móta skoðanir annarra með er- indaflutningi og blaðaskrifum, og ég minnist þess, að eitt sinn kom út eftir hann bæklingur um það, hver undirstöðuatriði í stefnu Fram- sóknarflokksins ættu að vera. Kvæntur er Kristján Oddnýju Olafsdóttur frá Burstafelli í Vopna- firði, og börn á hann mörg og barnabörn einnig. — Hvernig stóð á því að þú skýrðir fyrirtæki þitt Ultímu, Krist- ján? — Eg lagði fram nokkur nöfn til athugunar fyrir hluthafana, sem stofnuðu fyrirtækið með mér. Þeir völdu Ultíma. Eg hef ekki verið allskostar ánægður með það heiti, þv[ það er ekki norrænt, en það bætir úr skák, að það er úr elzta nafni sem vitað er til að landinu kunni að hafa verið gefið. Auk þess getur það vel gengið sem tákn um tilgang okkar, sem trúum á íslenzkan iðnað; við viljum að framþróun hans nái út á yztu enda- mörk, fari það sem lengst verður komist í því að framleiða góðar og ódýrar vörur. — Það léynir sér ekki að þú trú- ir á iðnaðinn. En málaralistin virð- ist ekki síður vera þitt áhugamál. — Málaralistin, segir þú. Mér fell- ur ekki meir en svo þetta orðalag. Það er ætíð vafasamt hvað á að kalla list. Listin er mikill furðufugl — sem sumir ná aldrei þrátt fyrir mikið strit og mikið nám. Undir- stöðuatriði má læra bæði í mál- aralist og skáldskap, en það er hvorki hægt að læra að verða skáld né raunverulegur listmálari — og auk þess orkar ætíð mjög tvímælis hvort árangri er náð. En ég fór fljótlega að hafa áhuga á að búa til myndir. Eg teiknaði ósköpin öll, þegar ég var krakki, einkum andlit, og hef haldið því á- fram síðan. Eg fór líka snemma að mála, dundaði mikið við það á sumrin, þegar ég var í Vestmanna- eyjum, en þar var ég kennari i fimm ár. A þessum árum var ég oft á vorin og sumrin hér í Reykja- vík og fékk kennslu í að mála hjá Jóni Þorleifssyni, listmálara. Ég hafði uppáhald á honum sem kenn- ara — Datt þér ekki í hug að leggja málaralistina fyrir þig eingöngu, þegar þú varst ungur? — Mér datt ýmislegt í hug þá, til dæmis stórbúskapur. Jú, ég vildi verða málari, en var lattur þess af aðstandendum mínum, ég segi ekki að mér hafi verið bannað það, en þetta var talið gersamlega óbjörgu- legt. En eitt var það, sem ég hafði líklega mestan áhuga á í æsku; það er að verða arkitekt. Ég leit- aði ráða varðandi það hjá manni einum norðanlands, sem talinn var hafa gott vit á því sem flestu öðru þar í sveitum. Hann taldi að námið yrði mér of dýrt; þetta var á kreppu- árunum. — Og svo varðstu kennari. — Já. Það var skemmtilegt starf að mörgu leyti og vakti hjá mér áhuga á ýmsu. Það var útfrá kennslunni, að ég fór að skrifa og gefa út barnabækur, til dæmis Mona, negrastúlka í New York. Hún sat fyrir hjá Kristjáni meðan hann starfaði vestra. i^Hiintnit...' ■ ■ . ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.