Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 16
FRAMHALDSS^GAN EFTIR SERGANNE GOLON Hinir geldingarnir voru mjög ánægðir, þegar þeir sáu hana fara. Hún var farin að valda þeim ótta. Hún fór aftur upp þröngan stigann, síðan annan og svo enn einn, þar til hún að lokum var komin upp á flatt þak, umgirt handriði, og heiður stjörnubjartur himinninn breiddi úr sér fyrir ofan hana. Silfur- birta tunglsins merlaði svart mistrið, sem reis af hafinu og gerði úr þvi bláleita móðu, sem lukti allt, jafnvel hvelfingu moskunnar, sem stóð skammt undan. Mínaretturnar virtust næstum gagnsæjar i geisl- um tunglsljóssins og hana svimaði ofurlítið, vegna Þess að henni sýnd- ist þær svífa i ljósinu. Osman Faraji virti Angelique vandlega fyrir sér. Svo spurði hann: — Má bjóða yður tyrkneskt kaffi? Nasvængir Angelique titruðu. Um leið vissi hún, að þetta var ein- mitt það, sem hún hafði saknað mest síðan hún kom til Alsír. Án þess að bíða eftir svari klappaði Osman Faraji saman höndunum og gaf skipun. Eftir fáein andartök var breitt úr teppi og sessum dreift um það. Svo kom langt borð, og áður en langt um leið, blandað- ist ilmur kaffisins saman við jasmínuanganina í svölu myrkrinu. Osman Faraji lét þrælana fara. Svo settist hann með krosslagða leggi gegnt Angelique og hellti kaffi í bolla fyrir hana, bauð henni malaðan pipar og apríkósulíkkjör. E'n hún kaus að drekka kaffið með ofur- litlum sykri. Augu hennar lokuðust af sterkri þrá. — Ilmurinn af kaffinu minnir mig á Candia.... Á uppboðssalinn þar sem ilmur þess blandaðist saman við tóbaksreykinn.... Ég vildi vera kominn aftur til Candia og upplifa andartakið, þegar hönd tók undir hökuna á mér og lyfti höfðinu.... og ég sveif um á sæluvængj- unum.... og ilmurinn af kaffinu var svo sætur. Þá var ég hamingju- söm í Candia.... Hún tók nokkra sopa og brast svo í grát; það var eins og háls henn- ar ætlaði að stíflast af ekkanum, sem hún var að reyna að halda niðri. Þetta var það síðasta, sem hún hafði ætlað að gera — að fara að gráta frammi fyrir yfirgeldingnum, svo ekki væri minnzt á þessa frá- leitu játningu. í Candia hafði hún ekki verið annað en aumur, illa meðfarinn þræll sem var boðin upp til sölu. En í Candia hafði hún ennþá von um að ná takmarki sínu. Og þar hafði hún með sér gamla vininn, hinn vinnusama, lúmska Savary, til að hughreysta hana, róa hana, leiðbeina henni og rétta henni bréf til að skrifa á gegnum rimla- gluggana á neðanjarðarsvartholinu, og gefa henni leynimerki undan dulargervi betlara. Hvar var hann nú, vesalings Savary? Ef til vill höfðu þeir stungið úr honum augun og látið hann snúa myllusteini eins og asna. Eða kannske höfðu þeir kastað honum í sjóinn eða til hundanna. Þeir voru visir til hvers sem var. — Ég skil ekki, sagði Osman Faraji, — hversvegna þér eruð að gráta. Þér þreytið yður aðeins á því. —• Getið þér ekki skilið, sagði Angelique milli ekkasoganna, hvernig konu getur langað til að gráta þegar hún er langt fjarri sinu fólki og í fangelsi? Og ég er ekki sú eina heldur. Hlustið aðeins á ópin, sem berast hingað. -—• Það er ekki það sama með yður. Hann lyfti höndinni og veifaði með löngum, gimsteinum prýddum fingrum, með skarlatsrauðum nögl- um. — Konan, sem gerði Skelfingu Miðjarðarhafsins brjálaðan, d’Escr- ainville. . . . sem kom Don José de Almada, varkárasta verzlunarmanni, sem ég þekki, til að bjóða tuttugu og fimm þúsund pjastra.... sem tókst að flýja frá hinum ósigrandi Rescator.... sem vogaði að móðga Mezzo- Morte upp í opið geðið á honum.... Þetta eru aldeilis afrek. Slík kona, Madame, grætur ekki, heldur hefur taumhald á tilfinningum sinum. Angelique snökti lítið eitt, fann vasaklútinn sinn og saup afganginn af kaffinu, sem var farið að kólna. Það, sem Osman Faraji hafði talið upp, var þó nokkuð og hún