Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 6
AVON VEKUR FEGURÐINA AF DVALA ALLA ÞÁ FEGURÐ, SEM ÞÉR VISSUÐ AÐ ÞÉR ÁTTUÐ. VILL SKRIFA GRÆNLENDINGI. Kæra Vika! Nú er skólinn brátt búinn hér og nú langar mig til að mér verði sent blaðið heim, að: Arkarlæk, Skilmannahrepp, Borg, eða bara við Akranes. Svo vil ég þakka allt skemmti- lega efnið, sem Vikan hefur flutt í vetur. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með hana heldur þvert á móti og það má bókstaf- lega segja að blöðin hafi verið upp lesin hjá mér í vetur. Mig langar að spyrja hvort ég muni ekki geta skrifazt á við Grænlending og hvort þið getið bent mér á nokkur blöð á Norð- urlöndunum sem ég get óskað eftir bréfaviðskiptum í? Með fyrirfram þökk og hjart- ans þakklæti fyrir allt gamalt efni. Yðar áskrifandi Ingibjörg Guðjónsdóttir, Reykholti, Borg. Við svöruðum fyrir skömmu öðru bréfi, þar sem óskað var eftir heimilisföngum Norðurlanda- blaða, sem hægt væri að óska eftir bréfaviðskiptum í, og vís- um við þér hér með á upplýs- ingarnar, sem þar er að finna. — í Grænlandi mun aðeins gefið út eitt blað, Grönlandsposten, og gætir þú reynt að láta það verða þér úti um grænlenskan bréfa- vin. í því sambandi er bezt fyr- ir þig að skrifa: Journalist Helge Christensen, Baneledet 19, Vir- um, Köbenhavn, Danmark. bil yrði milli bíla eða einhver gefi manni sjensinn. Ef mótor- hjólagæjarnir væru meira á ferð- inni, gengi þetta snurðulausar og betur, og færri geðvonzku um- ferðaróhöpp hlytust af. Með fyrirfram þökk R 20001. Ekki er mér kunnugt um, hvern- ig lögregluþjónar haga mataræði sínu, og þráfaldlega hef ég séð þá á mótorhjólum í matartímun- um. Hitt er svo satt og rétt, að þeir mættu gjarnan vera meira á umræddum slóðum, og er því hér með komið á framfæri. OFANÍGJÖF EÐA EKKI. Kæra Vika! Þið voruð nýlega með viðtal við Sverri Haraldsson, listmál- ara, líflega og skemmtilega skrif- að. Mér þykir ævinlega gaman að lesa svona frásagnir, þar sem sagt er rétt og hlutlaust frá hlut- unum, án þess að vera með ein- hverja teprulega viðkvæmni af ótta við að særa einhvern, t.d. þann sem greinin er um. Svona eiga greinar að vera skrifaðar, létt og hressilega og gjarnan með ofanígjöf um leið. Þökk fyrir Jóhann B. Við vonum, að enginn hafi særzt alvarlega af greininni, en við get- um ekki fundið í henni neina ofanígjöf. Hvar var hún? Hulin fegurð, sem þér vissuð að þér áttuð, kemur í Ijós við snertingu Avon. Blómstrar við snertingu Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju varalita og naglalakka.... Og svo að lokum gerir Avon augna makeup fegurð yðar fullkomna. Það geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti dagsins Ijós. Avon 'W' london cosmetics NEWY0RK MATARTÍMI UMFERÐARLÖGREGL- UNNAR. Póstur minn góður! Mig langar að koma á fram- færi þeirri spurningu, hvort um- ferðarlögreglan geti ekki étið t.d. milli 13.30 og 14.30, í stað þess að taka sér matmálstíma milli 12 og 13 eins og allur þorri manna gerir. Ég spyr vegna þess, að á matmálstímanum er varla hægt að komast inn á, og þaðan af síður yfir, helztu samgönguæð- arnar í miðbænum og að honum, fyrir órofnum bílastraum. Mig langar að biðja blessaða lögregl- una að vera meira á kreiki, t.d. eftir Laugavegi og Hverfisgötu, og huga að umferðinni af hliðar- götunum. Ég hef hvað eftir ann- að orðið fyrir því að þurfa að bíða í allt að kortér, eftir því að BOXARATRÚARBRÖGÐ. Kæri Póstur! Ég hef sumsstaðar séð minnzt á trúarhreyfingu, sem kölluð er Black Muslims, eða Svartir Mú- hameðstrúarmenn, sem hnefa- leikarinn Cassius Clay tilheyrir. Getur þú sagt mér, hver eru að- aleinkenni þessa trúarflokks? Black Muslims telja sig Múham- eðstrúarmenn, eins og nafn þeirra bendir til, en Múhameðstrúar- menn annarsstaðar vilja þó helzt ekki viðurkenna þá í sínum hópi, þar eð þeir ala á kynþátt- ardýrkun, sem Múhameðstrúar- menn fordæma. Black Muslims líta svo á, að negrar séu öllum kynþáttum betur búnir að and- legum og líkamlegum hæfilcik- um. Þeir segja að hvítir menn 0 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.