hresstist við. — Má bjóða yður pistachiohnetur? Þær eru frá Konstantínópel. — Eru þær góðar? VIKAN 25. tbl. Angelique nartaði í þær og sagðist hafa bregðað betri. — Hvar? spurði Osman Faraji með áhyggjusvip. — Munið þér nafn og heimilisfang mannsins, sem þér keyptuð þær af? Hann bætti því við, að það væri á hans ábyrgð að sjá um, að hinar hundrað konur Mudai Ismails hefðu allt eins og þær vildu. Kvenna- búr Mulai Ismails voru þau íburðarmestu í allri Barbaríu, fyrir at- beina hans. Þegar hún kæmi til Meknés gæti hún séð það sjálf. Angelique stóð upp og glennti út fingurna: — Ég skal aldrei fara til Meknés. Ég vil frelsi mitt. — Hvað mynduð þér gera við það? Hann spurði svo rólega, að það fór allur vindur úr henni. Henni flaug í hug að hrópa upp, að hana langaði að komast aftur til síns eigin fólks og sjá ættland sitt aftur, en allt í einu vissi hún ekki lengur hvað hún vildi, og henni fannst öll tilveran svo óraunveruleg. Hún átti ekkert heima nema tvo unga syni og jafnvel þá hafði hún yfirgefið til að leggja af stað í þessa fáránlegu leit. — Hér eða þar, sagði yfirgeldingurinn. — Hvar sem Allah þóknast að láta okkur vera, skulum við njóta gleði lífsins. Konur hafa mikla aðlögunarhæfileika. Þér eruð hrædd, vegna þess að okkar hörund er svart eða brúnt, og tungumál okkar er yður framandi, en hvað er það í okkar fari, sem gæti raunverulega valdið yður hræðslu? Þér eruð óttaslegin Madame, vegna þess að þér vitið ekki, hvað Islam er. Þér eruð alveg eins og allir aðrir kristnir, sem halda, að við séum grimmir ruddar. Þér munuð sjá stórborgir okkar á norðurströnd Marokkó, og Fez, sem þýðir gull, og Meknés, borg soldánsins, sem litur út eins og hún sé úr filabeini. Borgir okkar eru auðugri og fegurri en ykkar. — Það er óhugsandi. Þér vitið ekki, hvað þér eruð að segja. Þér getið ekki borið París saman við þessa hrúgu af hvítum kuflum. Hún benti í áttina að Alsír, sem lá sofandi langt fyrir neðan þau, og þagnaði. Þetta var ótrúlegur heimur, laus við tímann, og engu líkari en draumi. Borg byggð með töfrum tunglsljóssins úr gagnsæju postulíni við safírblátt haf. Sannur draumur, sem afhjúpaði undir hrjúfu yfirborði sjóræningjanna rólega, íhugla sál Islams. — Þér voruð ekki sköpuð til að óttast, sagði Osman Faraji. — Verið bljúg, og ekkert mun koma fyrir yður. Ég skal gefa yður tíma til að venjast Islam. — Ég efast um, að ég venjist því nokkurn tima hve lítið gildi Þið gefið mannlegu lifi. — Á mannlegt líf slíkar áhyggjur skilið? Það er satt, að kristnir menn hafa furðulegan ótta af dauða og Þjáningu, og það kemur mér til að halda, að ykkar trúarbrögð geri lítið til að búa ykkur undir að standa frammi fyrir augliti guðs. — Mezzo-Morte sagði eitthvað þessu líkt við mig. — Hann er aðeins sjóræningi, atvinnutyrki, sagði yfirgeldingurinn án þess að dylja fyrirlitningu sína. — En ég kýs að trúa Því, að Það hafi verið meira en græðgi hans í peninga og framagirni, sem laðaði hann að yður. E'f til vill er það einmitt trú frelsisins, sem gefur manni gleði í lífinu og gleði í dauðanum, ekki ótta aí öðru hvoru, eins og kristnum mönnum. — Það er slæmt, að þér skylduð ekki verða prestur, Osman Bey. Þér flytjið góðar ræður. Haldið þér, að yður mun heppnast að snúa mér af trúnni? — Þér eigið einskis annars úrkosta. Þér verðið Múhameðstrúar með því að verða ein af konum hins mikla soldáns Mulai Islams. Angelique beit á vörina til að forðast snefsið svar, en hún hugsaði: — Ég myndi ekki reiða mig á það í yðar sporum. Þessi marokkókanski ævintýramaður, sem allir töluðu um, var sem betur fór ennþá langt í burtu. Á leiðinni þangað myndi hún finna ein- hverja undankomuleið. Skömmu síðar fann hún Maitre Savary — öruggt merki þess, að himnarnir vöktu yfir henni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.